Vísir - 08.04.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 08.04.1916, Blaðsíða 3
VA SI R Chairman og ViceChair Cigarettur eru bestar, REYN I Ð ÞÆR. Þcer fást í öllum betri verslunum og í heildsölu hjá v T. Bjarnason, Umboðsverslun Templarasundi 3 Sími 351 Hæst verð fyrir tómar SteinoUutunnur gefur L 1 VE RPOOL. 35 stúlkur vantar enn til síidarverkunar. Bezlu kjör boðin. Finnið sem fyrst Laugaveg 29. Tilkynning. Vegna þess að pappír hefir hækkað í verði um rúm80% og þar sem prentarar hafa krafist og fengið 25 % kauphækkun frá 1 apríl og prentun blaðanna þess vegna hækkar að sama skapi, þá sjáum við okkur ekki fært að halda sama auglýsingaverði og áður. Frá í dag höfum við því ákveðið auglýsingaverðið 30 aura fyrir hvern dálkcentimeter, en frá þvf verði verður nokkur afsláttur gefinn eftir samkomulagi og viðskiftamagni. Mánaðargjald blaðanna hækkar frá 1. maí um 5 aura og lausasölu kostar hvert veujulegt blað 4 aura. Reykjavík 8. apríl 1916. Vilh. Finsen, ritstj. Morgunblaðsíns. Jakob Möller, ritstj. Vísis. Drengi vantar til að bera Vísi út u-m bæinn. CALLIE PEKFECTION eru bestu, léttustu, einföldustu og ódýrustu báta- og verksmiðju mótorar sem hingað flytjast. Vanalegar stærðir frá 2—30 hk. Verksmiðjan smíðar einnig utanborðsmótora, 2—2*/» hk. Mótorarnir ciu kntíðir með steinolf settir á stað með bensíni, kveikt með öruggri rafmagnskveikju, sem þolir vatn. Verksmiðjan smíðar einnig Ijósgasmótora Aðalumboðsmaður á íslandi: O. Ellingsen. Prentsm. Þ. Þ. Clementz — 1916 Tr ygð og slægð. Eftir Guy Boothby. 112 Frh. Browne náföinaöi. Til allrar ham- ingju veitti-fyrirliðinn þessu ekki nánari athygli, en hélt áfram upp á þilfarið. Þá rannsakaði hann næst reykingasalinn ogj fór síðan niður í íbúöarherbergin. Þaö eru tvær konur um borð, hérra minn, sagði Browne, þegar þeir komu niður í setustofuna, og einnig sjúki mað- urinn, sem eg lalaði um við yður rétt áðan. Þér viljið ef til vill nota vald ýðar, tii að leita einnig í þeirra herbergjum ? — Herra minn, svaraöi fyrirlið- inn. Eg verö að sjá öll herbergin, eg má ekki skilja neitt eftir. — Það er þá ekki til neins að tala um þaö frekar, sagði Browne, geriö þér svo vel að fylgja mér. Haun fór nú með hann inn f herbergi allra þjónanna, búrið, eld- húsið og baðherbergið, og loks inn í herbergiö þar sem Maas svaf. Browne barði hægt að dyrum. Og augnabliki síðar opnaði Foote dyrn- ar, en lagði fingurinn á varirnar til merkis um, að þeir skyldu ekki hafa hátt. — Uss, hvíslaði hann. Þið meg- ið ekki vekja hann. Ef að hann fær að sofa nógu lengi, þá er hann úr allri hættu. Browne þýddi þetta á frönsku. Og er hann hafði gert það, fóru þeir inn í herbergið og gengu að rúminu. Fyrirliðinn Ieit á Maas, sem svaf vært eins og lítiö barn. Svo leit hann á meðalaglösin, sem stóðu á boröinu. Það var auðsætt, að hann áleit Foote vera skipslækn- irinn og einnig, ° að hann ekki þekti manninn, sem lá í rúminu. — Hvað gengur að honum? spurði hann Browne. — Lungnabólga, svaraði hinn. Við þurfum að komast sem fyrst til Yokohama, til þess að hann verði lagður þar á spítala. Þér hafið víst gengið úr skugga tim, að hann er ekki maðurinn, sem þér leitið að? Fyrirliðinn kinkaði kolli — Jú, algerlega, svaraði hann. Maðurinn, sem við erum aö leita að, er lítill náungi með rautt hár og að minsta kosti þrjátíu árum eldri, en þessi herra. Þeir fóru nú aftur út úr her- berginu og inn í dagstofuna. Þar fundu þeir Katrínu og frú Bern- stcin. Browne sagði þeim í fám orðum frá ástæðunni að komu fyr- irliðans. — Segið þér aö það sé rúss- neskur glæpamaður, sem þér leitiö að? sagði frú Bernstein, því að hún fann að hún varð eitthvað að segja, til þess að fyrirliðinn tæki ekki eftir óttasvipnum á andliti Katrínar. — Já, frú, svaraði fyrirliðinn. Það er mjög hættulegur maður, sem á sínum tíma olli lögreglunni mikilla vandræða. — Og líklega nihilisti? spurði Browne. — Nei sannarlega ekki, svaraði fyrirliðinn. Hann heitir Kleinkopf, og var einu sinni alræmdasti gim- steinaþjófurinn í Evrópu. — Hvað I hrópaði Browne. Hvað eigið þér viö? Oimsteina — Eg veit ekki hverju Browneætl- aði að bæta viö, því rétt f þessum svifum leið yfir frú Bernsiein. Kat- rín hljóp til að hjálpa henni og Browne líka. Þau báru hana að legubekknum og lögðu hana í hann. — Nú sjáið þér, herra mi'nn, hvaða ógæfa hefir hent yður, sagði Browne við rússneska fyrirliðann, sem stóð eins og dauðadæmdur og vissi hvorki upp né niöuríöllu þessu. Þér hafið hrætt hana svo það leið yfir hana. Komið þér nú með mér, eg skal sýna yður það sem eftir er af skipinu, og svo vona eg að þér séuð ánægðir. Þeir leituðu nú í herbergi Kat- rínar, frú Bernstein og Browne og fundu auðvitað engan flótta- mann. Svo fóru þeir aftur upp á þiffarið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.