Vísir - 10.04.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 10.04.1916, Blaðsíða 2
V f S! R 4» VISI R A f g r e i ð s I a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kf. 3—4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl SauraastofaD á Laugayegi 24 jLand^-varnir Landsbankastj. Sá sem sannar of mikið, sann- ar ekki neitt, og eins er hætt við því að of mikil vörn verði verri en engin vörn. það hefir verið rætt allmikið um lóðastapp Landsbankastjórnar- innar í blöðum, en meira manna á milli. Vísir hefir lítil afskifti haft af því máli önnur en þau, að hann lagði eindregið á móti því að bankinn yrði fluttur upp á Arnarhól. í því n áli tylgdu honum margir menn, sem engin ástæða er til að væna þess, að fjandsamlegir séu bankanum eða bankastjórninni, svo sem margir kaupmenn bæjarins og þar á meðal sumir eigendur „Landsins". En síðan hætt var við þann flutn- ing hefir Vísir ekkert skift sér af málinu, flutt eina aðsenda grein um það, mjög hóværa og skyn- samlega ritaða, og getið þess í bæjarfrétt, nú nýlega, að bankinn ætti völ á tveim lóðum, annari fyrir 100 þús. kr. og hinni fyrir 110 þúsund kr. það skal enn ósagt látið, hve mikið tilefni geti talist til þess að gera þetta lóðamál að blaða- i máli. En áreiðanlegt er það, að meiri ástæða er til þess, en fyrir bankastjórnina til þess að stökkva upp á nef sér út af þessari bæjr arfrétt, sem Vísir flutti. — Og allra síst er unt að sjá ástæðu til þess fyrir „Landið", að ráðast á ritstjóra Vísis með meiðyrðum fyrir þessi afskifti af málinu. — En ef til vill hefir ritstjóri Lands- ins ekki lesið grein þá í Landinu, sem hér um ræðir, eða eski at- hugað að hún gefur tilefni til þriggja meiðyrðamálshöfðana, og ekki víst að hann slyppi við þau öll með sektum. En ef svo er, að hann hafi ekki athugað þetta, þá vill ritstjóri 1 Vísis, sem eldri maður og reynd- ari, vara hann við því, sem raun- ar ætti ekki að þurfa viðvörunar um, að láta meira eða minna geggjaða menn skrifa í blað sitt, án þess að lesa slíkar ritsmíðar yfir, einkum ef höfundurinn þjá- ist af ofsóknaræði. Landið segir eitthvað á þá leið, að Vísir sé látinn flytja ósannar fregnir um þetta lóðamál almenn- ingi til blekkingar og að ritstjóri hans ljái sig til að skýra öðru vísi frá máli þessu en rétt. þetta eru tilhæfulaus ósannindi. Vísir gat þess á dögunum, að lóð sú sem bankastjórnin hafði falað af bæjarstjórninni mundi kosta um 110 þús. kr. en Hótel Reykjavíkur-lóðin 100 þús. þetta er rétt. Og síst er ástæða til fyrir Landið, sem málsvara banka- stjórnarinnar, að fjandskapast út af þessari skýrslu, vegna þess að þess sé ekki getið hvað lóð M. Z. (Hótel Reykjávík) kosti í raun og veru. það vita allir, að Björn banka- stjóri Kristjánsson berst gegn því að Hótel Reykjavíkurlóðin verði keypt, og því mun Landið telja það fjandskap við b a n k a n n, ef þeim kaupum er haldið fram, og ekki fremur en bankastjórinn geta skilið, að annað liggi á bak við en persónulegur fjandskapur við bankastjórann eða blind fylgi- spekt við einhvern annan. — því hvað mikið sem veslings „mate- rialisminn" er svívirtur í blaðinu, þá getur það þó aldrei gert sér grein fyrir því, að menn fylgi málum en ekki mönnum. — En auk þess að Hotel Rvíkur lóðin er á hentugri stað fyrir bankann en hin lóðin, þá er hún í raun og veru miklu ódýrari, því að bankinn gæti selt nokkurn hluta hennar, sem hann ekki þarf á að halda, fyrir 20—30 þúsund krónur, eða bygt á þeim hluta hennar annað hús. í þessari „sak- næmu“ bæjarfrétt Vísis er því sízt gert of mikið úr verðmun- inum. En einkar flónskulegt er að halda því fram að Vísir mæli með kaupum á lóð M. Z. af fylgispekt við ráðherra, því að blaðið hefir haldið þeirri lóð fram frá upp- hafi og áður en nokkur ágrein- ingur reis upp á milli banka- og landsstjórnar um hvar byggja ætti. Að svo stöddu sér Vísir ekki ástæðu til að ræða þetta mál frek- ar. — En ritstjóri hans vill vara Landið og þá sem í það rita við því, að ekki er víst að hann taki því með þögn og þolinmæði, að