Vísir - 28.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 28.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur Frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Od^Yast \ Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Leiðrétting. Hr. O. N. Þ. (Otto N. Þorláks- son)hefir ísíöustu »Dagsbrún« fund- iö köllun hjá sér til aö hnippa f stjórn Dýraverndunarfélagsins. Viö því í sjálfu sér er ekki mikiö að segja, þaö getur undir mörgun kring- umstæöum verið gott, en samt vildi eg gera þessar athugasemdir viö grein kunningja mfns: 1. Viövíkjandi aldurstakmarki keyrsludrengja, þá voru á sínum tíma búnar til ýmsar bendingar um meöferö hesta — og annara dýra, ásamt aldurstakmarki keyrsludrengja og átti slíkt að leggjast fyrir nefnd þá í bæjarstjórninni, sem hafði ti) meðferðar endurskoðun lögreglu- samþyktar bæjarins. Þetta hygg eg Otto N. Þorláksson viti, þar sem mig minnir að hann væri í stjórn Dýraverndunarféiagsins, þegar þessar reglur voru samdar af stjórn þess. — En þessi eftdurskoðun á lög- reglusamþyktinni hefur ekki verið lokið enn þá, og þess vegna liggur málið þannig f salti. 2. Bendingin um keyrsluna á Eiðsgranda er sjálfsagt réttmæt og væri þörf á, ef hægt væri, að lag- færa það. í síðasta bl. »Dýravernd- arans* benti eg á þetta, og líturút fyrir að hr. O. N. Þ. hafi vaknað við það til umhugsunar um þetta atriði. fti ' 3. Gaddakylfurnar sem O. N. Þ. minnist á eru nýkveðnar niður, í það minsta i bili, þess vegna kom sú bending hjá honum of seint, en það gæti verið margt annað sem stjórn félagsins ætti að gera eða gæti gert, og mundi eg hvað mig snertir vera þakklátur Otió og öðr- um fyrir aliar leiðbcininear í því efni, bara ef þær kæmu ekki eflir »dúk og disk«, sem kallað er. Jóh.. ögm. Oddsson. Hitt og þetta Að kroppa eins og iugi. Það er oft sagt um menn, þegar þeir hafa litla matarlyst, að þeir kroppi í matinn eins og tuglar. En ef matarlyst manna væri að til- tölu jafnmikil og fugla, þá myndi slíkt orðatillæki ekki þykja við eig- andi. Það hefir margsinnis veriö staöreynt, að margir fuglar eta sem svarar fimta hluta af líkamsþunga þeirra. Tamdir fuglar, sem eiga kost á að fá eins mikla fæðu og þeir vilja, eta oft og einatt enn tneira. Vísindamaður einn gerði tilraunir með kanarífugl í mánaðar tíma. Fuglinn vóg aðeins 16 grömm en át á þessum eina mánuði 512gröm af fóðri, eða þrjátíu og tvisvar sinnum þunga sinn. Á degi hverj- um hefir hann þvf etið meira en jafnvægi sitt, — Ef mannfólkiö hefði jafn góöa matarlyst, ætti dag- skamtur hvers manns að vera 100 — 180 pund af matvælum. Bankabyggingin nýja Hvar á hún að standa? —:o:— Eins og kunnugt er, er allmikiö búið að rita um hina fyrirhuguðu nýju byggingu Landsbankans, og þó einkum hvar í bænum hún eigi að vera. Nú síðast virðist það vera efst á baugi aö fara með hana ofan í Hafnarstræti. Á þeirri hugsun og ráðstöfun er eg alveg undrandi. Mér sýnist það vera fráleitasti staðurinn fyrir bank- ann sem um hefir verið talað. Það er svo margt sem mælir á móti þessum stað. Þar veröur sffeldur reykur frá skipum, sem liggja dag og nótt rjúkandi beint fyrir neðan bryggjuna, og fáa faðma frá henni. Þar verður sffeldur hávaöi frá spil- um skipanna, þegar þau ferma og afferma, og skarkali af vögnum, er þar verða stöðugt á ferð, ogsenni- lega járnbraut, sem liggur þarna meöframog út á uppfyllinguna, sem skipin liggja viö. Þar verða aðeins vörugeymsluhús í kring, og er þar heldur óvistlegt fyrireina fallegustu og fínustu byggingu landsins — og þaö á Landsbankinn aö vera — að standa innan um þau. Á þessum stað verða »sólarlitlir dagar*, því þegar búið verður að byggja hinumegin í Hafnarstræti á- Iíka háar byggingar og t. d. hús Gunnars Gunnarssonar kaupm., tapast alveg sól af neðstu