Vísir - 10.04.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 10.04.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400 Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel fsland SfMI 400 6. árg. Mánudaginn lO. aprfl 1916. 100. tbl. Gamla Bfé Fanginn ( kvennabúrinu. Austudenskur sjónleikur í 3 þáttum um hvíta konu sem seld var í kvennabúr indversks höfðingja, Aðgm. koata 10, 25 og 40 au. I SaumasioSa | Vöruhúsins. 1 Karlm. fatnaðir best saumaðir | — Best efni. — Fljótust afgroiösla. Fermlngarkort. Sumarkorf íslenzsk og utlend Lang-fjölbreyttasta úr- valið í bænum er á- reiðanlega í Pappíri & ritfangaverzl. Laugav. 19 Leikfélag Reykjayíkur Miðvikudagskvöld Systurnar frá Kinnarhvoli Æfintýralelkur eftir C. Hauch. Pantaðra aðgöngumiða sé vitjað fy,rir kl. 3 þann dag sem leikiö er, annars verða þeir þegar seldir öörutn. Hérmeð tilkynnist heiðruðum viðskiftavin- um, að eg fer utan með e/s Gull- fossi. í fjarveru minni fást hárnet og hármeðul á heimili mínu, Tjarnar- götú' 5, og þegar eg kem aftur, mun eg hafa nýjar birgðir af ný- tísku hárskrauti og ýmsu öðru og vænti eg þá að viöskiftavinir mínir sýni mér sömu velvild og áður. Rvík 10. apr. 1916. Krlstólína Kragh. Skósmiður. i Skósmiður getur fengið atvinnu strax. — Afgr. vísar á. %%sS að auo^. \ *)3\sv Símskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 9. apríl. Hollenzka ráðuneytið ráðgerlr að kalla til vopna hermenn af næsta árgangi. Þjóðverjar hafa gert áhaup á Termit-hæðina. Skeyti þetta staðfestir fyrri fregnir um að hlutleysi Hollands sé í hættu, þó að fregnir um það hafi verið taldar orðum auknar. það hefir frést, að þjóðverjar hafi liðsamdrátt á landamærum Hol- lands og því er það vafalaust, að Hollendingar ætla að auka her sinn. En hvað veldur þessum viðsjám á milli Hollendinga og þjóð- verja er ókunnugt. — Er ekki ósennilegt að þjóðverjar þykist þurfa að ná yfirráðum yfir strandlengjunni, til að vera frjálsari ferða sinna á sjónum milli þýskalands og Belgíu, eða vegna þess að þeir óttist að bandamenn þröngvi Hollendingum til að ganga í lið við sig og reyna að setja her á land hjá þeim. S S\xU$oss Jet W utn£evu}\cli Bæjaríréttir Afmœli á morgun: Ásbjörg Þorláksdóttir. húsfrú. Guðj. Rögnvaldsson, kenn. Helgi Jónsson, dr. phil. Jðn Þorsteinsson, verzlm. Fermingar- og afmælls- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Arnasyni í Safna- húsinu. Mótorbátar liggja nú margir hér á höfninni og hafa ekkert getað aðhafzt síðasta hálfsmánaðar tíma vegna gæftaleysis. Flóra fór frá Stornoway í gær um há- degi, væntanl. hingað á þriðjudags- kvöld. Eri. mynt Kaupm.höfn 6. aþríl. Sterlingspund kr. 16,12 , 100 frankar — 57,75 100 mðrk — 61,50 Rey kj av ik Bankar Pósthtis Sterl.pd. 16,50 16,40 100 fr. 59,00 59,00 100 mr. 63,00 1 florin 1,52 Doll. 3,65 62,00 1,52 3,75 Nýja Bfó Vðrn Alost. Framúrskarandi góð mynd af hinni hreystilegu vörn Belga, Holger danski. Fallegur sjónleikur, tekinn eftir gömlum dönskum þjððsögum. Tvö aðalhlutverkin leika: Aage Fönss og Gunnar Helsengreen. Nýjasta nýttl Sherloch Holmes tekinn fastur í Nyköbing. Frederik Buck leikur aðalhlutv. Gullfoss á að fara héðan til Austfjarða og útlanda á miðvikudaginn. Ooðafoss fðr frá Leith á laugardaginn. Eldsneytis hafa sumir bæjarbúar aflað sér með því að tína upp kóksmola hjá Gasstöðinni, sem borist hafa borist hafa út með ösku, en nú er þver- tekið fyrir þetta, stöðin hirðir mol- ana sjálf. Póstflutningar. Vandræði eru það á þessum tím- um, hve póstflutningar eru óreglu- legir frá útlöndum. Póstskipin koma venjulega í einni þvögu, 5 eða 6 í einu, en svo líða 2—3 vikur án þess að nokkur póstur komi. — Altaf eru flutningaskip að koma frá útlöndum, en þau flytja engan póst. Veörið í dag: • Vm.loftv.741 sv. kul « 3,9 Rv. " 739 sa. kul .1,8 ff. " 745 na. storm. « -4,1 Ak. " 745 s. gola -4,5 Gr. " 706 na. hvassv. « —6,5 Sf. " 749 na. st.kaldi« —5,5 Þh. " 755 ssa. st.kaldi" 3,3 Landsjóðskolin. Landsstjórnin hefir gefið kaup- félagi verkamanna kost á að kaupa 100 smál. af koluni landsjóðs. — Er þaö vel farið og æskilegt að kostur væri gefinn á fleiri vöruteg- undum. Sæmundur Halldórsson, kaupm. í Stykkishólmi, er stadd- ur hér í bænum. Dómur féll í morgun í yfirrétti í máli, sem Einar J^nsson járnsmiður á Eyr- arbakka hafði höfðað gegn Guð- mundi ísleifssyní fyrir ærumeiðing- ar, þar sem Guðm. bar á Einarað hann hefði kveikt í Ingólfshúsunum, en Einar var slökkviliðsstjóri þar á staönum. Undírréttur dæmdi Gumð. í 150 kr. sekt eða 35 daga einfalt fangelsi, ummælín dauð og ómerk og 30 kr. í málskostnað til Einars. Guðm áfrýjaði til yfirréttar, en þar var dómurinn staðfestur og Guðm. dæmdur í 40 króna málskostnað í viðbót. Vísir IO. janúar keyptur háu verði á afgr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.