Vísir - 12.04.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 12.04.1916, Blaðsíða 4
v rs;i r Hitt og þetta. Konan með manninn í kofforíinu. í dönskum blööum er mikiö talaÖ um þýska konu, sem ný- lega kom til Kaupmannahafnar frá New York á skipinu Frede- rik VII. Konan er þýsk og heit- ir frú Roewer, en maöur hennar er verkfræöingur og hafði verið í Kiauchau. Hann hafði sloppið úr varðhaldi Japana og komist til New York. En þangað fór konan til að sækja hann. En það var hægra sagt en gert, að komast fram hjá Bretan- um. þess vegna fundu þau hjón- in upp það ráð, að frúin fiytti mann sinn með sér yfir Atlants- hafið í ferðakoffortinu sínu. Til þess að sem minst færi fyrir honum svelti maðurinn sig í þriggja mánaða tíma áður en ferðin hófst. — Alt gekk vel í fyrstu. Frúin hafði tvo klefa til umráða í skipinu. Á daginn hafðist maðurinn við í stóru ferðakofforti, sem var þannig út- búið með loftrásum, að hann hafði nóg andrúmsloft í því. En á nóttunni naut hann frelsisins. Engan grunaði neitt, þó að suma farþega furðaði allmjög á því hve afekaplegri matarlyst frúin væri gædd. — Henni voru færðar allar máltíðir inn í klefann og aukageta af smurðu brauði á kveldin í ríkum mæli. En þegar til Kirkwall kom, þorði Roewer ekki að vera í koffortinu meðan á skipsrann- sókninni stóð og fanst liann þar í geymsluklefa einum. — Og lengra komst hann ekki. Undarleg veiki. Telpa ein í London, Jessie Wallington að nafni, 10 ára göm- ul, er haldin af þeim undarlega kvilla, að hún hefir óviðráðan- lega löngun til að ferðast á járn- braut. Hún hefir tvívegis svikið sér út fé og í bæði skiftin notað það til járnbrautarferða. þriðju tilraunina gerði hún og var kom- in áleiðis til Norður-Englands en var þá stöðvuð. Sérfræðing- ur í heilasjúkdómum, sem hefir skoðað hana, segir að þessi ástríða stafi af einhverri sérstakri veilu í heilanum. Hún geti ekk- ert að þessu gert. Heldur hann að lækna megi kvillann, en það muni taka ein 4 ár og þann tíma verði stúlkan algerlega ósjálf- ráð gerða sinna í þessum efnum. Ensk leikföng. Árið 1913 voru flutt inn til Stórbretalands og írlands leik- föng fyrir 1 350 213 sterlingspd., þar af áttu þjóðverjar 1 183 703 sterlingspd. Nú ætla Bretar að sjá svo um, að þessi verzlun lendi ekki í höndum þjóðverja aftur. í því skyni ætla þeir að efla og koma skipulagi á heima- iðnað sinn. Sýning hefir verið haldin á enskum leikföngum og segja ensk blöð að þau séu eins fjölbreitt og engu dýrari en þýzk, en miklu sterkari. Sjóorusta. Enskt hjálparbeitiskip hitti þýzkt víkingaskip úti í Norðursjó, skömmu fyrir síðastliðin mánaðamót. Var þýzka skipið áþekt Möwe að stærö, og halda rnenn að það hafi ætlað út í Atlantshaf í sömu erindagerð- um og Möwe. Brátt tóku skipin að senda hvort öðru kveðjur og fóru svo leikar að þau sukku bæði. Ruttait Margarinið ágæta, fœst á 0,60 V2 kg. í versl. Asgr. Eyþórssonar, Sími 316. Austurstr. 