Vísir - 25.04.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 25.04.1916, Blaðsíða 3
VÍSIR jUtoömxv. 5. grein í reglugerö um skipun slökkviliðs og brunamála Reykjavíkurkaupstað 25. júní 1913 hljóðar svo: »Hverju húsi, sem virt er 10000 krónur eða meira skal »fylgja einn krókstjaki, hæfilega sterkur og minst 5 metra »langur. Sömuleiðis stigi, er sé svo langur, að hann »nái upp í glugga á efsta íbúðarhberbergi hússins. »Pessir hlutir skulu geymdir á tilteknum stað, er sé að* »gengilegur fyrir slökkviliðið.« Það hefir komið í Ijós, að húseigendur margir í bænum hafa brotið ákvæði þessarar greinar og eru allir húseigendur því aðvar- aðir um að koma því í lag, sem ábótavant kann að vera í þessu efni, fyrir lok þessa mánaðar. Slökkviliðsstjóri gefur nánari upplýsingar um hvernig krók- stjakar og stigar skulu gerðir og lætur 1. maí rannsaka hvort fyrir- mælum reglugerðarinnar sé fullnægt. Borgarstjórinn í Reykjavík, 6. apríl 1917. s\ómevm 03 stutfivft — vanar fiskverkun — geta feng- ið atvinnu á Austfjörðum í sum- ar. Hátt kaup. Semjið við Jón Sveinsson, Amtmannsstíg 4. — Heima kl. 4—6 e. h. Líkkistur. Miklar birgðir fyrirliggjandi. Séð um jarðarfarir ef óskað er Sími 93. Hverfisg. 40. Helgi Helgason *^5\$u ev 6eda MaS\3 SCelvin-mótorarnir eru eínfaldastir, íéttastir handhægastir, bestir og ó- dýrastir í notkun Verðið er tiltölulega lægra en á öðrum mótorum. Fleiri þús seijast árlega og munu það vera bestu meðmælin Aðalumboð iyrír Island heflr T. Bjarnason. Sími 513. Tempiarasundi 3. VATRYGGINGAR 1 | LