Vísir - 02.04.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 02.04.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Aigreiösla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama staö, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viötals frá H. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Sauœastofan á Laugavegi 24 V e r z 1 u n i n og ófriðurinn. —:o:— 9 Bretar og bandamenn þeirra hafa nýlega komið sér saman um að hefta alla aöflutninga á nauðsynja- vörum til Þýzkalands. Og svo virð- ist sem þeir ætli sér framvegis að beita aðallega því vopninu gegn ó- vinum sínum, að svelta þá. Um allan heim eru menn altaf að sannfærast um það betur og betur, að ófriðurinn verði ekki til lykta leiddur á þann hátf, að ann- ar hvor ófriðaraöili vinni sigur á vígvellinum. Hin grimmu áhlaup Þjóðverja á Verdun og árangur þeirra, benda líka ótvírælt í þá ált. Engar líkur þykja til þess, að Þjóð- verjar geti unnið bng á óvinum sínum á vesturvígstöðvunum. Og þó aö Bretar og bandamenn þeirra. láti í veðri vaka, að þeir muni fá unnið sigur á Þjóðverjum á þeim slóðum, þá mun trú annara á það nauðalítil. Aflsmunurinn, sem þeir þyrftu að hafa, yröi að vera svo gífurlegur og þol hersveitanna nær yfirnáttúrlegt, er þær dag eftir dag verða að brjótast gegn hinni drep- andi sprengikúlnahríð. — Enda er svo sagt að yfirhershöfðingi banda- manna fylgi þeirri reglu að hlífa her sínum sem mest. Ef bandamenn hefðu trú á því að þeir gætu yfirunnið Þjóðverja með vopnum, þá væru í sjálfu sér ástæðulausar ráðstafanir þær, sem þeir eru að gera til að hindra alia matvælaaðflutninga til þeirra. Ráð- stafanir þessar geta orðið þeim sjálf- um hættulegar, vegna þess hve mjög þær hefta frjáls viðskifti hlut- lausra þjóöa. Fyrst og fremst skapa þær óvild eöa hatur til þeirra meðal þjóða, sem ef til vill hafa verið þeim vinveittar áður, en geta líka orðið til þess að gera þeim sjálf- um erfiðara fyrir með aðflutninga, t. d. Rússum. — Og hugsanlegt væri aö einhver ríki gætu orðið til þess að ganga í bandalag við þjóð- verja vegna þessara ráðstafana, t. d. Svíar og Hollendingar. Því að þó að menn hafi álitið Þýzkaland vera upphaf alls íls og óskað þess heitt og innilega að það yrði að lúta í lægra haldi, þá er mönnum nú svo fariö að þeir vilja ógjarna að ósig- ur þess komi tilfinnanlega fram við buddu þeirra sjáifra. — Og þó að allir menn viðurkenni, að verðið á matvælum sé óeðlilega hátt og geti ekki stafaö af neinu öðru en neyð annara, þá vilja þeir þó fá að græða á neyðinni í næði, svo ár- um skiftir, og fordæma það fram- ferði Breta og bandamanna þeirra, að reyna að leiða ófriðinn til Iykta á þennan hátt. — Og er þó ilt að skera úr þvf hvert vopnið er verst eða þrælslegasí. Frh. Sagan um Stóra-Björn og andarnefjuspikið Eftir J. F. Rönne. Smámsaman dróg úr kætinni. Þeir þurkuðu af hnífunum á bux- unum sínurri og stungu þeim í skeiðarnar og gengu frá nestinu. Síðan lögðu þeir sig á þófturnar saddir og ánægðir, kveiktu í píp- unum og þyrluðu reyknum út í loftið. Þeir þögnúðu að lökum og horfðu þegjandi á strauminn við skipshliðina eða á skýjabólstr- ana. Engum fanst ómaksvert að minnast á það að brátt mundi breytast veður í lofti. Boði var í fjarðarmynninu hjá Tjörunesi. Björn var nú aftur tekinn við stjórn. /Hann sá boð- ann og vissi að hann átti að vara við honum, en nenti því ekki. Hann lyfti upp höndinni lítið eitt eins og hann ætlaði að benda á boðann, en hún hné niður á miðri leið. Zebedeus hafði brugðið klónni undir bit- ann og hélt í endann. Honum fanst sér vera ómögulegt að losa um hana. Báturinn brunaði áfram en skvampið við skipshliðina . ætlaði að svæfa skipshöfnina. Alt í einu hallaði