það lesi yfir honum þriðja meið- yrða-harmagrátinn. — Og einkis ! óskar hann síður en andlegrar | handleiðslu úr þeirri átt. — En verði þeim annars að góðu, sem hennar vilja njóta. * Omannúðleg meðferð Eg álti erindi í hús á Bræðra- borgarstígnum í dag. Á þeim stíg er eins og allir vita, sem um hann hafa farið þessa daga, svo mikil aur- ieöja að ekki er hægt að stíga þar eitt skref án þess að verða ökla- blautur í aurnum. Þegar eg var búinn að afljúka erindi mínu, gekk eg heim á leið. Gekk eg þar fram á tvo menn, sem voru með fjóra vagna með hestum fyrir. Heslarnir voru blautir og forugir upp á miðj- ar síöur og gátu varla dregist áfram fyrir þreytu. Þetla er svo vcnjuleg sjón, að mér hefði líklega ekki dottið í hug að gera það að blaðamáli, hefði ekki einn hesturinn, grár að lit, vakið athygli og meðaumkvun inína. Vagnarnir voru barmafullir af sandi og auðsjáanlega langtuni of þungir fyrir vesalings skepnurn- ar að draga. Gömul kona, sem gekk um veg- inn, vék sér að ökumönnunum og benti þeim á að þeir mættu ekki hafa vagninn svo fullau í slíkri færð. Annar þeirra gerði eigi annað en að glolta og (auta eitthvað um að fólk væri gjarnt á að sletta sér fram í það sem því kæmí eigi við. Hinn sagði: Hvað ætli sá sem á að fá sandinn segi ef að vagnarnir eru ekki hafðir svona fullir*. Hann leyfðí þó hestunum að hvíla sig dálitla stund. — Grái hesturinn var áreiðanlega bráðviljugur og gerði alt sem hann gat, og jafnvel meira, til þess að komast áfram; en hann varð að hætta, eftir að hafa dregið vagninn nokkur skref áfram, en eftir þá áreynslu gekk brjóst hans upp og niður af mæði. Þetta kom fyrir hvað eftir annað, ökumennirnir létu keyrin ríða á honum svo að hann vaið að byrja aftur, en eg mátti ekki bíða og þoldi ekki lengur aö horfa á það. Ökumönnum bæjarins er þessi alburður til stórminkunar, því þó mikið liggi á að komast áfram þá ættu þeir þó að sjá að þeim er langtum betra, hestanna vegna, og líka fljótara að hafa dálítið minna á vagriinum í einu, heldur en að pína vesalingsskepnurnar þangaö til þær næstum hníga niður af þreyiu. Lög vor eru þó ekki, svo bágborin að »þarfasti þjónninn« hafi ekki þann rétt á sér að hægt sé að hegna manntæflum þeim, sem misþyrma honum svo ógurlega. Verði eg sjónarvottur að slíkri meöferð í ann- T ! L MlflKIS; Baðhúsið opið v d. 8-8, Id.kv. tii il Borgarst.skrifjt. í brunastöð opín v. rl 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Wverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alin. samk, sunnd. 8'-/, síðd I.andakotsspít. Sjúkravitj.túni kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjóru til'við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 1 siðd. Póstbúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahæiið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjnd. og föstud. kl. 12- -1. : j Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tanniækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. að sinn, skal hann njóta þessa rétt- ar síns. Rvík 6. apríl 1916, Dýravinur. 0 Sagan um Stóra-Björn Og andarnefjuspikið Eftir J. F. Rönne. ---- Frli. Sýslurríaður settist niður aftur og þegar hann hafði jafnað sig brýndi hann röddina og mœlti: Sjórétturinn er settur — skil- urðu. Þú stendur frammi fýrir valdsrrianni — skilurðu. Hér sérðu sýslumanninn — hefurðu skilið mig. j Björn glápti á einkennishúfuna í sem sýslumaður benti á, loks tók hann ofan! ' Sýslumaður kinkaði koili. Eruð þið lifandi? Já, eg er lifandi, sagði Björn. Sýslumaður gretti sig. Hvað heitir þú? Björn. Hvað meira? Stóri-Björn. Eg á við föðurnafnið. Björnsson. Björn Björnsson — hvaðan? Náttúrlega frá Kvaney. Hvað er að tarna, frá Kvaney. Hvernig hafið þið fengið kóleru í Kvaney? Hvað þá? sagði Björn. Kólera — næmur sjúkdómur. Næmur sjúkdómur — hefi eg rtæman sjúkdóm ? Björn horði niður eftir sér og var auðsjáan- lega hræddur. Já, víst hefurðu næman sjúk- dóm. En hvernig í ósköpunum hefir hann borist til Kvaneyjar?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.