Vísir - 10.04.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 10.04.1916, Blaðsíða 4
VfSlR 35 stúlkur vantar enn til síldarverkunar. Beztu kjör boðin. Finnið sem fyrst Laugaveg 29. Drengi vantar til að bera Vísi út um bæinn. Hitt og þetta Giftingaraldur. í ýmsum löndum er giftingarald- urinn talinn mjög mismunandi. í Ástralíu má karlmaðurinn kvongast 14 ára gamall, í Þýzkalandi verður hann aö vera 18 ára, í Frakklandi og Belgíu 16 ára og konan fullrá 15 ára. Á Spáni á brúðguminn að vera fullra 15 ára en brúðurin 12. í Ungverjalandi er kaþólskum Ieyft að giftast 14 og 12 ára, en mót- mælendur verða að vera 18 og 15 ára. Á Grikklandi er giftingaraldur karla 14 og kvenna 11. Hvíldardagur. Svertingjar hafa þann vikudag, sem þeir eru fæddir á, fyrir hvíld- ardag, eins og aðrir sunnudaginn. Undantekning. Nær allir konungbornir menn eru mjög hneigðir fyrir dýraveiðar en undantekning frá þeirri reglu er Rússakeisari. Hann tekur aldrei þátt i veiðiferðum, nema hann sé til- neyddur fyrir kurteisis sakir, en aldrei hleypir hann skoti úr byssu á þeim ferðum, hvað gott tækifæri sem honum býðst til þess. Hrogn í brauð. Þegar kornuppskeran bregst í Rússlandi eru í mörgum héruðum búin til brauð úr fiskhrognum. — Árnar þar eru fullar af fiski. — Hrognin eru þurkuð og möl- uð og gerð úr þeim brauð sem eru bæði næringarmikil og halda sér vel. Draumur. Draumur sá sem hér fer á eftir birtist í Lögbergi fyrir skömmu, Nafns manns þess er dreymdi hann. er ekki getið, en ritstj. Lögbergs segir að hann sé ráðinn, roskinn og gáfaöur maöur, og um það sé ekki að efast, að hann hafi dreymt þetta. Maöurinn segir sjálfur frá; »Nóttina milli 15. og 16. janúar var eg veikur af beinverkjum í öll- um útlimum og íllkynjuðu kvefi, sem hér gekk þá. Eg háttaði kl. hálf tólf og sofnaði um kl. 1, En vaknaöi aftur þegar klukkan sló 2 og vakti úr því til kl. 7. En á meðan eg svaf dreymdi mig eftirfarandi draum. Eg þóttist vera staddur á víðáttu- mikilli sléttu. Þar var saman kom- inn svo mikill mannfjöldi að eg hefi aldrei séö jafn margt fólk í einum hóp saman. Líka sá eg hús sem var miklu stærra um sig á alla kanta og hæð, en eg hefi áður séð. Fólkið stóð alt að austan- verður við húsið. Ekki þótti mér landslagið neitt fallagt. Það voru smá berja brúskar og mér tanst hálf dimt yfir, eins og hálfrökkur væri. Ekki sá eg neinn glugga á húsinu og ekki gat eg séð úr hverju það var bygt. En á austurhliðinni var hvítur blettur, sem tók yfir mikinn part af hliðinni, og var að öllu eitis í laginu sem íslandskort- in, en margfalt stærra en eg hefi þau séð. Eg þóttist standa undan norðaustur horninu á húsinu, fyrir utan mannhringinn. Þá tók eg eftir að maður stóð við kortið. Hann var fremur lágvaxinn, en þrekinn, meö gráhvítt hár og skegg. Hann rétti öllum miða sem til hans komu, sem mér syndist hann taka af kortinu, þó gat eg ekki séð þá á því. Eg sá að sumir urðu mjög glaðir, en sumir fóru að gráta, og sumir urðu reiðir, er þeir tóku við miðanum. Þá sá eg fremur háan mann og mjög þrekinn, hann var í ljósfagurbláum frakka sem gljáði á, og með háan silki pípuhatt á höfðinu, eins og heldri menn nota lieirna. Hann fékk sér miða, en þegar hann tók við honum, þá hoppaði hann upp og barði sig all- an utan, og