Vísir - 26.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 26.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR ^VISIR Afgreiösla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstraeti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viötals frá tí. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Búmannsklukka Árið 1909 var samþykt við 2. umr. í neðri málstofu enska þingsins frv. til laga um að flýta kiukkunni á Englandi um eina klukkustund á sumrin, frá því í lok aprílmánaðar til september- mánaðarioka. Frumvarp þetta náði þó aldrei fram að ganga vegna ýmsra annmarka sem þóttu vera á því að flýta klukkunni. Nú hefir verið vakið máls á þessu í Englandi. Hefir mönn- um reiknast svo til, að með því að flýta klukkunni um eina klukkustund gætu Bretar sparað 10 miljónir sterlingspund1 á ári, aðallega á ljósmeti. — Asquith stjórnarformaður hefir þó lýst yfir því á þingi að hann teldi ekki ásíœðu til að gera þetta. Málið á þó marga fylgismenn í ráðuneytinu og þinginu t.d. Bal- four, Lloyd Qeorge, McKeuna, Austen Chamberlain, Churchill o. fl. '< Mælt er að Þjóðverjar hafi tekið upp þennan sið síðastliðið sumar. hveitisekkur sem kosti kr. 13,50 á friðartímum, sé nú seldur þar á 162 kr. Verð á lýsi —:o:— Eins og allir vita hefir lýsi hækkað mikið í verði síðan ó- friðurinn hófst. í ensku blaði frá 7.þ.m. er sagt að tunna af með- alalýsi (cod liver oil) kosti nú 500 sh. (450 kr.), en árið 1914 hafi hún kostað 70 sh. (63 kr). Dýrííð í Tyrklandi í enskum blöðum er sagt að mikill matvælaskortur sé í Tyrk- landi, einkum sé lítið um korn- mat. Ferðamaður, sem var ný- Jega á ferð í Miklagarði segir að r Barnið Marin Jónsdóttir. Undir nafni móðurinnar. Þó blómið blikni og deyi, þá bregst mér trúin eigi á guðs míns gæsku og mátt, hans ijúfi iíknarkraftur, til lífs það vekur aftur, og dagur rís af dauðans nátt. Pví skyldi' eg kvíða' og kvarta mér kærleikssólin bjarta á heiðum himni skín; guðs auga vakir yfir því öllu er deyr og lifir, — sú trú er hjartans huggun mín Af trúnni gyllist gröfin, í gegn um dýpstu höfin, hún ber oss birtu og yl, og andinn þangað eygir, sem aldrei skiljast vegir, og ekkert sórgartár er til. Á. H. Rökkursaga úr daglega Íífinii. Eftir íslenging. Fjallkonan gekk yfir í baðstofu- endann til barnfóstrunnar sinnar i rökkrinu. »Hverniga líður ykkur hérna? spurði hún. »ÁgætIega«, sagði fóstran*, »það eru myndarbðrn sem þú átt, sumir drengirnir eru orðnir hámentaðir, og þeir eru nú farn- ir að kenna hinum. Þið ættuð nú börnin góð að gera henni mömmu ykkar eitthvað til gam- ans, meðan hún situr hérna*, sagði fóstran og leit til barnanna. »Henni þætti sjálfsagt gaman að þið uppnefnduð hvert annað. — Það er rétt þið gerið það. Þið skuluð fá stórar kökur í staðinn. »Rombon!« sagði heimspek- ingurinn. - »Hvaða bull er þetta?* sagði fóstran. »Pað er ekkert bull, hvað held- urðu að.þú skiljir frumnorrænu, fóstra mín. »Megum við ekki ríma upp- nefnin«, spurði skáldið. »Þau mega víst vera framan úr öldum?