Vísir - 25.03.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 25.03.1916, Blaðsíða 4
VtSlR g§ Bæjaríréttir |fi Afmœli í dag: Arnfr. Finnbogad., húsfr. Jón Rósenkranz, læknir. Ól. M. Guðmundsson, trésm. Ól. Friðrik Davíðsson. Polly Ólafsson, húsfr. Sofía Claesen, húsfrú. Þórunn Ástr. Björnsd., ungfr. Afmæli á morgun: Uppboð á heyi, stör og tööu, verður haldið á Vesturgötu 17 (pakkhúsinu) þriðjudaginn 28. þ. m. kl. 12 á hádegi. Jarðarför Andrésar sál Björnssonar fer fram á mánudaginn. Hefst kl. 2 e. h. frá húsi Skúla Thoroddsen j alþm. | 4 gott sveitaheimili vantar ungling til að Björt og rúmgóð vinnustofa ná- lægt miðbænum, líka hentug fyrir vörugeyslu, er til leigu 14. maí. A. v. á. [236 1 lítið herb, óskast til leigu frá 14 maí, helst í miðbænum eða vest- urbænum. Uppl. hjá Valdemar Jónssyni, Lindag. 7. [246 Jón Jónsson, trésm. Margr. Rasmus, skólastýra. Ragna Sthepensen, kensluk. Sigurður Magnússon. Snæbjörn Jakobsson, steinsm. Steind. Gunnarsson prentsm.stj. Þorbjörg Eiríksdóttir, húsfr. Fermingar- og afmælls- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Árnasyni í Safna húsinu. Norðan ofviðri. í gær um kl. 10 árd. rauk upp með norðan ofsaroki. Kom veðrið svo skyndilega, að bátar, er voru við uppskipun víðs vegar um höfnina, urðu svo naumt fyrir að þá rak í land. »Leirburður« hafnargerðar- innar slitnaði aftan úr dráttarbátn- um (mótorb.) er hann var kominn út fyrir hafnarmynniö á leið inn -á Rauðarárvík hlaðinn uppgreftri úr höfninni. Vélbáturinn gat ekkert að gert og rak »Leirburð« upp á klappirnar vestan til viö Völundar- bryggju. Er hætt við að hann stór skemmist. En mennirnir, sem á hon- um voru, óðu til lands milli ólag- j anna. Þá brotnuðu 3 uppskipunarbátar Kvöldúlfs meira og minna. Liggur einn þeirra upp við Kvöldúlfs- hryggjuna, og er mikið skemdur. Einn maður varð eftir í báti er lá úti á Rauðarárvík, og sótti vél- bátur hann síðar ásamt öðrum manni, er var úti í vélbáti skamt frá \/öIundarbryggju. Uppskipunarbátur hlaðinn steinol- íufötum sökk við hliðina á Ceres og rak tunnurnar allar til lands. Viö alla þessa bátahrakninga féllu margir menn í sjóinn — manntjón varð þó ekkert. Vélbát frá ísafirði (»Snarfara«) rak upp hjá Sjávarborg. Var hann hlaðinn fiski. Eru líkur til að bát- urinn sé talsvert skemdur. BókmentaféL á 100 ára afmæli í sumar. f til- efni af því á að gefa út veglegt minningarrit með myndum af for- setum þess frá fyrstu tíð. Metúsalem Jóhannsson útgerðarmaður í Hafnarfirði, kom hingað frá útlöndum með Botníu. — Er hann nú að láta smíða tvö mótorskip erlendis og gerir ráð fyrir að þau komi hing- að í maí. Jón Þorlákssoá fór til útlanda á Botníu. Er terðinni aðallega heitið til Krist- janíu til að kaupa efni til brúa- gerða. Báta vantar, Frá Sandgerði vantar 5 báta, er réru í gær. Eru 4 þeirra af Akra- nesi, en 1 úr Reykjavík. Halda menn þar syðra að bátar þessir muni hafa komist inn á Hafnarleir. 