Vísir - 05.04.1916, Page 2

Vísir - 05.04.1916, Page 2
VÍSIR VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viötals frá U. 3-4, Sími 400,— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Rafmagnsstöð, togarakaup og húsabyggingar. Hvert af þessum þrem nauðsynja- málum á að mefa mest, spyrja menn. — Eins og óhugsandi sé til þess að framkvæma þau öll í einu. Eg sé að Mbl. telur mesta nauð- syn á rafmagnsstöðinni, einkum vegna hafnarinnar. — Mér dylst þaö að vísu ekki, að rafmagn er nauösynlegt bænum til ýmsra fram- kvæmda, en það get eg ekkiséö.að ómögulegt sé án þess að vera vegna hafnarinnar sérstaklega. Eg hefi séð skip ferma og afferma við bryggjur, bæði hér og annarsstaðar án þess aö rafmagn kæmi þar nærri, eða þyrfti þar nærri að koma. Það sé fjarri mér að mæla á móti því, að rafmagnsstöð verði reist hér heldur fyr en seinna. En eg hafði ætlað henni alt annað verk en að kippa úr framkvæmdum bæjarins, og mér finst þaö vera aö misbeita rafmagninu, ef þaö á að nota tii þeBS aö tefja fyrir öðrum nauð- synjamálum. f Vestmanneyjum hefir samtímis verið reist rafmagnsstöð og fengist við hafnarbyggingu. Ætti Reykja- vík þá aö vera ókleíft að byggja nokkrar íbúðir fyrir þurfalinga sína á meðan að verið er að gera áætl- un um kostnaö við byggingu raf- magnsstöövar ? — Því að óhætt mun að treysta því, að í þann undir- búning fari ekki minna en eitt ár. Um togarakaupin ætla eg ekki að ræða að þessu sinni. Eg skil það, að ágreiningur geti verið um það mál, þó eg raunar hafi ekki orðið þess var aö nein veruleg rök hafi verið færð gegn hugmyndinni um togaraútgerð fyrir bæjarfé. En á þessum tímum, þegar nokkur óvissa er um markaðinn fyrir afurðirnar, skil eg að menn geti verið ragir við að ráðast í hana. Og það er eg ekki í neinum efa um, aö húsabyggingarnar eru mest áríöandi. Húsnæðiseklan var til- finnanleg í haust, og það eru ekki miklar líkur til að úr henni rætist í sumar. Ekki sjáanlegt annað en að vandræði standi af þessu í haust. Og um það mál er enginn á- greiningur, eins og þaö liggurfyrir. AUar raddir sem til hefir heyrst, hafa talið það hyggilegt að bærinn bygði hús yfir þurfamenn sína. — Ekki ein einasta rödd hefir andmælt því með nokkrum rökum. Og það er auðvitað, að sá byr sem þetta mál hefir fengiö meöal almennings, stafar ekki af því, að menn vilji bara ólmir að Jbærinn eignist hús, heldur vilja menn að bærinn byggi til þess að bæta úr húsnæðiseklunni og til þess^að hann komi ekki fram sem keppinautur þeirra bæjarbúa, sem þurfa að fá leigt húsnæði. Það er því furðanlegt tiltæki hjá bæjarstjórninni, í stað þess að byggja’ að fara aö braska í því aö kaupa gamalt hús, sem misjafnt orð fer af. — Það má rétt einu gilda hvort bærinn eignast það hús eða hann leigir einhvcr önnur greni handa þurfalingum sínum. Enda er ekki sjáanlegt að önnur ástæða liggi til þeirra húsakaupa en að þau spara fyrirhöfnina við aö fá leigt. — Og öllu greinilegri samkepni er ekki hægt að hugsa sér en,þá, að kaupa húsnæðið ofan af mönnum. En því má hver trúa sem vill og getur, að það þurfi að tefja fyr- ir byggingu rafmagnsstöðvar að bær- inn lætur byggja 1—2 hús. Borgari. Ólafur Friðriksson og „Dagsbrún” Ritstjóri »Dagsbrúnar« hefirsnú- ist við grein minni í »Vísi« 29. og 30. f. m. eins og eg bjóst við og ætlaðist til. Ráðist að mér með persónulegum brigslum, en ekki reynt að bera blak af sjálfum sér um þaö, sem var aðalefni greinar minnar að blaðamenska hans vœri ósœmileg, að þeirri einu tilraunund- antekinni, að hann reynir að snúa sig undan því að ráðist hafi verið að konum botnvörpungaskipstjóranna f. grein »Dagsbrúnar« 4. des. í haust. Þessi neitun ritstjórans er góðra gjalda verö, þó ósönn sé; hún sýn- ir það að ritstjórinn hefir einhverja glætu af hugmynd um að það sé ekki fjarri lagi að skammast sín fyr- ir að ráðast meö lognum brígslum að saklausu kvenfólki. Árásirnar á skipstjórana reynir ritstjórinn ekki að verja, og gat hann ekki tekið betri kost; a ö þ v í 1 e y t i er þetta mál útrætt frá minni hálfu til þess er ritstjórinn fær næsta