« spurði málfræðing- urinn! »Pvf ekki það«, sagði fóstran. »Pá byrja eg«, sagði heim- spekingurinn. »Ger þó það«, mælti fóstran og lagði frá sér prjónana sína. Heimspekingurinn kvað: Akhús, Borghús, Busthús, Dal- hús, Brandhús, Fróðhús, Hlíðhús, Kasthús, Qarðhús, Ooð- hús, Oesthús, Leifhús, Mýrhús, Soð- hús. »Vel er þetta kveðið«, sagði fóstran, »og þykja mun það all heimspekilegt. Skáldið kvað: Hriflon, Beron, Bitron, Orýton, Brekkon, Síðon, Tungon, Veison, Eymon, lðon, Ekron, Býlon, Jaton, Skriðon. Tindan, Vallan, Vigran, Múlan, Vaðlan, Heiðan, Halan, Orindan, Hópan, Skeiðan, Húsan, Lúnan, Ranan, Eiðan. Petta setur enginn saman nema skáld«, sagði fóstran, »og mun það iengi í minnum haft«. Málfræðingurinn kvað: Önfer, Kúðfer, Axfer, Bakkfer, Eyfer, Hrútfer, Krókfer, Lónfer, Kvígfer, Skerfer, Kollfer, Loðfer, Húnfer, Berfer. Lambsfar, Krossstar, Krókstar, Móstar, Kvikstar, Mýstar, SHtstar, Skatstar, Skinnstar, Fann- star, Skjaldsfar, Örstar, Ooddstar, Tannstar. »Samkvæmt er þetta eðli máls- ins og kennir hér vísindamensku þinnar og smekkvísi», sagði fóstr- an, lauk upp skrínu sinni og rétti drengjunum kökurnar. »HIa láta mér í eyrum orð ykkar, börn mín góð, og mœtti telja mér trú um að þið væruð fífl eða umskiftingar, en þakkir séu fyrsjóninni fyrir að hafa gef- ið mér áður Eggert og Jónas, þótt þeir séu nú offjarri til að kenna ykkur að finna tila, sagöi Fjallkonan og fór. TIL MINNISi Baðhúsið opiö v, d. 8-8, Id.kv. lil 11 Borgarst.skrifit. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 40A. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8l/s siöd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið lVs-21/» s'ðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaöahæliö. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar fi föstud. kl. 2—3. Tannlæknlngar á þrlðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhiröir kl. 10—2 og 5-6. Smjöríð hollenzka, á 85 aura V« kgr., þurfa sem flestir að reyna. Fæst hjá Jóh.Ogm.Oddssyni ( Laugavegl 63. í gildrunni. Frh. í flóttamannabænurn miöjum er skólinn og garður í kring. Þar geta einnig fullorðnir menn notið kenslu og nota margir fjárhirðar sér það til að læra að þekkja stafina. Skemtistaðir eruþar ýmsir. Skemti- garður með gosbrunni og lifandi- myndaleikhús og kirkja. Hljóðfæra- flokk hafa flóttatnennirnir myndað og leika á hljóðfæri sföari hluta dags- ins við gosbrunninn. Ný sýninga- skrá er á hverri viku í Bíó og mess- að erþrisvar á dagíkirkjunni. Alt fyrir fullu hiísi. Er ekki síður þörf á öflugum varnarráðstöfunum gegn heimþránni en sultinum, sjúkdóm- unum og óþrifunum. Með öilum ráðumerreynt að bæla niðuröynd- ið í þessum 30 þúsundum. Þeir verða að gleyma um stundar- sakir hrörlegu kofunum í Ukraine. Það er undarlegt hve mikfa ást þessir flækingar hafa á heímkynni sínu. Það er fyrir þeim allur heim- urinn. Annað hafa þeir ekki átt, — kofann, hlóðirnar, eina kú og bekk til að sitja á í skjóli pílvið- arins. Barnsvaninn er svo ríkur í þeim, að konurnar, sem hafa vanist að þvo þvottinn á árbakkanum, báru ekki við að þvo í nýtízku þvotta- húsunum f flóttamannahælinu með vindingavélum og úr heitu vatni. Stjórnin varð að láta gera stein- límdan skurð Um þverann bæinn og hleypa í hann rennandi vatni. Þá þrifu konurnar þvottaklöppin sín og fleygðu sér niður við ána og sungu af gleði meöan þær lömdu þvott- inn sinn af alefli. Á kvöldin þyrp- ast þær saman við girðinguna og mæna á bláu fjöllin, sem vegurinn liggur um — heim á Ieið. (Niöurl. næst.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.