Vísir - 03.04.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 03.04.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g r e i ö s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstrætii Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá UL 3-4. Simi 400.— P. O. Box 367. 0&\^ast \ 'bæxumv Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.SiIki. Slifsi o.fl SamnastofaD á Laugavegi 24 V e r z I u n i n og ófriðurinn. —:o:— NI. Meö þvi aö binda innflutning salts óg kola hingað til lands því skilyrði, að engin matvæli verði flutt héðan til Norðurlanda og Hol- lands og leggja vlð háar sektir (tvö- falt hæsta verö útfluttu vörunnar), ætla Bretar sér að koma í veg fyrir það, að Þjóövei jar fái héðan nokk- ur matvæli. Og vafaiaust má telja að þeir hefti einnig útflutning ann- ara afurða vorra, sem Þjóðverjum geta að gagni komið, svo sem lýsis og ullar. Það er ekki auðvelt að segja hver áhrif þetta getur haft á salt- fisksmarkaðinn. Aðal-fiskmarkaður okkar hefir verið á Spáni og Ítaííu og ætti þetta því ekki að hafa veru- leg áhrif á hann. Síldin hefir nær öll verið flutt til Norðurlanda og hefir vafalaust mikið af henni farið til þýzkalands síðastliðið ár. En Rússar nota einnig mikið af síld og væntanlega verða einhver ráð höfð til þess að koma henni til þeirra, þó að hún verði ekki flutt til Norðurlanda ; yrði þá líklega að fiytja hana til Hvítahafsins, og ef svo yrði, er óvíst að hún falli mik- ið í verði. Enda altaf möguleikar til að koma vörunni til Þýzkalands þaðan, þó að í forboði sé. Annað er það líka sem gæti hjálpað síldar- markaðinum við. Um eða yfir */s hlutar þeirrar síidar, sem veidd er hér við Iand, er veidd af Norðmönnum. Útflutn- ingur á þeirri síld verður að sjálf- sðgðu bundinn sömu skilyrðum og við verðum að sæta. En ef Norð- menn fá ekki að flytja síldina heim til sín, er líklegt að þeir minki síldarútveginn að miklum mun, ef þeir þá sjá sér annað fært en aö Jictta honum alveg. Og færi svo, eru líkurnar til þess að síld Iækki nokkuð verulega í verði ekki mjög miklar, Verstur verður markaðurinn fyrir kjötið og ullina — samanborið við það sem bændur fengu í fyrra. Um kjötið má þó gera ráð fyrir að fást kunni samningar, vegna þess að það hefir mest verið notað á Norðurlöndum. Bretar og banda- menn þeirra þurfa að kaupa kjöt og hafa keypt mikið af kjöti frá Norð- urlöndum, en myndu nú fá miklu minna, ef íslenzka ketið kæmi ekki í staðinn. Þá væri og reynandi að senda kjötið kælt til Englands og getur vel verið að sæmilegur mark- aður fáist fyrir það þar, ef innflutn- ingur af nýju kjöti verður minni þangað annarssfaðar frá en verið hefir. Loks ber þess að gæta, að ef bandamönnum tekst aö stöðva að- flutninga alla til Þýzkalands, þá get- ur það ástand ekki varað lengi. Ó- friðurinn getur ekki orðið langvinn- ur úr því. En mörgum kann að þykja hitt líklegra, að það takist ekki. Og þó að þeir fái hvorki ull né matvæli frá okkur, þá fá þeir þær vörur annarsstaðar frá og ætti því eftirspurnin eftir okkar vörum að verða því meiri annarsstaðar — og því ólíklegt að verð hennar falli svo nokkru nemi. Eftir því sem lengra líður á ófriðinn verður öll fram- leiðsla örðugri. Ófriðarþjóðirnar taka fleiri og fleiri menn til hern- aðarins og framleiða minna af nauð- synjavörum. Verð nauðsynjavör- unnar æíti því altaf að fara stígandi og hefir líka gert það. Það er því óhugsandi að matvæli geti alt í einu fallið í verði í heim- inum meðan ástandið ekki breytist að öðru Ieyti. Sagan um Stóra-Björn og andarnefjuspikið EftJr J. F. Rönne. Björn kom nú aftur til stýris ins og var bálreiður af því að hafa fengið slíkar bakslettur. — Zebedeus bar hönd fyrir höfuð sér; en gat ekki sagt einasta orð. Björn lét hendina síga, leit á hann og mælti: Ertu veikur. Zebedeus ■ hristi höfuðið