Vísir - 16.04.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 16.04.1916, Blaðsíða 3
VfSIR Verslun Bened. H. Sigmundssonar við Vesturbrú í Hafnarfirði, seiur ódýrastar flestallar nauðsynjavörur, er menn þarfnast til páskanna. — Vörurnar vandaðar! Reykingarmönnum skal bent á hina viðurkendu, ágœtu Kreyns & Co. vindla sem ódýrastir eru í versluninni »VESTURBRIÍ«. — Mikill afsláttur gefinn í heildsölu. — ToKl pás&axu\a: HVEITI extrafín og alt sem til bökunar þarf. KEX og KÖKUR í stóru úrvali. Avexflr: Ananas, Aprícots, Perur, Ferskner. Java Kaffið sem allir viðurkenna sem hið langbesta í bænum, o. m. fl. — Vörur sendar um allan bæinn. — Lítið inn tii mín og sannfærist um að best og ódýrast er að versla hjá F, Hansen. 4. Vesturgötu 4. Kaupféi. Hafnarfjarðar hefir á boðstólum flestar vörur sem með þarf til hátíðamatar* jns, einnig bollapör m. teg., diska o. fl. Email, vörur. Vindla, Cigarettur og gleymið ekki að fá yður falleg stígvél fyrir páskana. Vörurnar mæla sjálfar með sér. Virðingarfylst. ^&uip^étag y.aStvax^av3at. Páskah veitið, verður best og ódýrast í versl. G. Kr. Andrésson & Co. Reykjavíkurveg 5. Opinber tilkynning, Munið að hvergi er betra að versla en í Verslun A. Níelssonar. Þar fást flest-allar matvörur og brauð alsk. útlendt og íslenskt. Steinolía ódýrust í bænum í verslun jl. }t\elssoY\&v. Verslun Bened. H. Sigmundss. við Ve'sturbrú í Hafnarfirði kaupir tómar 7* og 7i flöskur. Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 3 --- Frh, Þegar fregnin barst honum til eyrna, aö Rósabella hefði farið frá Mardenwold og sezt að í Lundún- um, þá haföi Rupert flýtt sér sem hann gat til þess að ganga úr skugga um, að ekkert amaði að henni og hjarta hans barðist af fögnuði þegar hann flaug af stað í leiguvagni þangað sem hún hafði sagt honum að hún ætlaði að búa. Hann flýtti sér upp stigana í húsinu og tók þrjár tröppur í hverju spori. Þegar hann kom upp á þriðja loft, þá haföi farið um hann titringur sem ekki var eðlilegur. Hann hringdi bjöllunni við her- bergiö nr. 54 og það tók undir í húsinu um Ieið. Rupert hafði staðið góða stund fyrir framan dyrnar, og óstyrkurinn sem á honum var sást bezt á því, aö rósaknippið, sem hann hafði í hendinni, hristist og var hann þó ekki skjálfhentur venju- lega Eftir nokkra stund heyrðist dauft skóhljóð innan úr herberginu. Svo sást daufur skuggi falla á gleriö í hurðinni, og rétt á eftir höfðu dyrnar opnast, og augu, sem hann kannaðist vel við höfðu gaegzt út um gættina. — Viltu vera svo vænn, aö biöja ekki dyravörðinn niöri fyrir nein skilaboö til mín, og heldur ekki að tala vitund við hann um mig, hafði hún sagt í höstum rómi. Og svo hafði hún skelt í lás rétt við nefið á honum. Maðurinn fyrir utan haföi bariö með mestu stillingu á hurðina. — Rósabella! LRósabella! hafði hann kallað mjög lágt. Það er eg, Iofaðu mér að koma inn. Nú beið hún ekki boðanna. Hún reif opnar dyrnar og sagði reiöi- lega: Erlu nú viss um, að þaö búi enginn hér á loftinu nema eg? Viltu gera svo vel aö hrópa ekki nafn mitt eins og þú værir að kalla á mig úr mílu fjarlægö, og geröu líka svo vel að hypja þig sem allra fljótast í burtú. Eg má ekki vera að taka á móti heimsóknum. — Eg er rétt nýbúinn að fá bréfið frá þér. Eg kom undir eins og eg hafði meöferðis nokkrar rósir. Má eg ekki koma inn eitt augnablik? Eg lofa því, að tefja þig enki. Eg get setið hjá frú Tempest á ineðan þú ert við vinnu þína. Rósabella haföi rétt hendina út um gættina og tekið við rósunum af honum. Hún andaöi nú, með hlýlegum ánægjusvip að sér ilmin- um. — En hvað þær eru fallegar! sagöi hún og andvarpaði um leiö. Hún var nú alveg ómótstæðilega fögur þarna sem hún stóð með blómin í hendinni. — Ef þú þarft að taia við Agnesi frænku, þá ættir þú að fara sem fljótast til Paddington. Þú nærð þá í lestina sem fer rétt bráðum til Mardenwold, hafði hún sagt um leiö og hún leit augnablik af rós- unum og framan í hann. — Kom frú Tempest ekki með þér? Ert þú hér alein, Rósabella? Það var meira en lítil undrun í rödd unga mannsins. — Þaö er sem eg segi. — En þú sagðir mér ekkert um þetta í bréfinu. Þú — — Á eg að vera skyldug til að skrifa þér hvert lítilræði sem eg tek mér fyrir hendur, í hverju bréfi sem eg skrifa þér. En svo bætti hún við: Þú ættir annars fremur að koma inn fyrir, annars heyrir hvert mannsbarn f húsinu, um hvað viö erum að tala. Komdu inn, en þú mátt ekki setjast. Þú verðurað vera stuttorður ef þú hefir eitthvað við mig að tala. Eg þarf að vera búin að komn öllu í lag í herberg- inu fyrir rökkrið. Hún fór nú með hann inn í stofuna þar sem hún ætlaði að búa. Þar var alt á mestu ringulreið. Rupert hafði hlýtt skipun hennar. Hann hafði ekki reynt til að setjast niður, en staðið upp viö vegginn með hattinn í höndunum. — Hvar er Margrét? hafði hann spurt og horft í kringum sig. Rósabeila hafði litið á hann ró- Iega. Hún hafði haft skýlu um höfuðið og verið ákaflega fðgur, þegar hún leit á hann með gráu augunum sínum. — Margrét er á Mardenwold, hafði hún svarað. — Og Mark? — Og Mark líka. Og ekki ein- ungis Mark heldur líka eldabuskan og Don og páfagaukurinn. Með öðrum orðum, Agnes frænka og alt hennar skyldulið. Og nú hef- urðu svar við öllutn spurningum sem þú þarft að spyrja mig. — Ekki alveg, lrafði Rupert svar- að. Nú er eftir það sem er þýð- ingarmest af öllu saman. Því ertu hér sjáif og hvern fjandann á þetta alt aö þýða? Þá hafði Rósabella hlegið kulda- hlátur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.