Vísir - 16.04.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 16.04.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Valiarstrætl. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá Id. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Övitahjal Landsíns. Það er skrítin ritsmíð í Landinu síðasta, og þess verö, að fleiri lesi en kaupendur þess blaðs, vegna þess að ritstjórinn hefir fengið styrk til að semja íslenzka setningafræði. Orein sú á að vera réttlæting á á- stæöulausri árás, sem fyrir skömmu var gerð á ritstjóra Vísis í blaöinu, og því þykir ekki óviðeigandi að taka hana hér til nánari athugunar. Ritstjórinn, eða ritstjórarnir segja, að ritstj, Vísis hafi ógnað sér íneö meiðyrðamálshöfðun og sagt að ekki væri víst að ritstj. Landsins fengi að borga sekt, og ennfremur : »hann á víst við, að vér verðum settir beint í tugthúsið, sem þjófar og falsarar. Já, miklir menn erum við — öruggir sökum vináttunnar við ráðherra, líklega ? — Hverjir eru miklir menn ? Ritstj. Vísis eða Landsins? Og hverjir eru öruggir sökum vináttu við ráð- herra ? Líklega er átt við ritstjóra Vísis, en fyrir hverju er hann ör- uggur ? Sinni eigin meiðyröamáls- höföun gegn ritstj. Landsins? Önnur málsgrein í þessari meist- aralegu ritsmíö hljóðar svo: »Annars ætti hann (þ. e. ritstjóri Vísis) að lesa grein sína yfir aftur og þá gæti éf til vill svo farið, að hann tæki eftir meiðyröum f henni1) og færi að lesa landslögin belur, því eftir. grein hans að dæma virð- ast komin á hann elliglöp og minnisleysic. Á ritstj. Landsins við það, að það verði aö vera komin elliglöp og minnisleysi á menn til þess að geta fundið meiðyrði í umræddri grein ? Eða bara við það, að þeir sem þjáist af elliglöpum séu öörum fremur sólgnir í að lesa lög, og þá líklega einkum hegningarlögln ? Hvaðan hefir ritstj. Landsins þá reynslu ? x) Þau hefir ritstj. Vísis ekki undið enn. Næsta málsgrein meistarastykkis- ins kemur eins og fjandinn úr sauðarleggnum og hljóðar svo : »En hver er þá sannleikurinn í þessu máli ? Hvað kosla lóðirnar ? En þar þykist ritstjórinn víst vera kominn að efninu, þó að það sé nú ekki einmitt e fnið í «þessu máli«. Eins og lesendum Vísis er kunn- ugt, réðist Landið á ritstj. Vísis með meiðyrðum út af því að sagt hafði verið frá því í bæjarfrétt í \/ísi að Landabankinn ætti kost á tveim lóöum, annari fyrir 100 þús. kr. en hinni fyrir um 110 þús., og sagöi Landið að Vísir væri látinn skýra rangt frá þessu og leyna því hvaö Ióð M. Z. kostaði í raun og veru. Um lóö M. Z. sagði Vísir ekkert annað en aö hún stæði bankanum til boða fyrir 100 þús. kr. og það er ómótmælanlega rétt. Það eru því vísvitandi ósannindi, sem Landið fer með, er það heldur því enn fram, að Vísir hafi skýrt rangt frá þessu. Verðmunurinn á þessum tveim lóðum skiftir engu máli. Aðalatriðið er hvor lóðin liggur betur. Verö- munurinn er meiri á Arnarhólslóö- inni, og ætti ritstj. Landsins að geta sannfært sig um að bankastjórnin v/11 þó ekki byggja á henni. Og þó munar þar ekki 10 heldur yfir 60 þús. krónum, Aö lóö M. Z. sé ekki hæf fyrir »framtíðarbanka« eins og ritstjóri Landsins segir, nema viöbót fáist frá bænum, er sama óvitahjalið og annað sem hann segir í þessari grein. Og ef bankanum veröur ekki í öðru verulegar áfátt sem fram- tíðarbanka, mega menn vel við una. Stærðarmunur lóöanna er þýö- ingarlaus. Ef bygt verður á lóð M, Z. þarf bankinn ekki nema 900 fermetra, en verði bygt á bæjarlóð- inni þarf hann að kaupa 1560 fer- metra. Hann getur haft sama gagn af þessum 900 fermetrum og af hinum 1560 og getur því óhikað gefið jafnmikið fyrir þá, þó aö hver fermeter sé þar dýrari. — Þetta veit ritstjóri Landsins sjálfsagt vel og ligg- ur því nærri að halda að mælgi hans um verðmun hvers fermeters í hverri lóö miði að því einu að villa mönnum sýn. — Þess myndi hann aö minsta kosti geta til um aðra. Það má vel vera, að ritstjóra Landsins sé það ekki Ijóst, hvort þaö sæmi endurskoðanda bankans aö skýra frá nokkru, bankanum við- komandi, nema í samráði við banka- stjórnina. En hvaö koma þær efa- semdir ritstjórans almenningi við? Endurskoðandi bankans veröur að haga sér eftir sinni velsæmistil- finningu í þessu efni, og til þess mun þingið sem kaus hann hafa æiiast. Ritstjóri Visis telur það ótv'ræða skyldu sína að skýra