Vísir - 09.04.1916, Síða 2

Vísir - 09.04.1916, Síða 2
VfSlR VÍSI R Áfgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl, 8- 8 á hverj- uni degi, Inngangur frá Vallarstrælf. Skrifstofa á sama stað, iiing. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtais frá kJ. 3-4. Sírni 400,— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Bjariiaborgar kaupin, Umræður í bæjarstjórninni. Fátækranefndin hafði eins og áður hefir verið skýrt frá lagt til að bærinn keypti húseignina Bjarnaborg fyrir 38 þús. kr. — 10146,50 hvíla á eigninni í veð- deildarlánum, 9 þús. kr. reikn- ingslán í íslandsbanka, og afgang kaupverðsins kr. 18853,50 greið- ast við undirskrift kaupsamnings, en seljandi njóti tekna af eigninni til 1. október og greiði vexti af láninu til þess tíma. Ágúst Jósefsson kvaðst vera mótfaliinn kaupunum — þyrfti að gera miklar breytingar á húsinu til þess að það gæti talist í leigufæru standi og yrði kostnaður mikill við það. Húsið væri of lítlð til þess sem það væri ætlað, bærjnn þyrfti meira húsnæði handa þurfalingum sín- um. Bærinn tapaði á því að ka.upa gamalt hús og ætti miklu fremur að byggja heldur en að taka stórt lán til þessara kaupa. þetta yrði heldur ekki til þess að ráða fram úr húsnæðisleysinu í bænum, bæjarstjórnin yrði að ráða fram úr því, en það yrði ekki gert nema með nýbygging- um. „íbúðatalan eykst ekki þó að bærinn kaupi gamalt skrifli®. — Benti loks á að húsið væri sérstaklega óhentugt til þessara nota vegna eldhættunnar, en gera mætti ráð fyrir að húsið yrði fult af farlama fólki og börnum. Jörundur Brynjólfsson kvaðst hafa verið mótfallinn þessu máli á síðasta fundi. Játaði að það gæti verið erfitt fyrir fátækra- nefnd, að útvega húsnæði handa þeim sem hún ætti að sjá fyrir, henni væri miklu þægilegra að hafa húsið. En það mætti ekki leggja svo mikla áherslu á það, að gera fátækranefndinni hægra fyrir, að bænum væri gerð með því skaði og hneysa. Kvaðst hafa talað við mann sem búið hefði í húsinu, og hefði hann sagt að það væri illa bygt í upphafi og heiði verið haldið illa við. það væri bygt áður en núgildandi byggingarsamþykt hefði veriö til orðin. Bærinn yrði því að kosta miklu til aðgerðar á því. Spurði hvoit iátækranefnd vildi ábyrgj- ast, að hægt yrði að selja það aftur fyrir það verð sem nú ætti að gefa fyrir það, að því við- bættu sem kostað yrði til þess. það væri rétt, að heppilegra væri að leggja fé í hús, en að leigja hús handa þurfalingum, en leitt að menn hefðu ekki séð það fyr. Og mikið æskilegra að byggja ný hús en að kaupa gömul. Verð á byggingarefnum mundi ekki lækka fyrstu 5—10 árin. Farm- gjaldið mundi lækka að stríðinu loknu en verð hækka á efni full- komlega sem því svaraði. Kvaðst hafa komið í Bjarnaborg og séð þar tvær íbúðir; þær væru ekki verri en greni gerðust. Kjallari og háaloft óbrúkandi og mundi kosta 5—6 þús. kr. að gera við. Verðið yrði því ekki 38 heldur 43—44 þús. kr. Kaupin bæta ekki úr húsnæðisleysinu. — Fátækranefnd fær húsaskjól handa sínum mönnum með því að reka aðra út, sem svo ef ti| vill verða að leita til fátækranefndar til að fá húsnæði. Og yrði því hagur fátækránefndar litlu betri eftir en áður. þorv. þorvarðsson: Eg gæti unt fátækranefndinni þess að fá húsið til að fyrra hana vandræðum. En eg er hræddur um að afleiðingin verði sú, að aðrir verði í vandræðum og komi svo til