Vísir - 05.04.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 05.04.1916, Blaðsíða 3
Vjj S I R Lífsábyrgðarfélagið ,C,atexvUa er heiðarlegt, gott og mjög vel stætt félag, og stendur undir eftir- liti stjórnarinnar. Félagið kaupir veðdeildarbréf Landsbankans Drengi vantar til að bera Vísi út um bæinn. Nýja Rakara og Hárskurðarstofu með öllu þar tilheyrandi hefi eg opnað á Laugavegi 19. fyrir alla þá peninga, sem inn til þess borgasf á íslandi og hefir sjálfstæða íslenska læknisskoðun. Tryggið líf yðar í þessu félagi öðrum framar. Aths. Félagið hefir aldrei unnið ólöglega á íslandi, en jafnan fylgt fyrirmælum íslenskra laga. 35 stúlkur vantar enn til síldarverkunar. Beztu kjör boðin. Finnið sem fyrst y. S' *y.atisoti Laugaveg 29. Karlmanna-, unglinga- og drengjaföt mikiö úrval í BANKASTRÆTI 11 (miðbúðinni) Eegnírakkarnir ágætu fást í BANKASTRÆTI 11 (miðbúöinni) Þetta tilkynnist öllum þeim sem við mig hafa áður skift sem öðrum karlmönnum borgarinnar. Einar Ólafsson. Blómsveiga úr Tuja og Blodbögh selur *\3ets^\xxút\ &\xl^oss. Líkkistur. Miklar birgðir fyrirliggjandi. Séð um jarðarfarir ef óskað er. Sími 93. Hverfisg. 40. Helgi Helgason ^VAT R YGG1H G ^EÖQM E N i\^J Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The BriU ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfslason Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutnlngsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Sæ- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aöalumboösmaður fyrir Island Pétur Magnússon yflrdómslögmaöur, rundarstíg 4. G Sími 533 Heima kl. 5—6. Det kgl. octr. Brandassurance Comp Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutimi frá kl. 12-1 og 4-6 e. hj Jón Hallgrímsson. Jón Hallgrlmsson. Talsími 250. N. B. Nlelsen. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. 109 --- Frh. — Það var það bezta, sem þér gátuð gert, sagði Browne. Egskal minnast þess þegar eg geri upp við yöur reikninginn seinna. En herrar mínir, hvað eigum við nú að gera? Nú kom stýrimaðurinn inn í klefann. — Herskipið hefir gefið merki um að það ætli að senda bát um borð, sagði hann og lyfti húfunni um leið. — Gott, sagði Browne, og snéri sér nú aö Máas. — Svo það fór eins og okkur grunaði, sagði hann hægt og ró- lega. Þér hafið verið hér á skip- inu sem svikari. En við treystum yður. Eg get varla trúað þessu, Maas. Eg hélt ekki að nokkur maður gæti fallið svona Iágt. En nú er enginn tími til að tala um það. Hvað eigum við nú að taka til bragðs, herrar mínir? Maas var gerbreyttur frá því að stýrimaðurinn sagði að bátur myndi verða sendur frá herskipinu. Nú stökk hann á fætur og rak upp öskur. Þér spyrjið hvað gera skuli. Það skal eg segja yöur. Þér getið alls ekkert gert. Þér eruð núalveg á mínu valdi. Þið skuluö minnast þess, að eg er sendimaður rúss- nesku stjórnarinnar, og ef þið ætl- ið að gera mér nokkurt mein þá geng eg á hönd foringja herskips- ins, sem þið sjáið þarna úti. Þér sjáið að spilið er tapað og ekki er til neins að veita viðnám Iengur. Nú tók Andrew fram í: Eg skal taka málið til meðferðar, sagði hann. Eg hefi komist í hann krapp- an fyrri. Má eg það, herra Browne? — Hvað ætlið þér að gera? spurði Browne. — Það sýni eg yður bráðum, sagði Andrew. Þér viljið ef til vill aðstoða mig, Foote? — Já, meö ánægju, svaraði hann. — Viljið þér koma með, herra Maas! sagði Andrew nokkuð hrotta- lega. — Nei, það dettur mér ekki í hug, svaraði Maas. — Eg er hræddur um, að þér eigiö ekki annars úrkosti, svaraði Andrew ofur rólega og miðaði nú á hann marghleypunni sem hann var með. — Komið þér nú! skipaöi hann. Svona, standið þér á fætur! Þér skuluð muna eftir því, að nú fáist þér við menn sem berjast fyrir lífi sínu. Þeir heyra varla hvell af skambyssuskoti út á skipið. Maas sá að hann varð að hlýða. Og nú fóru þeir me& hann inn í hans eigið herbergi. Andrew fékk nú Foote byssuna og bað hann að gæta fangans, en sjálfur skauzt hann í burtu. Hann skundaði að lyfjahirzlunni sem fylgdi skipinu. Fimm mínútum síðar kom hann aftur. Hann hafði meöferðis glas meö dökkum vökva. — Guð hjálpi yður! hrópaði Browne. Þér ætlið þó ekki að gefa honum inn eitur? Maas starði á þá óttasleginn. — Gefa honum inn eitur? sagði Andrew kuldalega. Jú, víst ætla eg að gera það. Eg ætla aö gefa honum nógu mikið til þess að hann sofi vært meðan á leitinni stendur og segi ekki neitt. Jæja, herra Maas, nú gleypiö þér þetta! — Nei, hrópaði Maas. Eg skal aldrei gera það! — Við sjáum nú til, sagði Apd- rew, og tók við byssunni af Foote. Yður hættir við að gleyma því, að eg get lagt óþægilegar áherzlur á skipanir mínar! Maas saup hveljur. Hann sá ekkert nema glasið. — Við megum engan tíma missa, sagði Andrew enn fremur. Ef þér ekki hlýöið án allra umsvifa þá skýt eg yður undir eins! r Maas skalf eins og hrísla af ang- ist og kvíða. Hann sá að honum var full alvara. Browne leit út um glnggann og sá að báturinn var lagður af stað frá herskipinu. Eftir fáar mínútur myndi hann koma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.