flog. Brigslyrðum ritstjórans um mig sem privatmann ætla eg ekki að svara á prenti, og verður ritstjórinn að af- saka það. Aftur verð eg að halda því fram, hvað sem ritstjórinn segir um málfræðisþekkingu mína að orð- ið »soöfiski« og »soðfiskur« sé mál- leysa og vitleysa, þori eg óhræddur að bera það undir og sæta dómi þeirra manna, er lært hafa íslenzka málfræði. Ritstjórinn hefir gert sjálfum sér íllan greiða með því að minnast á »Bíóin« og »Apótekin« aftur sem »framleiðslutæki«, sú kenning hans er svo mikil reginheimska, að hún ein ætti að endast honum til hötuð- bana, sem ritstjóra, Einhver tak- mörk verður að setja fyrir glópsku og vanþekkingu blaöamanna. Hitt má miklu fremuj vorkenna honum þó hann viti það ekki að hér á landi er fjöldi vatna, sem margar álftir verpa við hvert, og einnig það að hann skuli ekki reyna að setja kjark í sig til aö játa vanþekkingu sína í þessu efni, þegar honum hefir verið bent á hana, eins og eg geröi, heldur taka hinn kostinn, að reyna að vinda sig frá meö heimskulegum vífilengjum. Nú mun eg litlu auka við þessa ádrepu. En eg ætla þó að spyrja sgnr. Ólaf Friðriksson einnar spurn- ingar: Man hann ekki að eg hafi minst á greinina »Trollstjóradýrkun« við hann, svo hann hafi getað haft hugmynd um hvernig mér hafi geðj- ast hún, áður en grein mín kom i »Vísi«? Muni hann það ekki, þá ætla eg aö minna hann á að í vet- ur fyrir Iöngu síðan, ávítaði eg hann í votta viðurvist fyrir greinina. Gerði eg það af góðum hug, og ætlaðist til þess, að hann Iéti sér segjast. en þegar það brást og hann hélt áfram uppteknum hætti, þá nenti eg ekki að þegja lengur við og iðrar mig þess ckki. . Bæjarstjórnarkosninguna í vetur benti eg á í sambandi við óþverra- austur »Dagsbrúnar« á mann fyrir veittar velgjöröir, sem öldungis ein- stætt dæmi í íslenzkri blaðamensku, og sem á að verða og verðnr til viðvörunar framvegis hverjum þeim blaðamanni, sem einhverja nasasjón vill af því hafa hver sé munur sæmi- legrar og ósæmilegrar blaðamensku. — Afleiöinguna er ekki síður á að benda: greypilegurkosningasigurþess manns, sem verið er að reyna að hafa frá kosningu. Þaö er ílt að málstað verkamanna og alþýðu sé spilt, en þaö er hörmu- legt að málgagn sjálfra þeirra skuii gera það. en þannig fer nú fram, og mun enn frekar, ef Ólafur Frið- riksson og ritsamherjar hans fá að halda áfram þeirri iðju að ata sak- lausa menn öfundarbrigslum í blaöi verkamanna. Árni Árnason (frá Höfðahólum). Sagan um Stóra-Björn Og andarnefjuspikið Eftir J. F. Rönne. Frh. Myrkrið datt á og storminn lægði en þá tók við þoka og rigningarúði með nístingskulda. Björn vissi ekkert hvar þeir voru staddir. Honum sýndist hann sjá fjöll fyrir stafni, en hann hafði ekki hugmynd um hvaða fjöll það voru. Hann lét hleypa rifunum úr seglinu, svo það stóð nokkra stund þó blautt væri, en nú var næstum komið blæjalogn og því varð að fella. Þeir lögðu út árar. Björn sett- ist við formannsárina. En það var aumi róðurinn. Björn varð á víxl að skamma og ógna há- setunum til þess að fá þá til að halda á árunum og hafa áralag- ið. En meira gat hanu ekki á- orkað. Hásetarnir voru slitmátt- lausir og tóku ekkert á, svo að bátnum miðaði sama sam ekkert áfram. Björn var bæði kaldur og máttlaus, en hann kreysti hand- fangið á árinni og beit á jaxlinn. Eg er formaður. Eg er formaður, tautaði hann í sífellu og réri fram og aftur með áratakinu. Hann vaknaði við það að ein árin drógst og annari ár var barið í hana. Björn þaut á fætur. Hvað er að tarna. Hver gerist svo djarfur að sleppa árinni? Enginn svaraði honum. Björn þaut fram eftir þóftun- um og fram í stafn. — Þar lá Þrándur litli — það var árin hans sem drógst. Sestu upp. Þrándur hreyfði sig ekki. Björn laut ofan að honum og þreifaði á andlitinu — það var ískalt. Ætli drengurinn sé dauður, tautaðí hann og tók í öxlina á •honum og setti hann upp. Þránd- ur grét. Þá varð Björn hálfu reið- ari, en hann hafði verið áður, og rak Þrándi á kjaftinn. Þránd- ur stakk höfðinu undir þóftuna. Frh,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.