borgarstjóra og segi hon- um að hann verði að útvega sér húsnæði. þeir sem veitlægir eru hér í bænum geta krafist þess, þó að þeir þyggi ekki af sveit. Á síðasta fundi var ráðgert að húsið yrði keypt fyrir 38 þús. kr. og borgarstjóra heimilað að semja um þau kaup. En nú hefir sú breyting orðið á að seljanda er ætlað að njóta leigu af húsinu til hausts, í hálft ár. Hann á að vísu að borga vexti af skuldum sem á húsinu hvíla, en fær strax út- borgaðar 18 þús. kr. og nýtur vaxta af þeim. Húsaleigan er 4000 kr. á ári og fær seljandi því 2000 kr. í vasann umfram það sem ráðgert var. Verður því verð hússins 40 þús. kr. — Eg veit ekki hve mikils virði eignin er, en eg geri ráð fyrir að .hún borgi 10% af þessari upp- hæð. — En svo koma aðgerð- irnar. Efsta loftinu hefir verið lýst hræðilega fyrir mér. Bær- inn getur ekki látið sér sæma að húseignir hans fullnægi ekki kröfum heilbrigðis- og bygginga- samþykta. En gera má ráð fyr- ir að þær aðgcrðir sem til þess þarf, kosti ekki minna en 8 þús. kr.; verðið verður þvi 48 í stað 38 þús. kr. — það er erfitt að skera úr því, hvort ódýrara verð- ur að byggja nú eða seinna, en það er mál þeirra manna, sem þeim hlutum eru kunnugir, að 5—10 ár imtni líða áður en nokk- uð lækkar og á því að bíða þann tíma. — það hefir verið sagt að bærinn eigi ekki að sjá þeim | fyrir húsnæði, sem ekki eru sveit- lægir í honum. En þörf atvinnu- ' rekendanna gerir kröfu til fleira fólks. Mér finst ekki of mikið að ætlast til þess af aðalatvinnu- rekendum bæjarins, að þeir legðu saman í að byggja húsnæði yfir fólkið, sem streymir til bæjarins vegna atvinnureksturs þeirra. — Hvað munar slíka menn um að leggja 10—15% af gróðanum í slíkar byggingar. þeir verða að hugsa um fleira en hirða gróðann. það er ekki nóg, að þeir sem vinna hjá þeim hafi nóg að borða og drekka, þeir verða líka að hafa hús yfir höfuðið. Fátækranefnd segir að húsa- leigan hækki upp úr öllu valdi. En því fremur ætti bærinn að byggja, og byggja svo mikið að það hefði áhrif á húsaleiguna. Ef bærinn kaupir Bjarnaborg, þá álít eg ekki að hann eigi að hugsa um að selja hana aftur, heldur láta húsið „ganga sér til húðar“ og byggja aftur á lóðinni, því að staðurinn verður ágætur í framtíðinni til að býggja á hon- um. — En áður en til atkvæða verður gengið, verð eg að fá að vita, hvað stór lóð fylgir húsinu, hvað það er virt til brunabóta og hve rnörgum eða miklum hluta þurfalinganna er liægt að koma þar fyrir. Leigan sem borguð er fyrir þá er 9000 kr., en hve mik- inn hluta þeirrar upphæðar losn- ar bærinn við að greiða ef hann kaupir Bjarnaborg ? Borgarsjóri: Eg furða mig dálítið á því, að umræður skuli snúast um þetta mál í kvöid eins og raun er áorðin. Ekkert nýtt hefir komið fram í málinu síðan á síðasta fundi. þá var það tekið fram, að þetta yrði ekki til þess að bæta úr hús- næðisleysinu í bænum, en menn komu sér saman um að ekki væri annað ráð betra fyrir hendi en að kaupa. það var tekið fram, að þetta mætti ekki tefja fyrir framkvæmdum á byggingum og talað um að ráðlegt mundi vera að bærinn bygði meira en hann nauðsynlega þyrfti. handa þurfa- lingum, til að hafa hemil á húsa- leigunni í bænum. Eg skil ekki hvers vegna nú þarf að hefja þessar sömu umræður aftur og ætla mér ekki að halda sömu ræðuna nú sem eg hélt þá. — En eg skal aðeins lýsa því yfir að verði fátækranefnd ekki