Vísir - 30.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 30.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá ld. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. % fcætuxm Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Siökkvitæki bæjarins. Bærinn hefir nú fengið aöra al- varlega áminningu um að búast sem bezt til varnar gegn brunahættunni. — Réttir ellefu mánuðir eru liðnir síðan stórbruninn varð hér í vor og mætti ætla að sá tími hefði verið vel notaður. — En lítt sáust þess merki á mánudagsnóttina. — Sama ónýta slangan var notuð á mótor- dæluna, hvernig búskapurinn hefir verið að slöngum að öðru ieyti skal látið ósagt; það vildi svo heppilega til að ekki þurfti mikið af þeim. Það vildi einnig svo heppilega íil að vatnsmagn var sæmiiegt, á þeim stað sem bruninn varö. En hvernig hefði nú farið, ef kviknað hefði í uppi í bænum, á Njálsgötu, Grettisgötu eða Skóla- vörðustíg? Fyrst hefði farið óratími í að koma slökkvitækjunum uppeftir, því að enga hesta er búið að fá til að draga þau enn. Og svo hefði sama sem ekkert vatn verið fáanlegt á þeim slóðum, vatnsleiðslan þar sama sem tóm. En vaínsgeymirinn á Rauðar- árholtinu ekki annað en draumur. — í stuttu máli, á þessum ellefu mánuðum, síðan bruninn varð hér í vor, hefir ekkert verið framkvæmt af því, sem ailir vita að nauðsyn- lega þarf að framkvæma hið allra bráðasta. -Það er eins og bæjarstjórnin hafi fengið eitthvert skjal frá forsjón- irini »upp á« það, að eldur myndi ekki koma upp í bænum fyrri en eftir Iangan tíma! Líklega ekki fyr en eftir hálft annað eða tvö ár! Eða hversvegna er dregið á Ianginn að hrynda þessum nauðsynjamálum í framkvæmd? Að ástæðan sé sú, aö ekki hafi verið nein fjárveiting fyrir hendi til framkvæmdanna, er varla hugs- anlegt. Borgarstjóri gæti vitanlega borið því viö fyrir sitt leyti, en bæjarstjórnin ekki. Hún getur ekki afsakaö sig með því að hún sjálf hafi ekki veitt fé til þessa. Og þar sem vitanlegt var að þetta yrði að gerast á næsta ári, gat ekkert verið því til fyrirstööu að það væri fram- kvæmt þegar f fyrrasumar. Því að vonandi skoðar bæjarstjórnin, sig ekki sem þræl þessarar fjárhagsá- ætiunar, sem hún býr til fyrirfram og í blindni — þó að ekki sé trútt um að á þeirri kenningu hafi bólað. Slökkviliðið okkar er duglegt, og er það leitt, að duglegir menn skuli þurfa að vinna með hálfónýtum og ónógum verkfærum. Enda varðeg var við sára gremju ýmsra slökkvi- liðsmanna á mánudagsnóttina yfir slökkvitækjunum. En af þeim af- bragðsdugnaði, sem það sýndi í því að verja eldinum að brjótast út og loks að slökkva í húsinu til fulls, held eg að megi ráða, að slökkviliðið sé »fært í flestan sjó«, ef ekki skortir nauðsynleg tæki. Eldsvoða getur borið að hönd- um hvenær sem er og drátturinn sem á því hefir orðið að auka og bæta slökkvitækin, er alveg óverj- andi. Og ef ekki verður nú þeg- ar undiö að því, þá verða bæjar- búar með samíökum að reyna að hjálpa því við. Borgári. Ósæmileg blaðamenska. -- Nl. Skipstjórastéttin er einhver þarf- asta stétt þessarar þjóðar, og sjómannastéttin í heild sinni. — »Dagsbrún« væri nær að benda mörgum mönnum á þessa skip- stjóra til fyrirmyndar, og hvetja þá til þess að ná þeim sessi í mannfélaginu, er skipstjórarnir skipa. Blaðinu væri réttara að benda t. d. á lífsferil þriggja bræðra hér í bænum, er hafa hafið sig sjálfir upp úr blárri fá- tækt, en nú allir, þrír, orðnir botn- vörpungaskipstjórar fyrir Iöngu í miklu áliti, og gjalda nú í a u k a ú t s v a r hér til bœjarins 6400 krónur, auk als er þeir borgá til opinberra þarfa annara. Fleiri dæmi eru slíkT Finst ekki öðr- um að slíkir menn eigi all-mik- inn þátt í að bera uppi m e n n- ing landsins, þó »Dags- brún« sé að fleipra um »heims- menning« í sambandi