2 báta vantar frá Vatnsleysunum og 1 af Stokkseyri. Síminn norðanlands er bilaður, og því ekkert samband við útlönd og ekki við Norðurland lengra en til Borðeyrar. Síminn til Vest- mannaeyja er einnig bilaður. ísienzku kolin. Lögrétta flytur þá fregn eftir bréfum frá Khöfn að íslenzku kolin úr námunum fyrir vestan, hafi nú veriö rannsökuð af efnafræðingi í Svíþjóð, og telji hann þau s t e i n- k o I en ekkl brúnkol, sem megi vel nota til hitunar í húsum, en varla sem skipakol. Það fylgir með að efnafræðingurinn telji líklegt, að kolalagið batni, þegar Iengra kemur inn í fjallið. Messað á morgun í Dómkirkjunui kl. 12 síra Jóhann Þorkelsson. KL 5 síra Bjarni Jónsson. í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12 síra Ólafur Ólafsson. KL 5 prót. Har. Níelsson. Þilskipin. »Björgvin« (Duus) er nýkomin inn með 16,500 af mjög vænum fiski. Ludvig Andersen klæðskeri fór til útlanda á Botníu , J gæta barna. Hátt kaup í boði. Upplýsingar gefur Ólína Ólafs- dóttir, Hverfisgötu 60. Hittist heima kl. 3—4 síðdegis.--------- Vinnukona óskast á gott heim- ili í Borgarfirði frá 14. maí í vor, Afgr. v. á. [248 Röskan dreng til snúninga, vant- ar mig nú þegar eða 1. apríi,* — L. Bruun, Skjaldbreiö. [249 Röskur drengur getur nú þegar fengið atvinnu i rakarastofunnl í Bankastræti 9. [261 Lipur slúlka, fermd í haust eða vor óskast frá 1. apríl eða 14. maí til aðstoðar húsfreyju á tveggja manna heimili. A. v. á. [269 Fræsölu gegnir eins og að und- anförnu. Ragnheiður Jensdóttir, Laufásvegi 13. [265 Orgel óskast til leigu. A. v. á. [267 Tapast hefir peningabudda með fullu nafni og nokkrum krónum í frá Nýlendugötu 16 inn að Kveld- úlfi, gengin uppfyllingin, Skilist á Nýlendugötu 16. [268 Normal- nærfötin eru nauðsynleg í norðanrokinu. Ódýrust hjá Ö 6 ddss^tu Laugavegi 63. Barnlaus hjón óska eftir 2—3 herbergjum ásamt eldhúsi 14. maí. Fyrirframborgun ef óskað er. A. v. á. [234 Fyrir einhl. reglusaman mann eru 2 samliggjandi falleg herbergi með sérinngangi til leigu 14. maíábezta stað í bænum. A. v. á. [235 Þriggja hérbergja íbúð og eldhús ásamt geymsluplássi óskast leigð frá 15. maí eða 1. júní n.k. Húsa- leigan greidd fyrirfram mánaðarlega ef óskað er. A. v. á. [250 Kjallarabúð til leigu nú þegar í Bergslaðaslræti 29. [251 Herbergi óskast til 14. maí fyrir einhleypa. A. v. á. [262 Ferðamaður sem dvelur hér í bæn- um, um tíina, óskar að fá Ieigt her- bergi með nanðsynlegum húsgögn- um. A. v. á. [263 Til leigu er mjög skemtilegt her- bergi 14. maí, hentugt fyrir 2 ein- hleypar stúlkur. A. v. á. [264 Herþergi óskast fyrir einhleypan kvenmann frá 1. apríl. [266 Tvö samliggjandi herbergi á góð- um stað eru til leigu íyrir einhjeypa eða barnlaus hjón frá 14 maí. A. v. á. [270 Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiðislangsjöl og þríhyrnur eruávalt til sölu í Garða- stræti 4 uppi. (Gengiö upp frá Mjóstræti 4). • [1 Morgunkjólar góðir og ódýrir fást og verða saumaðir á Vesturgöfu 38 niöri. [2 Morgunkjólar hvergi betri né ó- dýrari en í Doktorshúsinu (Vesturg.) [3 Handvagn nýr eða brúk- aður óskast ítil kaups. Árni Eiríksson, Austurstræti 6. [255 Nýr Panser kvenhjólhestur er til sölu. A. v. á. [231 Fermingarkjóll til sölu. Til sýnis f búö Árna Eiríkssonar, Austurslr. 6. [254 Brúkaðar sögu og fræðibækur fást altaf með niðursettu verði í Bóka- búðinni á Laugavegi 22. [40 HLJÓMLEIKAR LOFTUB GUÐMUÍÍDSS0¥ efnir til hljómleika í Bárunni sunnudaginn 26. þ. m. með aðstoð E. TH0R0DDSEN. Aðgöngumiðar seldir í dag í bÓKaverzI. ísafoldar og Sigfúsar Ey- mundssonar og á morgun í Bárubúð 10—12, 2—5 og við innganginn*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.