hæð í húsum sem standa á móti, af því strætið er svo mjótt. En sólina á- Ift eg Landsbankanum — starfsfólki hans — eins nauösynlega og vatnið líkamanum. Frá hvaða hliö sem litið er á þennan stað, er hann mjög óheppi- legur fyrir bankabygginguna, enda munu þess ekki dæmi í víðri ver- öld, að farið sé með fallegnstu byggingarnar í borgunum alveg fast ofan í »dokkirnar«. Eg vona að bankastjórnin sjái sig um hönd áður en hún afræður að setja bankann þarna niöur, en ef svo skyldi ekki fara — mót von minni — þá treysti eg því að yfir stjórn baukans, landsstjórnin, taki í taumana, og sjái svo um að bank- Inn standi þar sem hann á að standa. En hvar er það? Því er fljótsvarað, því það er ekki f raun og veru til nema ein lóö í bænum sem er hæfileg fyrir Landsbankann, þegar horfið var frá því að byggja hann þar sem hann stóð áðúr — og kaupa Edinborgar- lóðina sem veit að Austurstræti til viöbótar — og sú lóð er þar sem Vöruhúsið og Hótel Reykjavík stóöu áður. Þar stendur hann í miðri aðal- götu bæjarins á krossgötum, beint á móti Austurvelli og Þinghúsinu annars vegar — og því á móti sól og sumri — og hins vegar á móti Pósthúsinu og Landsímanum, og beint upp undan höfninni — en í hæfilegri fjarlægð. Sé nokkur staöur í bænum kjör- inn fyrir þjóðbanka íslands þá er það þessi. Það er sagt að þessi lóö sé dýr, kosti jafnvel um M00 þús. kr,, en hún er ekki of dýr fyrir bankann. Hann á að kaupa fallegustu og hentugusju lóðina, hvað sem hún kostar, og banki, sem græðir 2— 300 þús. kr. á ári, á ekki að vera að horfa f aö tcaupa verðmætustu lóö bæjarins, þó hún kostl 100 þús. kr., þegar hann er aö setja sig niöur fyrir ófyrirsjáanlegan tfma. Svo er það líka víst, eins og 2 og 2 eru 4, að svo framarlega sem þessi bær á nokkra framtfð, þá verður þessi lóð að 10—15 árum tvöfalt eða þrefalt dýrari. Og Landsbankinn ætti að láta sér að kenningu verða ýmsa óforsjálni sem' forráðamenn þjóðarinnar hafa á liönum árum gert sig seka í. T. d. hefði landið átt aö eiga all- an ferhyrninginn milli Pósthús- Hafnar- Austurstræ*is og Koiasunds, og ef hann hefði verið keyptur fyrir 8—10 árum, þá hefði verið hægt að gera góð kaup, en nú er það sem er eign privatmanna ófáanlegt eða þá með geypiverði. Einhverntíma T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. lil 11 Borgarst.skrifit. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.snnnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.timi kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálsiækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. kemur þó að þvf að stækka þarf póslhúsið, og einhverntíma koma þeir dagar aö hér kemur tollhús m. m. og það mundi hvergi betur sett en einmitt á þessum stað. En höfuðgallinn er að menn hafa séð of skamt fram í tímánn fyrir það opinbera, og Landsbankinn ætti ekki að brenna sig á sama soðinu. Þetta er nú mín skoðun og sann- færing á þessuir málum og eg skal taka þaö fram að þessar línur eru ekki ritaðar af kala til bankastjórn- ar eða að eg sé að »agitera« fyrir sölu á þessari lóð, heldur beint af því, og því einu, að eg vil Lands- bankanum vel og álít hann þarna bezt kominn í nútíð og framtíð. Og línurnar enda eg í því traustl aö bankastjórn og landsstjórn sann- færist um að þarna eigi nýi bank- inn að vera óg láti fara að byggja hann hið allra bráðasta. Kaupamaður. 150 ára gömui. Indíánakona í Bakersfield í Cali- forniu er nýlega dáin, sem var 150 ára gömul; hún hét Mary Tecuyas. Hún var elzta manneskja af vissum Indíánaflokki, sem nú er svo að segja útdauður og er kallaður Te- jonar. Þessi flokkur hefir átt heima f dal einum skamt frá Bakersfield. Meðal þeirra eru enn lifandí rúmir 20 menn yfir 100 ára, Lb. \ *>3\s\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.