við níð sitt um þá. Og finst almenningi að þeir og aðrir, sem verja kröftum sínum og fjöri til þess að nema auðæfi sjáfarins úr skauti hans, og hlaða þannig 'múr undir efna- legt sjálfstæði þjóðarinnar, eigi skyldar skammir einar og brigsl að launum. — Eg trúi ekki að margir verði til þess að játa þess- ari spurningu. Er því komið að því sem eg sagði áðan, að fram- koma »Dagsbrúnar* er skamm- arleg, en hún er skaðleg einnig; ritsmíðar, sem eir.s óg þessar «Dagsbrúnar«-greinar eru af engu sprottnar öðru en öfund, illgirni og heimsku, eitra hugsunarhátt manna, verða sumir samdauna óþverranum, en aðrir fyllast - gremju og fyrirlitningu. Allir vita að sú stefna »Dags- brúnar« er réttmæt að berjast fyrir bættum kjörum verkamanna og alþýðu. Þess er full þörf og þó fyrr hefði verið. En ef því fer fram að allir hljóti að sjá að meira ber á öfund blaðsins á einstökum stéttum og vellíðan þeirra, og tilhneyging blaðsins til þess að rægja þær, og spilla áliti þeirra í umdæmi almennings, heldur en á viðleitni þess til endurbóta á kjörum og hags- munum alþýðu, þá er hætt við að ailir betri menn fái ýmigust á blaðinu og hátterni þess, og gæti þá farið svo að blaðið spilti þeim málstað, er það átti að styðja. — Eg tala hér ekki út í bláinn, eg hefi dæmi frá blaðinu sjálfu, það tók sig til og skamm- aði og svívirti Thor Jensen fyrir það að hann gaf fátæklingum í bænum stórgjafir. Mun blaðið hafa gert þetta með það fyrir augum aðallega, að rægja Jensen frá því að kornast í bæjarstjórn. — En hvernig fór? Þannig að Jensen náðikosningu með mikl- um atkvæðamun sem nr. 2 á lista félagsins »Fram«. Munu þó engir hafa búist við að félagið kæmi að nema einum manni. Er það álitið að blaðið hafi útvegað »Fram«-listanum fjölda atkvæða með róginum um Jensen,— Það gerði nú ekkert til, en hitt er lakara og alvarlegra fyrir verka- menn og aðra, sem blaðið styðja, ef það stuggar frá sér samhygð og velvild fjölda góðra manna, með níði um sérstakar stéttir manna, eða aðra saklausa menn, og með fruntaskap og heimsku yfirleitt. Verkamenn ættu að setja undir þann leka, áður en of seint er orðið. 22. mars 1916. Árni Árnason. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v, d. 8-8, ld.kv. lil 11 Borgarst.skrifát. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl, 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími ld, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráð8skrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaöahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Hitt og þetta. Fiska-at. Á Spáni skemta menn sér á- gætlega við að horfa á naut fljúg- ast á og hestaöt voru alþekt hér á landi til forna. Hanaöt hafa menn líka heyrt getið um. En í Síam er uppáhaldsskemtun fólks- ins að horfa á fiskaat. í ánum þar er fisktegund ein, ekki sér- lega stór en ákaflega grimm og áflogagjörn. Ef tveir fiskar hitt- ast ráðast þeir þegar hvor að öðrum og flá hver annan með uggunum, sem eru ákaflega kvass- ir. Síamsbúar þyrpast saman á torgum og gatnamótum og efna til ata milli fiskanna í stórum kerum — og endalokin eru altaf þau sömu, að loknu atinu er að eins einn lifandi fiskur í kerinu! Auðvitað hafa eigendur fiskanna og ýmsir áhorfendur veðjað sín á milli um endalokin, og fær eigandi sigurvegarans alt veð- féð. 4P Hættuleg atvhina. Óhoilasta vinna sem þekkist, er að fást við kvikasilfur, bæði vinnan í námunum og eins allar þær greinar iðnaðarins, sem kvika- silfur er notað í, t.d. speglagerð, loftvoga o. fl. Það er sjaldgæft að menn þoli slíka vinnu lengur en í 15 ár. Venjulegast er það tæring, flogaveiki og lamanir, sem ræður þeim að fullu, sem bein kvikasilfurseitrun hefir ekki unnið á. Kaupið Vísir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.