Vísir - 04.04.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 04.04.1916, Blaðsíða 4
v í s i r; Flóra fór frá Færeyj. í gær, á leið hingað. Þilskipfn hafa mörg komið inn þessa dag- ana. Ása(Duus) og Sigríður(Th. Th.) hafa aflað um 15 þús. hvor en hin minna, enda hafa veöur verið óstöðug. E/s Olga kom hingaö í gær meö kol til hlutafél. »Kol og Salt«. Engin skil- yrði höfðu verið sett um kolin eins og saltið á dögunum. Bankalóðir. Heyrst hefir að verð lóðarinnar viö Hafnarstræti, sem í ráði er að kaupa handa Landsbankanum muni eiga aö kosta um 110 þúsundir. Hótel Reykjavíkur- og Vöruhúss- lóðin er sögð föl fyrir 100 þús. Haraldur Nfelsson próf. endurtekur fyrirlestur sinn um Kirkjuna og ódauðleikasann- anirnar á morgun, sbr. augl. í bl. Símabllanir eru nú óvenju miklar og bilar aftur jafnóðum og gert er viö. í gær komst á talsímasamband við Akureyri, en það er nú bilað aftur. Við Vestfirði er ekkert talsímasamb. og Eyrarbakka- og Stokkseyrar- sfminn er einnig bilaður. Hitt og þetta. Alt fyrir málefnið. Kvenréttindakona ein í New York, ung og falleg, að nafni Dorothy Newell, hefir vakið á sér athygli mikla fyrir það, hvern- Ig hún vinnur að framgangi kosningaréttar kvenna. Hún hef- ir látið mála með stórum svört- um stöfum, á bert bakið á sér þessi orð : „Votes for women" (Kosningaréttur handa konum). þannlg til fara fer hún á hverju kvöldi í leikhús og á fjölsótta gildaskála í New York og vekur með því ýmist hneyksli eða að- dáun áhorfendanna. Samnefni. í Bandaríkunum eru 30 baeir 6em heita Berlín, 21 Hamborg, 23 París og 13 London. — Af þessu mætti ráða, að þjóðverjar bæru meiri rækt til föðurlands síns en hinir. Kartar og konur. Konur eru töluvert fleiri í heiminum en karlar. í Japan er þó hlutfallið annað, því þar eru karlmenn í hálfrar miljónar meiri hluta. Unglingur óskast í vist 14. maí á fáment heimili. Uppl, á Lindar- götu 7 A niðri. [29 Dreng vantar til að keyra brauð. Laugav. 42. [9 Stúlka óskast til morgunverka, Uppl. á Laugav. 12 (uppi). [17 Stúlka ca. 14 ára, lipur og hrein- leg, óskast á fáment heimili frá 14. maf. A. v. á. [37 Dugleg og þrifin stúika, sem kaun vel matartilbúning, getur fengið góða vist á kaffi og matsöluhúsi frá 14. maí. Hátt kaup í boöi. A.v.á. [54 Telpa um fermingu óskast nú þegar eða 14. maí. Uppl. á Grett- isgötulO. [55 Stúlka óskast í vist 14. maí. Hátt kaup. Uppl. á Laugav. 42. [56 Stúlka sem er vel að sér í skrift og reikningi, óskar eftir búðar eða bakaríisstörfum 14. maí. A. v. á. [57 Fæði fæst í Ingólfsstr. 4. [8 Silfurbrjóstnál tapaöist á sunnu- dagskvöldið á leiðinni frá Nýja Bíó upp á Laufásveg. Finnandi beðinn að skila henni á afgr. Vísis. [58 Budda fundin með peningum. Vitjist til Sigurðar Þorkelssonar Njáls- götu 49 B. [59 Budda meö rúmum 10 kr. tap- aöist á sunnudagskvöldiö í andyri Nýja Bíós. Skilisl á Laugaveg 46 B. [60 Silfurgaffall, merktur, fundinn. — A. v. á. [61 Tapast hefir budda. Skilist á Lindargötu 21. [62 Fundist hefir hálfsaumað tau. Vitj- ist á Nýlendugötu 21. [63 í uppbænum fundinn hnífur í skeiöum. A. v. á. [64 Lanciers-dansæfing