Vísir - 27.03.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 27.03.1916, Blaðsíða 1
 Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400 VI [Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel íslanrS SÍMI 400 6. árg. Mán'udaginn 27, marz 1916. 86. tbl. Gamla Bíó Voðaleg nótt. Ljómandifallegur og spenti- andi sjónleikur í 3 þáttum, leikinn af ágœtum itölsk- \ um leikurum. Allir þeir sem hafa gaman af myndum, sem leiknar eru í fallegu landslagi, ætta ekki að láta hjá iíöa að sjá þessa mynd. Mótorbátur óskast til kaups. Tilboö með nægilegum upplýsingum og veröi, merkt »Bátur«, sendist til Vísis fyrir 15. maf. Bæjaríréttir Afmæli á morgun: Elísabet Tofte húsfrú. Geir T. Zoega rektor. S. Briem húsfrú. P. Þ. J. Ounnarsson "kaupm. Ragna Friðriksson húsfrú. Sigr. Clemetz htisfnl Fermingar- og afmælls- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Árnasyni í Safha- húsinu. í Vestmanneyjum hefir rokið undanfarna daga ekki gert neitt tjón. Skall það ekki á iyr en á föstudagskvöldið, og voru þá allir bátar komnir að. Ýmir er ekki strandaður. Hafði hann steytt á skeri og gat komiðáhann miðjan, en vatnsheld þil eru í hon- um, og gat hann því af sjálfsdáð- um komist að landi í Þorlákshöfn og Iagst þar. Bátarnir, sem vantaði frá Sandgerði eru mi allir kornnir fram að sögn. En ekki hefir enn spurst tii annars bátsins, sem vantaði frá Vatnsleysu. Heitir hann Hermann. Einn bát- urinn, Svanur, kom inn til Sand- geröis í gær og færði þær fréttir, Z\x\ 7§ vejas blá, og hvít, til sölu. Til sýnis í verslunarliúsi Geirs Zoega kaupmanns Utbreiðslufund heldur Dýraverndunarfélagið f kvöld kl. 8 f húsi K. F. U. M. (við Amtmannsstíg). Allir velkomnir á fundinn meðan húsrúm leyfir. Stjórnín Eldsvoðinn í nótt. Húsið nr. 10 C við Lækjarg. brann í nótt. Allir voru í fasía svefni í húslnu er eldurlnn kom upp og komusf með naumindum út. Eldsins mun fyrst hafa orðið vart kl. 2*/«- Pá gerði Krjstján Jónasson næturvörður vart við hann á slökkvistöðinni frá bruna- símanum á Alþingishúsinu. En síðar komu boð um hann úr fleiri áttum.— Slökkviliðið brá þegar við, en þegar það kom á vettvang var eldurinn orðinn svo magnaður, að ekki var hægt að bjarga, neinu úr húsinu. íbúar hússins. Húsið var tvílyft og bjuggu í því tvær fjölskyldur. Á efri hæð Lárus Fjeldsted yfirdómslögmaður en á neðri hæð Magnús B. Blöndal verslunarfulltrúi. Var fólk alt í fasta svefni er nætur- verðir komu að, en þeir vöktu upp og komust allir út úr húsinu, hálfklæddir eða á nærklæðum einum. Eagnhejður Blöndal, dóttir Magnúsar, fékk brunablöðrur á andlit og handleggi og hár hennar sviðnaði. Upptök eldsins höfðu sýnilega orðið í austurenda hússins niðri, í anddyrinu eða næsta herbergi við það. Qestir höfðu verið hjá Lárusi Fjeld- Frh. á 4. síðu. Nýja Bíó lýjustu útl ftéttír (jrímuballið Skemtilegur sjónleikur, leikinn af þýzkum leikurnm. Hrekkjalimimir Einar og félagar hans. Danskur gamanleikur, í 1 þætti Mjðg hFægileg mynd. Qí O UJ c o Xti * = ' c o 5 I 1 £ ' <n -a c a o ^ KO 1 O I 3, -o. c ¦ S I., ?i n 08 c ÍU að hiuir bátarnir allir hefðu komist upp i Sandvík og lægju þar óhultir, en væru orðnir matarlitlir. Var þá þegar sendur bátur frá Haraldi Böðvarssyni, meö mat til þeirra. En þegar veðrinu slotar fer Faxa- flóabáturinn Ingólfur að leita Her- manns, sem vonandi er að einnig hafi náð landi, þó hann hafi ekki komisí til Sandvíkur. Dr. Guðm. Finnbogason fór utan á Botnfu áleiðis til Vesturheims. Hafa íslendingar vestra boðið honum að koma vestur til að halda fyrirlestra. Pappirsvindlar. í New York eru menn farnirað búa til vindla úr pappír. Pappírinn sem til þess er notaður er gljúpur og er látinn drekka í sig tóbaks- safa og höggvinn út eins og tó- baksblöð, og jafnvel æðarnar sjást í blöðunum. Slíkír vindlar eru afar- ódýrir og reykja þá margir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.