séð fyrir húsnæði fyrir 1. október, þá sé eg ekki fram á að hún geti séð þeim fyrir húsnæði til i vetrarins sem henni ber. Ef I j þetta hús verður ekki keypt, þa ! verður að kaupa önnur hús eða | byggja fyrir þann tíma. Og eg ' sé ekki fram á að hægt verði að byggja, vegna þess að byggingar- efni er algerlega ófáanlegt. Bygt myndi verða úr járni og stein- ! steypu. En járn er svo ófáanlegt, að iandsjóði hefir ekki enn tek- ; ist að fá járn til brúargerða, sem koma atti í nóvember og hefir nú landsverkfræðingurinn farið utan til að reyna að ráða fram ! ° úr því. Heldur ekki hefir tekist að fá járn í vatnsgeyminn sem byggja á á Rauðarárholtinu, Ce- ment er einnig ófáanlegt, hefir ekki verið hægt að fá nein til- boð um að útvega Cement í vatnsgeyminn, vegna þess að það fæst ekki flutt. Eina' vonin að fá Eimskipafélagið fyrir mijjigöngu landsstjórnarinnar til þess að flytja það sem þarf til þess að koma upp vatnsgeyminum svo að bæjarbúar geti verið nokkurn veginn óhultir fyrir eldi. — Vegna þessara erfiðleika sé eg ekki ann- að vænna en að kaupa Bjarnar- borg. Tjáir ekki að tala um það hvað hefði mátt gera á fyrri ár- um. Og þó að takast kynni að ná í byggingarefni, þá yrði það ekki fyr en í júní og því ómögu- legt að húsið yrði nothæft *til íbúðar 1. október. Bærinn gæti ekki látið flytja í húsið hráblautt, það gæti verið skaðlegt heilsu manna. Yfirleitt of snemma flutt í steinsteypuhús. — þó því að bæjarstjórn vilji gera sitt ítrasta til að byggja, þá er það ófram- kvæmanlegt, og verða menn því að hugsa sig vel um áður en þeir hafna þessu tilboði. það vantar mikið á að reikn- ingur þorv. þorv. sé réttur. Hús- ið fæst ekki keypt fyr en l.okt. ög því að eins þá, að 18000 kr. borgist nú þegar. Ef bærinn gæti komist að þeim kjörum, að ekk- I ert þyrfti að borga fyr en 1. okt. þá spöruðust vextir, sem þó næmu ekki meiru en 350 - 500 krónum. þeirri upphæð mætti bæta við kaupverðið. þó má draga þar frá litla upphæð, um 100kr., sem húsaleiga þeirra þurfalinga, sem nú búa í Bjarnaborg, verði hækk- uð um frá 14. maí, ef ekki verð- ur úr kaupum, en annars ekki. Verðið er mjög lágt. Upphaf- lega vildi seijandi fá 39 þús. kr. en var þó loks hægt að þoka verðinu þetta niður. Til bruna- bóta er það virt á 39 þús. kr. en lóðin er eitthvað um 2000 fer- álnir og því 5000 króna virði. Aðgerða þarf töluverða á kjallara, helzt að steypa gólf í hann, laga bakdyratröppurnar, bera ofan [ lóðina, pappaleggja herbergi o. þ. h. Byggingafróðir menn sem skoðað hafa húsið áætla kostn- að við aðgerðir um 4—5 þús. kr. í mesta lagi og ætti sú áætlun að vera ábyggilegri en áætlanir bæj- arfulltrúanna. Húsið stæði þá bænum í 42—43 þús. kr., en nú eru borgaðar rúmar 4 þús. kr. í leigu ettir það, og á að hækka hana upp í 4500...4600 kr. þó aö vextir séu reiknaðir 6% ætti að mega afskrifa 1000 krónur af verði hússins á ári. Liðu þá ekki mörg ár áður en húsið yrði kom- ið niður í svo lágt verð, að hægðarleikur ætti að vera að selja það fyrir bókfært verð. En eins og menn vita, er það tíska hér að selja hús fyrir sama verð eða hærra en gefið hefir verið fyrir það fyrir mörgum árum, án til- lits íil aldurs og íyrningar. En eg er sömu skoðunar og þorv. þorv. um það að bærinn eigi ekki að hugsa um að selja aftur, heldur byggja á lóðinni síðar meir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.