Vísir


Vísir - 04.04.1916, Qupperneq 2

Vísir - 04.04.1916, Qupperneq 2
VÍSlft VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá B. 3-4. Sími 400.- P. O. Box 367. O&^fast \ fcætvum Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl SaumastofaD á Laugavegi 24 Drifakkeri. Fáeinar athugasemdir við greiti hr. Sveinbjarnar Egilssonar. t»ar sem við hr. Sveinbjörn Eigilsson erum sammála um höf- uðatriði þessa máls, þörf og nyt- semi drifakkeris, er eigi um neitt rifrildi eða stælur að ræða, enda -var sú meining fjarri mér er eg ritaði grein mína, heldur af þeim hvötum að eg varð þess var hjá nokkrum lesendum Vísis að þeir misskildu greinina, vegna nafns- ins, rekdufi, og gat því bú- ist við að svo gæti verið um fleiri. Eg vildi, með þessum línum mega í mesta bróðerni, gera of- urlitlar athugasemdir við síðari grein hr- Sveinbjarnar um drif- akkeri. Pað ætti ekki að vera málefninu til hnekkis, því oft er því málefni frekar gaumur gef- inn sem tveir eða fleiri tala eða rita um, sem ekki eru að öllu leyti á sömu skoðun. Hr. S. Eigilsson telur d r i f - a k k e r i jafn vitlaust í sjálfu sér og rekdufl, og hefir þótt það of skylt dönsku. Hvoru- tveggja getur verið rétt málfræð- islega, eg er ekki fær að dæma um það. en í meðvitund manna er eg viss um að orðið drifakk- eri liggur nær notkunar vegna, þó venjulega sé meint með akk- eri, út af fyrir sig, botnkrókur á festum skipa, en þar sem hr. S. E. viðurkennir á öðrum stað að alt það er rent sé í sjó frá stafni skipa til þess að halda þeim upp í vind og öldu, sé í raun og veru drifakkeri, þá finst mér rétt- mætt að nefna það áhald því nafni, sem sérstaklega er til þess «tlað. Hvað það snertir að orð- ið sé svo skylt danska orðlnu D r i v a n k e r læt eg nægja að benda á hvað orðið d r i f er al- gengt í ýmsum samböndum í málinu t. d. sædrif, drifhvass, o. fl. svo fáum mundi það ásteyt- ingarsteinn í þessu sambandi. Svo er þess að gæta hvað orðið rekdufl snertir að til er björgunartæki er í raun og veru á það nafn á íslenska tungu, þó það sé lítt þekt, það er björg- unardufl sem ætlast er til að geti geymt í sér fleirri eða færri menn eftir stærð, svo í þeim sé hægt að bjargast á floti um lengri tíma. Eg efast ekki um að hr. Sveinbjörn kannist við þetta áhald, og finni að nafnið á þar vel við. Eins og eg gat um í grein minni hefi eg ekki, því miður, séð greinina í »Ægir« og bið því afsökunar á hafi hr. S. E. þótt eg gera of lítið úr tilraun- um hans til þess að gera fsl. sjómönnum ljósa nytsemi þessa áhalds, og auðvitað veit eg það vel, að það er ekki bein skylda hans að gera meira eða minna í þessu efni. En samt sem áður tel eg það óbeina skyldu hvers manns er hefir frekari þekkingu og reynslu í einu eða öðru, sem eg veit að hr. Sveinbjörn Egils- son hefir mörgum fremur í því er að sjómensku lýtur, að gera sitt til að vekja menn af mók- inu, sem hamlar alt of mörgu hjá oss íslendingum, og á það sér ekki síst stað með útbúnað smærri skipa. — Hvað ætli það séu margir, eða á mörgum brim- veiðistöðum að notaðir séu báru- fleygar? (ílát með olíu eða ann- ari fljótandi feiti til þess að Iægja brotsjói í brimlendingu) og er þess þó þörf. — Eg hefi fyrir nokkru síðan róið í brimveiði- stöð, já, fleiri en einni og varð eg ekki var við að þeir væru notaðir, eg sá þá þó hjá sumum geymda heima í skemmu. Betur að sama kæruleysið yrði ekki þessu tœki að grandi, eða þá hirðuleysi, að pokinn, ef það lag- ið yrði notað, væri böglaður sam- an og látinn fúna! Með hinu laginu helst það útbreytt af sjálfs- dáðum. Að eg tók til 30 faðma kaðal var ekki af því að eg vissi