og skreið eftir þóft- unum fram í stafn. Rasmus hélt í klóna og nú þurfti að neyta allrar orku, því hvast var orðið. Kemur Zebe- deus ekki bráðum aftur? Kemur Zebedeus ekki bráðum aftur? kallaði hann hærra og hærra en enginn varð til að hjálpa honum. Hann þrútnaði í framan og beit á vörina. — Zebi — Zebi, flýttu þér. Zebedeus kom aftur eftir hálf- girtur og Rasmus þaut fram á. Þeir voru þar nú fjórir á víxl. Björn blótaði og ragnaði, en þeg- ar minst varði þurfti hann sjálf- ur að fara fram á. Það var bæði hörmulegt og brjóstumkennanlegt að sjá háset- ana. Þeir voru sífelt að selja upp og gátu naumast komið því út fyrir borðstokkinn. Altaf hvesti meir og meir. Nú þurfti hver maður að vera á sín- um stað og gæta skyldu sinnar. Björn var farinn að örvænta um að þeir mundu ná landi. Hann sat þegjandi nokkra stund og hleypti brúnum. Síðan lét hann skipið falla undan vindi svo hásetarnir skyldu heyra bet- ur til sín, brýndi raustina og . mælti: — Þetta stoðar ekki, piltar, sérhver ykkar verður að vera á sínum stað. Ekkert þvaður! — Hann reiddi upp hnefann. — Œ, Œ, sagði Rasmus og stundi. Haltu þér saman, Rasmus, vertu kyrr á þínum stað og gáðu að því sem þú átt að gera. Strengdu á klónni Zebi. Nú komst aftur skriður á skip- ið. Það var farið að skyggja og Björn var að hugsa um að hleypa inn í næsta fjörð. Hann reiknaði út hvenær hann kæmist þangað og hve lengi hann hefði fallið með sér. Zebedeus sat beint á móti hon- um og hafði brugðið klónni um hönd sér, hann ók sér fram og aftur á þóftunni og stundi. Sittu kyrr Zebi, hvern fjand- ann ertu að muldra. Zebi tautaði eitthvað um ó- þverra. -Björn hnyklaði brýrnar. Alt í einu glaðnaði yfir honum, það var auðséð að honum hafði hugkvæmst eitthvert ráð. Stýrðu Zebi, taktu viö klónni Rasmus. Þeir hlýddu báðir og brostu. Björn kipti sjóklœðunum undan þóftunni. Síðan fór hann úr brók- um og sokkum, vafði þeim sam- an og stakk þeim undir þóftuna og fór í skinnbuxurnar. Sjáið þið til, pihar, farið að eins og eg og verið svo kyrrir á ykkar stað. Frh. T I L MINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8. ld.kv. til 11 Borgarst.skriút. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Nátturugripasafnið opið Þ/,-21/, síðd, Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriöjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-,vnef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3, Augnlækningar í Lækjargötu 2 á rr.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Hitt og þetta. Illa launaður greiðí, Daginn sem brann í Bergen, kom þangað landshornamaður frá Álasundi. Hann sagði svo trá sjálfur, að hann hefði hjálp- að til að koma undan munum þegar brann í Álasundi um árið. Og í Bergen tók hann þegar til starfa og tók nokkra muni í búð einni og stakk á sig. En lög- reglan vísaði honum þá til lög- reglustöðvarinnar og þar hafðist hann við um hríð, en var þó slept út aftur. Nokkrum dögum síðar tók hann til að selja fisk á torg- inu. Fisksalinn hafði skroppið snöggvast frá. — Flækingurinn seldi ódýrt og fiskurinn flaug út, nema einn gamall upsi, sem eng- inn vildi líta við. Hann lét pen- ingana í vasa sinn og labbaði glaður í bragði út þýzkubryggju. En í því kom fisksalinn, náði í hann og leiddi hann fyrir lög- regluna. — En nianngarmurinn þóttist ekkert ílt hafa gert. þess- ir smámunir sem hann tók úr búðinni, sagði hann að hefðu brunnið ella, og fiskinn seldi hann bara af greiðvikni við fisk- salann. Hann hefði bara ætlað að fá sér kaffisopa áður en hann færði honum andvirðið. — En dómararnir komust að þeirri niðurstöðu, að þessi greiðvikni hans heyrði undir 257. grein hegningarlaganna og dæmdu honum eins árs fangelsi í laun. — það var illa launaður greiði. í&es^ aB au^. \ *XKs\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.