Vísir - 31.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 31.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR £BS& VISIR A f g r e i ð s I a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aflalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá Id. 3-4. Sími 400.- P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.SiIki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Faíinn fjársjóður. þegar breskí herinn hafði her- tekið landeignir þjóðverja í Suð- vestur-Afríku og tekið við stjórn- inni þar syðra, kom það í ljós, er rannsakaðar voru bækur þjóð- verja að til átti að vera í land- inu 4 miljóna króna virði í ó- slípuðum demöntum. — Bretar urðu, sem geta má nærri, glaðir við og hugðu gott til að láta greipar sópa um íjárhirsluna. — En þar sannaðist sem oftar, að ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið, því að hvað vel sem þeir leituðu, fundu þeir hvergi demantana. þeir tæmdu alla skápa og hvolfdu öllum kössum og skúffum, en alt kom fyrir ekkert. Liðsforingjar þýskir, sem handteknir höfðu verið voru yfír- heyrðir og með ástúðlegu brosi fullvissuðu þeir Bretann um að þelr hefðu ekki hugmynd um demantana. í vandræðum sínum sendu Bretar þá eftir þýska landstjór- anum, fyrverandí, dr. Seitz og sögðu honum í mesta bróðerni, að hann skyldi sjálfan sig fyrir hitta, ef hann segði þeim ekki satt og rétt frá því, hvar fjár- sjóðúrinn væri falinn. Land- stjórinn sá sér þá ekki annað fært en að skýra frá leyndar- málinu: þegar her óvinanna réð- ist inn í landið, höfðu þjóðverj- ar jarðað demantana í kirkjugarð- inum í Grootfontein og sagði landstjórinn að ef Bretar létu grafa 5 fet niður í jörðina á milli tiltekinna leiða • í garðinum, þá myndu þeir fínna kistu og dem- antana í kistunni. Bretar sendu heila hersveit út i garðinn og alt stóð heima. Á hinum tiltekna stað, fimm fet í jðrðu fanst kistan. Hún var orð- in illa til reika, gegnsmogin af maurum m. m. og léteftspokarn- ir sundurjetnir. En demantarnir voru öldungis óskemdir og á meðal þeirra voru margir svo stórir og fagrir steinar, að þeir munu lengi í minnum hafðir. Smælki. Betlarar. Allir Bethrar í Kína lúta ein- um yfirmanni, betlarakónginum, og tekur hann skatt af undir- mönnum sínum. Árstekjur hans nema að sögn 50 þús. króna. Kenslukaup. Fyrir rúmum 20 árum lærðu Japanar að búa til hnappa af þjóðverjum. Nú eru þeir farnir að flytja talsvert af hnöppum til þýskalands. Sagan nm Stóra-Björn og andarnefjuspikið Eftir J. F. Rönne. Björn hnyklaði brýmar og sté fram á öðrum fæti, en Zebedeus hélt í hann og fór að skellihlæja að þessari fyndni. Hann myndi líka eftir til hvers þeir voru komn- ir og vildu ekki móðga eigend- ur skipsins. Björn var svo ygldur á svip- inn, að Zebedeus flýtti sér að segja: — Við komum hingað til að kaupa rengi og spik, við skul- um gefa vel fyrir það. — Rengi getið þið fengið, en hvað ætlið þið að gera við spik? — Hvað ætlum við að gera við spik, sagði Björn og var gust- ur á honum, — heidurðu að við étum rengið þurt? Hvalbæingurinn brosti í kamp- inn, sneri sér við og sagði í hálfum hljóðum: — Vitið þið hvað, þeir ætla að éta andarnefjuspik. — Nei, hvaða vitleysa. — Jú, sem eg er hérna, aula- bárðarnir þeir arna þekkja ekki muninn á grindaspiki og andar- nefjuspiki, þeim er nóg ef það heitir spik. Hinir brostu en trúðu því ekki. — Getum við fengið spikið eða ekki, sagði Björn. — Vertu róglegur kunningi, hefir þú bragðað andarnefjuspik áður? — Nei, en mig langar mikið í það, eg hefi sem sé ekki bragð- að mat í hálfan annan sólarhring sagði Björn. — Haldið þið ykkur verði gott af því, sagði gamall maður, en hinir brostu. — Já, það mýkir í maga, sagði annar, og skelti þá allur hópur- inn upp úr. — Komið heim sagði sá er fyrst talaði, þið skuluð fá eins mikið og þið getið í