Vísir - 12.04.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 12.04.1916, Blaðsíða 2
VÍSlR Zu # VISIR A f g re i ð s I a blaösins á Hótel Island er opin frá k). 8—8 á hverj- um degi, lnngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kt. 3-S-4. Sími 400,- P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Börn og taffiMs. »Iðjuleysið er rót als íls«. í flestum iöndum er það bann- að með lögum, ?ð veita ung- lingum innan ákveðins aldurs, áfenga drykki á gistihöllum og gildaskálum, aldurstakmarkið er víðast hvar ákveðið 18 ár. Skyldi nokkur maður telja slíkt ákvæði hégóma? Pað er auðskilið, áð það er ekki auðvelt að framfylg|a þessu ákvæði stranglega í stórborgum, eins og t. d. Kaupmannahöfn. Eftirlitið með því að það sé gert er þar afar erfitt. Hér á íslandi álíst nú líklega engin þörf slíkra lagaákvæða, síðan bannlögin gengu í gildi, því að hér má ekki selja áfengi hvorki á gildaskálum né annars- staðar. — En er öllu þar með borgið ? Sennilega kemur oss öllum saman um það, að áfengi sé skað- lfg‘ eitur fyrir óþroskaða ung- linga. En svo virðist sem mönn- um hafi sést yfir það, að lífið á kaffihúsunum, þó að ekki sé neytt þar neinna skaðlegra drykkja, getur eitrað bœði líkama og sál barnanna, sem þangað xænja kom- ur sínar; en börn má vel kalla óþroskaða unglinga innan 18 ára aldurs. Vegna þess að mér er mjög umhugað um alla viðleitni til að vernda uppvaxandi æskulýð fyrir öllum háska, sem honum stafar úr ýmsum áttum, hefir mig tekið það sárt að komast að raun um að veikgeðja unglingum er hér leyft, ekki að eins að sækja kaffi- hús og gildaskála, heldur einnig að taka þátt í billardspili. 14 ára gamlir drengir eru þar hugfangnir áhorfendur og, að því er virðist, aefðir spilarar. Vegna þess að ekki mun unt að taka fyrir þetta með aðstoð lag- anna, hefi eg álitið það skyldu mína að Ieiða athygli manna að þessu óheilla ástandi með þess- um línum, en ekki ólíklegt að líkt sé ástatt víða. Að spila billard er í sjálfu sér saklaus og góð skemtun. En alt öðru máli er að gegna, þegar spilað er í veitingahúsi, þar sem alt er fult af tóbaksreyk, spilað um peninga og við menn af ýmsu tagi, sem oft og einatt velja umtalsefni og láta sér um munn fara orð, sem síst ættu að koma börnum fyrir eyru. Eg hjka ekki við að kalla það g I æ p, gegn óþroskuðum ung- lingum, að leyfa þeim að þyrp- ast í kring um billardinn og yf- irleitt að leyfa þeim að venja komur sínar á slíka opinbera staði nema í fylgd við foreldra sína. Oftast nœr mun foreldrunum vera ókunnugt um fyrstu skref sona sinna á þessari hálu braut, en hugsanlegt er þó að þau séu ekki ætíð stigin í leyfisleys'i. • En svo geigvænlegt hugsunar- leysi er óskiljanlegt. Fjár þess, sem þarf til að taka þátt í lífinu á kaffihúsunum, sem ekki kostar svo lítið, virðist æskulýðurinn hafa aflað sér m.eð heiðarlegri vinnu. En ekki er hægt að hugsa sér ver farið með erfiðislaunin, en að lauta þau þverfa í vasa ann- ara á þennan hátt. Eg ætla ekki að reyna að lýsa því, hverjar afleiðingar spila- menskunnar geta orðið á þess- um aldri, þœr getur hver og einn gert sér Ijósa hugmynd um. — Þegar spilafyknin hefir náð tang- arhaldi á manninum, veit enginn hver endirinn kann að verða. En enga sök er hægt að gefa drettgj- j unum á þessu, það eru aðrir, og þá einkum foreldrarnir, sem bera ábyrgðina. — Drengjunum þykir gaman að því, af því að þeir sjá fullorðna menn gera það, herma eftir til ?