þá sem næstir voru. Svo vildi hann fleygja miðanum, en gat það ekki, þá reyndi hann að rífa hann í sundur, en gat það ekki heldur. En auðséð var að hann var mjög reiður. Aldrei gat eg séö framan í manninn, en þótt- ist þó kannast við hann eða svip hans. Dyr voru á norðurkanti hússins, og cltaf voru menn að fara þar inn. Viö dyrnar stóð gam- all maður með gráhvítt hár og skegg. Hann var fremur hár og mjög ellilegur. Hann lauk upp fyrir öllum sem að komu, en lét altaf aftur á eftir hverjum, svo hurð- in gekk líkast og þegar óðast er klift með skærum. Mér datt í hug að skjótast inn. En þegar eg kom aö dyrunum spurði dyravörðurinn hvort eg hefði miða, og sagði eg nei. Farðu og fáðu miða, segir hann. Svo fór eg, en mætti þá manni og spurði eg hann hvað hér stæði tiJ. Hann svaraði mér ekki. Þá segi eg: Er hér enginn fslend- ingur ? Hann segir: Þetta eru alt íslendingar. Því gegna þeir mér ekki, segi eg. Þeim er ekki leyft þaö, segir hanu. Svo fór eg að fá miða og fór. til dyra- varðar, sem óðar hleypti mér inn og vísaði mér til sætis á bak við hurð- ina. En mér sýndist þar ekkert rúm fyrir mig og húsið alt troð- fult. Samt settist eg niður, og var i þá vel rúmt um mig. Undir eins og eg kom sá eg manninn með pípuhaltinn rétt fyrir innan mig. Hann stóð þar, en sneri að mér bakinu, eins og fyr. Enga mann- eskju sá eg með höfuðfat utan hann. Hann reyndi að komast lengra inn, en gat það ekki, og ekki settist hann. Frh. t Símon Dalaskáld Berst um vengi’ að bogimi þinn brast, og srengur lífsins; syngur ei lengur svanurinn sætt, um gengi vífsins. Gígjan ljóða glumdi snjöll, glöddust fljóð og halir. — Kváðu óð þinn íslandsfjöll, og þess góðu dalir. Kvæöa-hjali miðlar mest, mær og halir játa. Nú er í valinn Símon sezt, sáran dalir gráta. - '• Kvað hann óð um fögur fljóð, faðmaði jóðin ungu, hans munu ljóðin lista góð, lifa’ á þjóðartungu. Skáldið fjölda af rímum reit, — réöist höldum saga. Oft um kvöld þá sveit við sveit söng á spjöldum Braga.*) * * * * Snjöll um hauður lifa Ijóð, — list er auður, kæril — Honum dauðum þakkar þjóð, þótt hann snauður væri. Jetis Sœmundsson. *) Eitt af Ijóðritum skáldsins. Fæði fæst í Ingólfsstr. 4. [8 Herbergi meö húsgögnum fást leigð frá 1.—14. maí á Bergstaða- stræti 29. [76 Stofa mtð húsgögnum til leigu frá 14. maí í Tjarnargötu 40, hjá Krabbe. [122 Snoturs herbergis, helzt móti sól, óskar einhleypur kvennmaður frá 14. maí. Uppl. í Þvottahúsinu á Skólavörðustíg 12. [123 Frá 14. maí er til leigu eitt sól- ríkt herbergi, á ágætum stað í bæn- um, mjög hentugt fyrir einhleypan kvennmann eða karlmann. A. v. á. [124 Þrjú herbergi ásamt eldhúsi og gtymslu óskast frá 14. maí. Áreið- anleg borgun, Tilboð merkt »25« leggist inn á afgr. Vísis. [126 Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiöisiangsjöl og þríhyrnur eruávalt til sölu í Garða- stræti 4 uppi. (Gengiö upp frá Mjóstræti 4). [1 Komið og skoðið svuntur og morgunkjólana í Doktorshúsinu Vest- urgötu. [68 Morgunkjólar úr góðu vaskataui fást á Vesturgötu 38 niðri. [97 Ferðakista óskast til kaups eða leigu. A. v. á. [131 Ágætt ísl. smjör fæst í Bröttu- götu 3. Sími 517. [133 Stúlku vantar á matsöluhús frá 14. maí. A. v. á. [104

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.