Vísir - 08.04.1916, Page 2

Vísir - 08.04.1916, Page 2
VISIR A f g r e i ð s I a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr, — Ritstjórinn til viðtals frá kL 3-4. Sími 400,— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svunfur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Frá bæjarstj.fundi 6. apríl. B a n k a 1 ó ö i n. Fasteignanefnd- in hefir haft það mál til meöferðar, en ekkert hefir veriö afráðið um kaupin enn. Skipasmíðastöðin. Swit- zersfélagið hefir leitað fyrir sér eftir lóð undir skipasmíðastöð hjá bæj- arstjórninni, en enginn endi bund- inn á það mál heldur. Útstrikaðar skuldir. Eftir tillögu fjárhagsnefndar var samþ. að strika út ófáanleg bæjargjöld frá síöasta ári að upph. kr. 486,80. Þannig er ástatt um gjöld þessi, aö þau hafa veriö lögð á menn sem ekki hefir spurzt til síðan. E f t i r 1 a u n var samþ. að veita Magnúsi Magnússyni fyrv. sótara, 25 kr. á mánuöi, þetta ár. M j ó 1 k u r - e f t i r I i t i ð var samþ. að fela efnarannsóknastofunni þetta ár fyrir 50 kr. á mánuði. Verður mjólk frá öllum seljendum rannsökuð nákvænúega einu sinni í mánuði og skýrsla gefin heilbr. nefnd mánaðarlega. Rannsóknastof- an tekur að sér allar aðrar mat- vælarannsóknir fyrir bæinn fyrir 10 krónur á mánuði. (Eftiriitið með mjólkursölustöðum veröur eftirsem áöur hiá heilbr.fulltrúa.) Aöra umr. þarf um þetta mál. Fitumagn mjólkur. Til- kynt var að Stjórnarráðið hefði staðfest breytingu á heilbr.samþykt- inni um að fitumagn nýmjóikur skuli ekki minna en 3,25 prct. Heilbrigðis-fulltrúinn hafðí eftir ráðstöfun heilbrigðis- nefndar gengið um bæinn til að rannsaka kjallaraíbúöir í bænum og fengið sér til aðstoðar Hjört Hjart- arson byggingafulltrua. Að Joknu verkinu gaf heilbrigðisfulltrúinn skýrslu um þessar íbúðir og reikn- ing fyrir fyrirhöfn þeirra beggja, að upphæð kr. 120.00. Fjárhagsnefnd taldi sjálfsagt að greiða Hirti 60 krónur, en þótti vafasamt að heil- brigðisfulltrúinn gæti krafist sér- stakrar borgunar fyrir þetta verk og vildi ekki gera tillögu um það, einkum vegna þess, aö skýrslan var svo ófullkomin, að ekki var unt að sjá hvort íbúðir þessar fnllnægðu kröfum heilbrigöissamþyktar eða ekki. — Á fundinum var það aug- lýst, að samkvæmt erindisbréfi sínu á heilbrigðisfulltrúinn að skoða allar íbúðir í bænum og aðgæta að þær fulinægi öllum kröfum heilbrigöis- samþyktarinnar, fyrirskipa lagfær- ingar á því sem umbóta þarf innan ákveðins tíma og líta eftir að það sé gert. Þótti bæjarfulltrúum því yfirleitt sem heilbrigðisfulltrúinn hefði átt að geta sagt heilbrigðis- nefnd til um þaö, þegar er hann var spuröur hvort nokkrar íbúðir væru óviðunandi í bænum, ef hann hefði rækt starfið samkvæmt er- indisbréfinu, og að þessi framfarna skoðun væri skylduverk háns, sem ekki gæti lcomið til mála að hann ætti heimting á borgun fyrir. Að- eins var talið efasamt að hann vær skyldur til að gefa skýrslu um á-' stand íbúðanna. En þar sem skýrsl- an var talin mjög ófullnægjandi varð meiri hluti bæjarsljórnarinnar því mótfallinn að taka reikning heilbrigöisfulltrúans til greina og sumir vildu jafnvel láta hann borga Hirti fyrirhöfu hans. Samþykt var að borga 60 kr. til Hjartar, en felt með 4 gegn 3 atkv. aö taka kröfu heil- brigðisfulitrúans til greina. Bjarnaborgarkaupin voru samþykt með 6 atkv. gegn 2 Ágúst Jósefsson og Jör. Brynjólís- son, Þorv. Þorvarðsson greiddi ekki atkv. (Frá umræðum verður skýrt síðar). Skólabygging. Sigurður Jónsson bar fram þessa tillögu: »Bæjarstjórnin felur skólanefnd að taka til sérstakrar yfirvegunar nauð- syn og möguleika tit þess að byggja á næsta ári nýtt barnaskólahús fyrir bæinn, eða viðbót við núverandi skólahús«. Tillaga þessi var sam- þykt meö 4 : 3 atkv., á móti voru: Benedikt, Hannes Hafliðason og Þorvarður. Leiðangui Shackeltons. Um það leyti sem ófriðurinn mikli hófst, lagði Shackelton heimskautsfari í leiðangur til Suðurpólsins. Ætlaði hann að fara þvert yfir heimsskautið frá Weddell-fióa og koma fram hjá Ross-hafi. Fór