ekki að ekki er ætíð þörf á að nota sömu lengd, en fyrir opna róðr- arbáta er hér ganga að veiðum mundi það oftast verða nóg lengd, en hitt veit eg að stórir vélabát- ar þurfa lengra í ýmsum tilfell- um, enda er það eins mikið undir sjávarlagi og veðri komið, eins og báts-stærð, hvað langa festi þarf. En þörf þessa björgunartækis eykst ár frá ári, eftir því hvað þeim, tiltölulega smáu, bátum fjölgar er fiska fjarri landi, í rúm- sjó. Eg vil að endingu endur- taka orð S. E. að kaðallinn þarf að vera traustur, það mun seint of brýnt fyrir mönnum. þorst. Finnbogason. Týndir ættingjar. Alfons Spánarkonungur hefir gert mikiö til þess aö hjálpa frönskum mönnum til aö fá upplýsingar um ættingja þeirra, sem horfið hafa á vígvellinum. Hafa verið settar á á stofn sérstakar skrifstofur í kon- ungshöllinni í Madrid í þessu skyni, Einkaskrifari konungsins hefir skýrt frönskum blaðamanni frá því, að konungurinn fylgdist sjálfur af mikl- um áhuga með í starfinu, og lesi mörg bréf sjálfur og veröi oft mjög hrærður af þeim. Á skrifstofunni er unnið eftir mjög hagkvæmum reglum. Hvert bréf sem kemur er þegar Iesiö, bók- fært og sendanda tilkynt að það sé komið til skila. Þvínæst eru aliar upplýsingar um hvern einstakling, tafarlaust sendar til sendiherra Spán- verja í Berlín, en hann spyrst fyrir hjá þýzkum stjórnarvöldum. Þegar vissa er fengin fyrir því að einhver týndur maður sé á lífi í Þýzkalandi er sú góöa fregn tafarlaust símuð frá Madrid tit ættingjanna heima á Frakklandi. Það er því engin furða þó að Alfons konungur eigi mikilli lýð- hylli aö fagna í frakklandi, en 120 þús. franskar fjölskyldur hafa Ieitað hjálpar hans í þessum efnum. Og sagt er aö Bretar séu nú einnig farnir að nota sér þessar ágætu skrifstofur hans. Óhætt mun vera aö treysta því, að bæði landsstjórnin og kaupmenn hér geri sitt ýtrasta til þess aö ná samningum við Englendinga um útflutning á afurðum landsins, þó að ekki séu líkur til mikils árang- urs. — Og til þess að bæta kjöt- markaðinn, er ekki vonlaust um að ein leið geti verið fær, sem ekki hefir verið getið um í blöðum. Það eru nú allmörg ár liðin síð- an bannaður var innflutningur á lif- andi sauðfé til Bretlands og lækk- aði kjötverðið þá að mun, enda hefir lítið eða ekkert af kjöti okkar selst á Euglandi síðan. Og litlar líkur T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifat. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið F/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóömenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föshid. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. yaupÆ *\)\$\. Brjóstsykurinn og sœtindin hans Blöndahls, áreiðanlega Ijúfengust og best. Sjálfs sin vegna heimta allir sœtindavinir afkaupmanni sinum brjöstsykur úr verksmiðjunni í Lækjargötu 6 Pvík. Menthol best gegn hœsi og brjóstkvefi No. 77 (brendur), hinn þjóðarfrœgi. J&e&t aS auc^sa \ "0\s\ eru til þess að Englendingar fari nú að eta saltkjöt okkar. En ef nú fengjust samningar við þá um aö létt yrði af innflutn- ingsbanninu á lifandi sauðfé, þá mundi það geta orðið til þess að halda verðinu uppi. Gg ef ekki verður leyft að flytja héðan kjöt til Norðurlanda, eru miklar líkur til þess að Bretar fái þaðan mun minna af nýju kjöti en ella, svo að allt mælir með því, að þeir veröi liðlegir í samningum. Fryst eöa kælt kjöt fá þeir að vísu í ríkum mæli frá Ástralíu, en enginn efi er á því að íslenzkt kjöt mundi ná töluvert hærra veröi, ef það kæmist nýtt á markaðinn. Ástral- íukjötið er svo feitt, að það þykir ekki Ijúffengt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.