ð sýnast vera fullorðnir, eins og í svo mörgu öðru. Allir hugsandi menn hljóta að hafa megnustu óbeit á slíku og heimta að löggjöfin taki hér f taumana og upphefji þetta óheilla ástand. Mikil og erfið vinna er lögð í það, bæði í skólum og heima- húsum, að ala upp æskulýðinn. Á þá að þola að það sem á þann hátt er bygt upp, verði rifið nið- ur á annán hátt. Flest börn eiga heimili, en er þá nauðsynlegt að þau sæki kaffi- hús? Eru ekki heimilin betur til þess fallin að stytta þeim stundir í frístundum? Eg hefi dvalið að einst stutt- an tíma hér á Sögueynni, en eg hefi haft næg tækifæri til að sjá, að unglingarnir eru látnir ganga of mikið iðjulauusir. Á gelgjuskeiðinu, þessum ár- um sem mörgum drengjum reyn- ast svo hættuleg, þarf drengur- inn eins mikið á hjálp að halda og á barnsárunum, en að eins á hjálp til að hjálpa sér sjálfur. — ímyndunarafi hans er auðugt og haqn er nœmur fyrir áhrifum ut an að og getur það auðveldlega orðið til þess að leiða hann á glapstigu. Oft getur hann ekki sjálfur gert greinarmun á góðu og iilu. — Pess vegna er hann hjálparþurfi. Pað verður að leiða hugsanir hans inn á rétta braut. j Hverju landi er það áríðandi, að uppvaxandi kynslóð sé vel undirbúin og heilbrygð á sál og líkama, er hún á að fara að leysa af hendi ætlunarverk fullorðins ár- anna. Ef heimiiin megna ekki að sjá börnunum fyrir nægu viðfangs- efni, verða aðrií að taka í taum- ana, til þess að hinir góðu kraft- ar og viljaþrekið, sem börnin eru gædd af náttúrunni, fari ekki til ónýtis. — í flestum löndum hafa . menn séð þetta, og af ríkjanna hálfu eru allar tiiraunir í þessa átt studdar með ráðum og dáð. Hér skal eg að eins benda á »slojd«, sem allflestir drengir myndu hafa áhuga á. Enn meira hefir skátahreyfingin hrifið hugi drengianna. Sö hreyf- ing hefir nú rutt sér braut um heim allan og er talin þýðingar- mesta uppgötvun á svæði upp- eldismálanna, sem gerð hefir ver- ið á síðari tímum, og árangur sá sem orðið hefir af henni svar- ar fyllilega til þeirra vona sém menn hafa gert sér. Skátahreyfingin hefir þann fá- gæta kost, að hún er geðþekk öllum drengjum á öllum aldri í öllum löndum. Og beztu með- mæli hennar er hin mikla út- breiðsla sem hún hefir náð. Hvít- ir, gulir, rauðir og svartir drengir safnast saman undir merkinu: „Verið tilbúnir“. Allir þjóðflokk- ar, allir trúarflokkar sameinast hér í bróðurlegri eindrægni. Ætti þá ekki þessi hreyfing að geta átt verkefni hér á íslandi? A. Bonde. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifst. í brunastðð opín v. d H-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d íslandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8'/, siðd Landakotsspít. Sjúkraviij.tími kl. 11-1. Laudsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 . Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 : Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) ^Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjðrnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kf. 12—l,§g| Eyrna-, nef- og hálslækningar á fðstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. .Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3, Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. S*tv&\3 attgl^svYigav tvmatvU^a. Leiðrétting. í dag sé eg þess getið í »Vísi«, að sumir bæjarbúar hafi aflað elds- neytis með því að tína koksmola, sem borist hafa út í ösku hjá gas- stöðinni og er það rétt, en hitt er ósatt að nú sé þvertekið fyrir það, því að stöðin hirði molana sjálf. Sannleikurinn í því er sá, að nú meðan verið er að Iosa kolaskipið, sem kom til stöövarinnar með hinn margþráða kolafarm, hefír ekki verið hægt að aka öskunni á hinn venju- lega stað, heldur hefir oröið að aka henni inn á afgirt svæði. Ætti því öllum að skiljast að það er ekki hægt að hafa fjölda fólks sem hefst þar við til að tína úr öskunni; því það mundi verða aðeins til taíar og óþæginda fyrir þá sem vinna viö Gasstöðina. Þetta er svo auðskilið að eg efast ekki uni að jafnvel sá, sem hefir borið »Vísi« söguna, sem sennilega er einn af þeim, sem notað hefir þetta ódýra eldsneytí, skilji það. 10. apríl 1916. G. E. Björgunarskip Hollenzka stjórnin hefir gert út skip, sem á að vera á sveimi í Norð- ursjónum til að bjarga mönnum úr lffshá|ka. Tók stjórnin upp þessa nýbreytni eftir að Þjóðverjar hótuðu að skjóta í kaf vopnuð kauptör.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.