Vísir - 19.04.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 19.04.1916, Blaðsíða 3
V fs I R Karlmanna íÉl; Regnkapur ss l W í stóru úrvali. I h Brauns Verzlun, — Reykjavík. — V’' Aðalsiræii 9. Drekkið LYS CARLSBERG Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrlr ísland Nathan & Olsen Sultutau og niðursoðnir ávextir Döðlur, Gráfíkjur, Kókó og Súkkulaði að vanda best og ódýrast í versl. Asgr. Eyþórssonar, Sími 316. Austurstr. 18. s\ómeYm 03 sVúIIuxy — vanar fiskverkun — geta feng- ið atvinnu á Austfjörðum í sum- ar. Hátt kaup. Semjið við Jón Sveinsson, Amtmannsstíg 4, — Heima kl. 4—6 e. h. JSest aS au^sa \ Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. Frh. Rósabella, hvað er það sem þú ert að fara með ? spurði hann æstur. Hvaöa ný gritndarverk eru þaö sem þú nú ætlar að fremja á mér? Hvað á eg að skilja við orö þín? Haföu mig ekki að leikfangi — fyrir guðs skuld geröu þaö ekki. Vertu nú einu sinni eins og þú átt að þér og gerðu nú enda á þeim sálarþjáningum sem eg hefi liðið þín vegna í tvö síðast liðin ár. Þú ert unnustan mín, Rósabella. Fyrir tveim árum síöan lofaðir þú að verða konan míu. Þau hafa ver- ið bæði beisk-sæt þessi ár, en ást mín hefir haldið mér uppi. Eg hefi umborið alt með þögn og þolinmæði vegna þess hve vænt mér þótti um þig, og vegna þess að eg haföi von um að þú yröir einhvern tíma konan mín. Þaö er það sem hefir veitt mér styrk í raunum mínum. En nú — nú Rósabella, get eg ekki beðiö leng- ur. Nú hefir þújeikið þér nógu lengi aö mér og hjarta mínu. Nú krefst eg réttar míns. Eg krefst þess aö trúlofun okkar skuli vera gerð opinber almenningi og hjónavígsl- an fari fram svo fljótt sem auð- ið er. Rósabella haföi haldið áfram að þurka af myndunum, sem höföu verið hengdar upp á veggina. Hún hló kuldalega aö hverri setningu. sem hann sagöi. — Góði Ruperf, haföi hún sagt hálf mæðuleg á svipinn. En hvað þú getur verið líkur öllum öðrum karlmönnum. Þú hefir, eftir því sem þú sjálfur segir beðið í tvö ár, og allan þennan tíma hefir þú liðið sárustu sálarkvalir, og allan þenn- an tíma hefir þú haft nóg tækifæri til að tala um þetta viö mig, og svo velurðu einmitt þetta kvöld þegar eg hefi engan tíma til aö hlusta á þig. Þú hefir enga hug- mynd um það, Rupert, að menn geta stundum haft margt og mikið að gera. — Það getur vel verið að eg hafi ekki valið sem heppilegastan tíma, en mér er þetta fullkomin alvara, hafði ungi maðurinn svar- að. Og eg elska þig, Rósabella, hafði hann sagt lágt. Eg elska þig meira en mitt eigið líf. Hún hafði brosað að honum en haldiö samt áfram við það, sem hún var að gera. Rupert hafði nú gengið til henn- ar og rétti nú fram hendurnar til hennar. — Elskan mín, hafði hann sagt ofur lágt og stamandi. Þér er ákaf- Iega hætt við því að vera nokkuð bituryrt. Þú veizt því ekki, Rósa- bella, þaö er eg alveg viss um, hvað mikið þú særir mig þegar þú ferð með mig eins og þú hefir gert í dag, þegar þú hæðist að ást minni og hlærð að von minni. Eg vildi óska að þú vissir hvað eg tek út þegar þú talar eins og þú hefir gert í dag. Rósabella hafði snúið sér að honum og strokið létt og fimlega meö fjaðrasóp yfír andlit hans og hendur. Svo haföi hún haldið þá ræðu sem sagt var í upphafi þess- arar sögu, og Rupert hafði hlustað á hana eins og maður, sem neydd- ur er til að heyra orð sem hann ekki vill heyra. Nú hringdi dyrabjallan og trufl- aði það algerlega hugsanagang Ruperts og Rósabella hafði hætt að þurka af. — Þetta hlýtur að vera Emma, hrópaði hún. Rupert, nú verður þú að fara. Nú þarft þú ekki að vera hræddur við það lengur að eg sé einsömul, og þú verður ein- ungis fyrir okkur ef þú bíður hér lengur. — Má eg finna þig á morgun, Rósabella? sagði Rupert um leið og hún fékk honum hattinn og ýtti honum út úr herberginu. — Æ, vertu nú ekki svona ótta- lega leiðinlegur, hrópaði Rósabella óþolinmóð. Hvernig á eg að geta sagt um það! Þú mátt vera viss um aö eg skal senda eftir þér, ef eg þarf að finna þig. Vertu nú sæll. Það var einn þátturinn í undan- farni Rósabellu, að hún altaf sagöi sannleikann og ekkert nema sannleikann. Hún ýtti honum út í ganginn. Þar stóð ung og lag- leg þjónustustúlka með gulan kassa í hendinni. — Vertu nú sæll, sagði hún og andlitið Ijómaði af fögnuöi yfir því að hann skyldi vera farinn. Vertu nú sæll, gamli heimski Rupert, Láttu þig dreyma um mig. Hún skelti hurðinni á eftir sér en Rupert gekk niöur steinriðið með tárin í augunum og honum fanst hjartað I brjóstinu vera þungt eins og það væri úr blýi. II. Samkvæmislíf borgarinnar var í fullu fjöri og Rupert fór ekki varhluta af heimboðum og danz- leikum. Hann hafði engan frið fyr- ir heimboöum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.