ykkur látið. — Nei, þakka þér fyrir, við œtlum að hlaða bátinn eins fijótt og við getum, því við þurfum að hafa hraðann á; en eg skyldi þiggja með þökkum ef þið vild- uð sjóða dálítið í nesti handa okkur, sagði Björn. Petta var gert. Kvaneyjingar hlóðu bátinn rengi og spiki og stigu síðari á skip með fulia mali. Heimamenn fylgdu þeim til skips og árnuðu góðrar ferðar og gáfu þeim leiðbeiningar um hvert halda sícyldi. Kvaneyingar undu síðan upp segl og héldu af stað. Þegar þeir voru komnir spölkorn frá landi kallaði gamall Hvalbæingur á eftir þeim: — Pið skuluð ekki éta spikið. — Einmitt það, sagði Björn og glotti, þú heldur víst við sé- um meira en meðal flón. Pér skal ekki verða kápan úr því klæðinu. Peir höfðu góðan byr út fjörð- inn, en samt ekki meiri en svo að þeir gátu siglt með öllu föstu, en þurftu ekki á árum að halda. Pegar þeir höfðu rýmt til í bátn- um, tóku til þeir malanna. Rengið og spikið var hálfvolgt, mjúkt og girnilegt til átu. Þeir tóku nú til snæðings og átu með mikilli áfergju eins og þeir hefðu staðið í svelti í marga daga. Pað var hátíðabragur á bátn- um. — Pað bar sjaldan við að þessir menn gœtu etið fylli sfna af spiki og komið heim með hlaðið skip af því. Þessir menn voru fátalaðlr hversdagslega, en nú voru þeir ofsakátir og sítal- andi. Hvalbæingar höfðu gefið þeim tvær flöskur af brennivíni í kaupbæti og þær gengu á milli þangað til þær voru orðnar tómar Björn stýrði en Zebedeus skar í bita fyrir hann. — Ertu ekki orðinn saddur, Björn? — Nei, enn þá er að minsta kosti vælindað tómt. — Geturðu ekki hægt dálítið á þér, eg get ekki stungið nokkr- um bita upp í mig, þú gleypir alt í þig. T I L MINNIS; Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrif.it. í brunastöð opín v. ri 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd.87s siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn tii við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10'-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 17,-27, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskriístofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartúni 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tanrtlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á ir.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5-6. Stýrðu, eg skal bita. Og éttu nú alt hvað þú getur, því við fáum annað að gera þegar við komum út úr firðinum — hafðu gát á bátnum, þú getur víst notað augun þó þú hreyfir kjálkana. Báturinn þaut út fjörðinn. Frh. Drifakkeri. £g þakka hr. Porst. Finnbogasyni fyrir það, sem hanti skriíar í Vísi um »drifakkeriðc, og vildi gjarna mega taka í höndina á honum, sem þeim fyrsta manni, sem hefir athugað það, sem eg ritaði um þetta björg- unartæki. Sömuleiðis þakka eg hon- um fyrir orðið d r i f a k k e r i, því rnér hefir ávalt þótt orðið rekdufl Ijótt og að mér hafi þótt það, sann- ar mér bezt, að eg hefi gleymt hvern- ig eg fékk það orð, og satt að segja Iangaði rnig til að hafa orðið drif- alckeri, en hélt það væri ofdönsku- legt = Drivanker, og ætlaði mér að fara að verða fínn. Eg er sam- dóma hr. Þ, Finnbogasyni um það, að um nafnið ber ekki aö stæla, en svo við tölum eins og bræður, þá er drifakkeri jafn vitlaust og hitt, og Englendingar eru vitlaus- astir, þar sem þeir kalla það sjó- akkeri = sea anchor, Með akkeri meinum við hlut, sem sekkur og heldur skipi föstu, með því að krækj- ast í botninn. Þessi hlutur hefir ekki ávalt sama lag t. d. stjóri, dreki o. s. frv. eru ekki sama og akkeri. Englendingar eru raunar betur stadd- ir með sína vitleysu en við og dansk- urinn, því ti! aðgreiningar á sínu sea anchor = sjóakkeri, getur hann ef svo ber undir notað orðið m u d- h o o k =« leðjukrækja um akkeri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.