18. Æskan nr. 1 heldur 30 ára afmælishátíð sína í Goodtemplarahúsinu nœst- komandi sunnudag kl. 6 síðd. Félagar hennar vitji aðgöngu- miða á Laugavegi 22. Enginu fundur þann dag. Tvær kaupakonur óskast á góð sveitaheimili. Uppl. á Vesturgötu 35. [140 Kaupakona óskast á gott sveita- heimili. Uppl. á Lindargötu 19 (niðri). [141 Unglingsslúlka óskast nú þegar til 14. maí eða lengur. A. v. á. [142 Slúlka óskast í vist hálfan dag- inn. A. v. á. [143 F i s k v i n n a. Maður sem séð hefir um fiskverkun í mörg undan- farin ár, óskar eftir slíkri atvinnu. A. v. á. [144 Stúlka tekur að sér að sauma í húsum. [152 Unglingsstúlka sern vill taka að sér að gæta 3 ára gamatlar telpu, nokkra tíma á dag, getur fengiö vist nú þegar eöa sfðar. A. v. á. [156 1 | LEIGA | Divan eða beddi óskast til leigu þangað til í vor. A. v. á. [134 1 *K\^xvdat\, vatvuY o$ du$te$uv, a^uv Jetv$\& abvutvu. £óB \l\qx \ H.i. Kveldúlfur. Skósmiður duglegur og vanur getur fengið ársvinnu á Vestfjörðum. Hátt kaupl Finnið strax Jón Brynjólfsson leðursaia. H ÚSNÆÐI Herbergi með húsgögnum fást leigð frá 1.—14. maí á Bergstaða- stræti 29. [76 Til leigu 14. maí 2 Ioftherbergi samliggjandi, fyrir l eða 2 einhleypa menn. Ingólfsstræti 21. [147 1 stofu eða 2 herbergi vantar ungan einhleypan mann frá 14. maí nálægt miðbænum. Tilboð merkt »58e sendist afgr. blaðsins. [149 Herbergi, 1 eöa 2 (annað má vera minna) óskast til leigu 14. maí, helzt sem næst miðbænum, handa einhleypum karlmanni. Afgr. v. á. [150 2—3 herbergi móti suðri hefi eg til leigu frá 14. maí. Fyrir ein- hleypa eða barnlausa fjölskyldu. Gísli J. Ólafsson [151 1 herbergi óskast til leigufrál4. maí fyrir einhleypan reglusaman karl- mann. Uppl. gefur Einar Guð- mundsson, Vesturgölu 15. [153 Eitt herbergi til leigu frá 14. maí fyrir einhleypa. Forstofuinngangur. Húsgögn og ræsting ef óskað er. Rétt við miðbæinn. A. v. á. [154 Námsmaöur óskar eftir herbergi með húsgögnum og ofni nú þegar Borgað fyrirfram ef óskað er. A. v. á. [157 Stofa til leigu frá 14. maí á góð- urn stað í bænum fyrir einhleypau karlmann. A. v. á. [158 Lítið herbergi óskar ungur piltur til leigu frá 1. rnaf, Helzt í austur- bænum. Uppl. á Lindargötu 9 B uppi. [159 2—3 herbergi og eldhús óskast frá 14. maí fyrir barnlaust fólk, helzt í Vesturbænum. A. v. á. [160 Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiðislangsjöl og þríhyrnur eruávalt til sölu í Garða- stræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). [1 Komið og skoðið svuntur og morgunkjólana í Doktorshúsinu Vest- urgötu. [68 Morgunkjólar úr góöu vaskataui fást á Vesturgötu 38 niðri. [97 1 kvenhjól og 1 karlm. eru til sölu. A. v. á. [136 Fermingarkjóll til sölu í Tjarnar- götu 24. [137 Nýlegt sumarsjal og silf- urhólkur er til sölu. A. V. á, [155 Budda lapaöist frá Bókhlöðustíg 7 upp á Bergstaðastr, með 16 kr. 82 aur. Skiiist á Bókhlöðustíg 7 gegn fundarlaunum. [161 Prentsm. Þ. Þ. Clementz — 1916 Fæöi fæst í Ingólfsstr. 4. [8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.