hann suður á skútunni Endurance, en annað skip, Aurora var sent suður í Ross-haf til þess að taka á móti honum þar. Aurora slitnaði upp í ofsaroki í vetur. Var skipstjór- inn þá í landi við 10. mann. þeir sem eftir voru á skipinu gátu þó komið því norður úr Ross-hafinu og ætla að halda til Nýja-Sjálands, því nú fer vetur í hönd á Suðurhveli jarðar og þess vegna ekki viðlit að komast inn í Ross-hafiÖ aftur. Fréttir þess- ar sendi Aurora frá sér með loft- skeytum 600 mílur (enskar) fyrir sunnan Nýja-Sjáland. Endurance er ekki enn komin að sunnan og búast menn hálf- gert við að Shackelton hafi ekki lagt upp í fyrrahaust og komi því með skipinu. En hafi hann konist þvert yfir heimsskautið og ofan að Ross-hafinu, þá verð- ur hann að sitja þar til næsta vors ásamt skipverjunum frá Auroru. Mælt er að þeir hafi nægar vistir, því bæði höfðu þeir flutt eitthvað úr skipinu áður en það slitnaði upp og auk þess eru forðabúr þar syðra frá því Scott var á ferðinni. Herþjónustuskylda. Sir Edward Carson, fyrrum ráðherra í samsteypuráðuneytinu breska, hefir verið veikur nokk- urn tíma og ekki getað sótt þingfundi. Nú er hann orðinn svo heill heilsu að hann getur setið á þingi og búast menn við að hann muni gera hríð að stjórn- inni fyrir að hún hafi ekki beitt sér sem skyldi í ófriðnum. Car- son er foringi þess hluta aftur- haldsflokksins, sem vill koma á almennri herþjónustuskyldu á Bretlandi. Margir þingmenn úr frjálslyndaflokknum hafa og mynd- að flokk sér, í því skyni að hvetja stjórnina og þjóðina til þess að leggja fram krafta sína óskifta í ófriðnum. Hefir þessi flokkur fallist á að bezt sé að koma á almennri herþjónustu- skyldu. Er talið líklegt að þessi flokksbrot renni saman, þar sem bæði hafa sömu grundvallarstefnu. Myndast þá öflugur stjórnarand- stæðingaflokkur í þinginu. Frá Saloníki í nýkomnum blöðum frá út- löndum er skýrt frá því að her bandamanna í Saloníki sé nú farinn að sækja fram norður Vardardalinn. Skömmu fyrir síð- ustu mánaðamót gerðu þjóð- verjar árás á borgina á loftskip- TIL M i N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. ti) 1! Borgarst.skrif.st. í hrnnastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samlc, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1, Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Lándsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið l1/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóömenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl, 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á ir.ið- vikud. kl. 2—3, Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. um. Vörpuðu þeir niður um 20 tundurhylkjum, en gerðu lítinn usla að því er bandamenn segja. Ef Verdun heíði fallið Amerískur fjármálamaður, sem nýlega fór um England á leið frá Þýzkalandi, segir, að því er ensk blöð herma, að Þjóöverjar hafi gert sér vonir um að vinna Verdun á einni viku, og átti það að verða síöasla stórorustan af þeirra hálfu. En þegar þeir heföu náð Verdun á sitt vald, hefðu Þjóöverjar ætlað að bjóöa bandamönnum frið með þeim kjörum, að Þjóðverjar sleptu tilkalli til Belgíu og þess hluta Frakklands, sem þeir nú hafa á sínu valdi, en áskilji sér greiddan her- kosnað í peningum. Allar þýzkar nýlendur skyldu bandamenn láta af hendi og mikinn hluta af land- eignum Belgíu í Kongó. Jafnrétti á sjó skyldi trygt af öllum stór- veldum Norðurálfunnar, Ameríku og Japan. Pólland skyldi verða sérstakt konungsríki. Ef bandamenn vildu ekki ganga að þessum skilmálum, ætluðu Þjóð- verjar að kalla öll hlutlaus ríki til vitnis um tilraunir þeirra tit að koma friði á, og síðan halda ó- friðnum áfram, en eftir þaö ætluöu þeir aðeins að verjast, nema á sjón- um. Kafbátahernaðurinn átti að verða hálfu grimmari eftir en áður. Korn frá Rúmenfu Miðríkin hafa nýlega keypt af Rúmenum 100,000 vagna af hveiti og 40,000 af mais. En þjóðverj- ar selja Rúmenum ýmsar iðnað- arvörur í staðinn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.