rétt frá þessu máii sem öðrum, enda hefir liann gert það. En ritstjóri Landsins fer vísvit- andi með ósannindi í garð ritstjóra Vísis, og má vel vera að til þess sé ætlast af honum. Ofriðurinn og siglingar vorar. Fyrir skömmu síðan barst Vísi sú fregn í símskeyti, að Bretar hefðu ákveðið að selja ekki öðr- um skipum frá Norðurlöndum kol, en þeim, sem kæmu með farm til Englands. Um líkt leyti var sagt að Þjóðverjar hefðu á- kveðið að leggja algert hafnbann á England. — Og við því má búast, þegar Bretar faraað fram- fylgja þessari ákvörðun um kol- in, að þá hlýfi Þjóðverjar eng- um skipum sem tii Englands fara eða þaðan koma, og jafnvel skjóti ! þau í kaf fyrirvaralaust, vegna | þess að þá vita þeir með vissu | að þau hafa vörur meðferðis til ! Englands, eða hafa haft. Það er nú í sjálfu sér full ilt, ef íslendingar verða neyddir til að flytja allar vörur sínar til Eng- | lands. En verra er að eiga kaf- , báta Þjóðverja yfir höfði sér, ein- mitt vegna þeirra þvingunarráð- stafana Englendinga. Það er enn ókunnugt hvort Englendingar eru farnir að fram- fylgja þessu ákvæði um kolasöl- una, að því er kémur til skipa frá Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. En til þessa hafa skip okk- ar getað fengið kol hjá þeim, skilyrðislaust. — Framkvœmdar- stjóri Eimskipafélagsins gerði fyr- irspurn um það til skipstjórans á Ooðafossi, þegar skipið var komið til landsins, og fékk það svar að Goðafoss hefði fengið kol, en- að iíkur væru til að Bret- ar myndu eftir 25. þ. m., hætta að selja öðrum skipum kol en þeim, sem flyttu farma til lands- ins. — Ef svo fer, að skip vor verði að hlíta þessu, þá er œði vafa- samt hvort rétt er að láta skip Eimskipafélagsins sigla þessa leið. Félagið á að eins tvö skip og tjónið er ómetanlegt ef þau miss- ast. Rétlara væri þá að hefja beinar ferðir milli Ameríku og íslands. Þaðan getum vér fengið aliar nauðsynjar vorar og eigum ejckert slíkt á hættu. Ferðirnar til Danmerkur eru orðnar svo tafsamar, að litlu mun- ar á þeim og Ameríkuferðum. En ef svo fer, sem allar iíkur eru til, að bannað verði að flytja afurðir vorar til Norðurlanda, er TIL IVi I U N £ S: Baöhúsið opiö v. d. 8-8, Jd.kv. lil I! Borgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart<mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud, kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. áreiðanlega best að leggja þau ekki í þá hættu að flytja þær til Englands, meðan nokkur þýsk- ur kafbátur er á sveimi í Norð- ursjó. Saltskiiyrði Engiendinga eru svo ströng, að ólíklegt er að brotið verði gegn þeim. Hver maður sem salt fær, verður að skuidbinda sig til þess að sækja um leyfi ensku ræðismannanna til að flytja út þær vörur sem salfið hefir verið notað í, þó ekki eigi þær að fara til Norðurlanda, Hollands eða óvinaþjóða Breta. En ef vörur eru sendar til ann- ara staða en leyft hefir verið, iiggja við sektir er nema tvöföldu verði varningsins. Er því ráðleg- ast að selja allar vörur á höfn hér og láta kaupandann sjá um flutninginn, ef því verður við komið. Það má telja víst, að Þjóð- verjar hafi ekki skotið á skip okkar, þó til Englands færu, vegna þess að þau hafa fiutt þeim mat- væli. En ef vér nú göngumst undir skuldbindingar um að flytja Þjóðverjum engar vörur, þá ligg- ur í augum uppi að þeir muni láta oss gjalda þess ef þeir fá færi á því. Ög þó að kolasölu- skilyrðið verði ekki látið ná til íslenskra skipa, er hætt við að þau geti ekki óhult siglt um Norð- ursjó. Með saitskuldbindingunni hafa íslendingar gengist undir að flytja engin matvæli til Norð- urlanda, og eins og hér er ástatt er kolaskilyrðið því óþarft til að koma í veg fyrir matvælaflutn- inga til Þýskalands, þar sem öll matvseh sem héðan flytjast eru söltuð. Pað má því búast við því, að pegar er matvælaflutningar frá Islandi til Norðurlanda teppast, hvort sem um er að kenna kola eða salt-skilyrðum Englendinga, þá muni þýsku kafbátarnir skoða skip okkar sem óvinaskip. — En í þá hættu má ekki leggja skip Eimskipafélagsins. En óhætt mun að treysta því að þessi hætta sé ekki yfirvof- andi nú. Gullfossi mun engin hætta búin í þessari ferð, vegna þess að vörur þær sem hann flutti voru engum skilyrðum bundnar. — En úr þessu verður að fara gætilega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.