verður ekki miðvikudaginn 5. þ. m. Auglýst verður síðar, hvenær næsta dansæfing verður. Stefania A. Guðmundsdóttir. Það tilkynnist hérmeð mönnum þeim er ráðnir eru eða ætla sér að ráðast til Siglufjarðar til S. Goos að forstjóri hans, Blomkvist, kemur hingað næstu daga með e.s. Flóru og geta menn hitt hann hjá mér eða annars- staðar eftir tilvísun strax eftir hingaðkomu skipsins. jsuðmundssoYV' Sími 563. Aðalstræti 8. Nýja Rakara og Hárskurðarstofu með öllu þar tilheyrandi hefi eg opnað á Laugavegi 19. Þetta tilkynnist öllum þeim sem við mig hafa áður skift sem öðrum karlmönnum borgarinnar. Einar Ólafsson. — ■-Wf,! "Jl' ' ■!!!"■! "■"« - '1 ..1 1 Kirkjan og ódauðleika-sannanirnar. k Erindi sitt um þetta efni endurtekur próf. Haraldur Nfelsson í Bárubúð miðvikudaginn 5. apríl kl. 8V2 s£h stundvísl. Aðgöngumiðar fást í Bókaverslun ísafoldar á miðvikudaginn og við innganginn. Tölusett sæti. Verð 50 aurar. SendxB au^sxtv^av ttmatitega. Til leigu stór stofa meö eða án húsgagna móti sól með forstofu- inngangi. Á sama stað getur stúlka fengið leigt herbergi með annari. A. v. á. [13 2 herbergi þarf einhleypur sem næst miöbænum 1. eða 14. maf. Tiiboö með verði sendist afgreiðsl- unni fyrir föstudag. [36 Einhleypur, reglusamur maður, sem hefir fa3ta stöðu hér i bæ, ósk- ar eftir stofu og svefnherbergi frá 14. maí, helzt neðantil í austurbæn- um og móti sól, Fyrirframborgun ef óskað er. Tilboð merkt »222« leggist inn á afgr, Vísis. [42 Herbergi með húsgögnum óskast til 14. mní. Húsaleigan borguð fyrirfram ef óskað er. Uppl. á afgr. Landsins. [44 Herbergi móti sól til leigu frá 14. maí á Norðurstíg 5. Uppl. á sama staö, efstu hæð. [45 Tvö samliggjandi falieg herbergi á bezta stað fyrir einhleypa í bæn- um er til leigu frá 14. maí. A. v. á. [46 Vinnustofa björt og rúmgóð er til leigu frá 14. maí. A. v. á. [47 Stofa til leigu með aðgangi að eldhúsi. A. v. á. [48 Eg óska eftir að fá leigð 2—3 herbergi ásamt eldhúsi og geymslu, má líka vera heil tasía, húsaleigan borguð fyrirfram ef óskaö er. Ingvar E. Einarsson, stýrimaður. Uppl. á Frakkastíg 14. [49 Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiðisiangsjöi og þríhyrnur eruávalt til sölu í Garða- stræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). [1 Morgunkjólar hvergi betri né ó- dýrari en í Doktorshúsinu (Vesturg.) [3 Lítið og gott orgel til sölu. A. v. á. [4 Áburð kaupir Rauðarárbúið. [21 Fermingarkjóll til sölu. Til sýnis í búð Árna Eiríkssonar, Austur- stræti 6. [41 Skyr og smjör fæst í Bankastræti 7. — Einnig nóg mjólk allan dag- inn. [50 Eins og tveggja manna rúmstæði, baöker, servantur, gasvélar, sófi, borð barnavagga, kíkir, regnkápur, kven- stígvél, Ballancelampi (meðgasleiðslu tilh.), koffort, þvottavél, trétaurulla, o. m. fl. með tækifærisverði á Lauga- vegi 22 (steính.) [51 Desenfector ávalt fyrirliggjandi á Rakarastofunni Austurstr. 17. [52 Handtösku (helzt úr leðri] vil eg kaupa strax. Felix Guðmundsson Aðalstræti 8. Sími 563. . [53 Prentsm. Þ. Þ. Clementz — 1916

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.