Þrándur litli sér út yfir borðstokkinn og hall- aðist þá skipið snöggiega. Hinum heyrðist hann kveinka sér og selja upp góða matnum. Þránd- ur ieit upp litlu síðar og bjóst við þvr að félagar sínir mundu hœðast að sér. En þá sá hann að þeir höfðu ekki litið við hvað þá meirá. Honum Varð hug hægra við þetta og síðan rendi hann sér niður í bátinn. — Eitthvað rumdi þó í Birni. Þeir voru nú komnij undir Tjörunes. Björn hleypti skipinu alt í einu upp í vindinn! Zebe- deus œtlaði að þrífa klóna en við það kom velta á bátinn svo inn féll sjór og stóð gusan upp í miðjan reiðann. Sjórinn vakti hásetana og hresti þá. Björn kallaði til þeirra og bað þá að fella seglin. Þeir hlýddu því og feldu seglin á svipstundu, en Þrándur litli skreið upp úr kjalsoginu. Þá komu þrjú ólög og síðan slétti sjóinn — og þeir fóru að ausa, — Minni segl, hrópaði Björn, leggið út tvær árar meðan verið er að rifa. Þeir feldu aftur seglið og lögðu út árarnar steinþegjandi. — Zebedeus stýrðu litla stund’ eg þarf að fara fram á. Zebedeus stóð upp og mjakaði sér aftur í skutinn til stýrisins. [ — Flýttu þér, asninn þinn, ‘ mér liggur á. Björn þreif í öxl- ' ina á honum óg stiklaði fram ] ettir þóftunum. Zebedeus sat við stýrið. Hann var slitmáttlaus svo báturinn hljóp upp í vindinn og sjórinn gekk yfir hnífilinn. Björn tautaði eitt- hvað ófagurt fram á, Zebedeus heyrði það og þóttist vita að Björn héldi að hann væri að erta sig. En hann gat ekki að því gert. Hann var ákaflega mátt- laus og lasinn. Skyldi satt að segja ekki í því að hann gamall sjómaður skyldi fá sjóveiki. Frh. Hitt og þetta. Þegar Kjelland heyrði hvatinn jarma. Saga þessi er í norsku blaði höfð eftir manni einum úr Kvits- ey. sem sjálfur segist hafa verið viðstaddur. Einu sinni datt Alexander Kjel- land í hug, að gaman væri að sjá síldartorfu, og fór þess vegna á vorvertíðinni út í Kvitseyju og fékk að fara þar út á miðin á síldarbát einum. Skipshöfnin á bátnum var að vísu hneyksluð á því, að maður úr sjálfri síldarborginni (Stav- anger) skyldi aldrei hafa séð síldartorfu, en þeir sögðu ekkert. það leið nú ekki á löngu áður en skáldið sá torfuna með eigin T I L M 1 N N I S: Baðhúsið opið v, d. 8-8, Id.kv. til li Borgarst.skrifát. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd. 81/, siöd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið ll/t-2‘/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sutind. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsöknartími 12-1 Þjóömenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á tr.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféltirðir kl. 10—2 og 5—6. Brjóstsykurinn og sœtindin hans Blöndahls, áreiðanlegal Ijúfengust og best. Sjálfs sín vegna heimta allir sœtindavinir af kaupmanni sinum brjóstsykur úr verksmiðjunni í Lækjargötu 6 Pvík. ■ x Menthol best gegn m 11111 (r °£ brjóstkvefi MUillU- No. 77 (brendur), hinn þjóðarfrœgi. augum og hann horfði- á hana án þess segja eitt einasta orð. En svo kom hvalur upp þar rétt hjá. Hann hringaði hrygg- ! inn og þeytti vatnsgusu hátt í loft upp. „Hvað er nú þetta?“ sagði skáldið, „er hvalurinn kringlótt- ur ?“ „Nei, — hann er afiangur", sagði einn sjómaðurinn og setti upp mesta alvörusvip. Skömmu síðar kom hvalurinn upp aftur og opnaði ginið. I bátnum var strákæringi einn 16 ára gamall, sem greip tækifærið og jarmaði eins og kind rétt í því að hval- urinn opnaði ginið. þá leit Kjelland óttaslegin í kringum sig og spurði með óstyrkum málrómi: „Jarmar hann líka“. „Já, ójá,“ sögðu sjómennirnir, „það gerir hann“. „því hefði eg aldrei trúað“, sagði skáldið og bað þá að róa í land með sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.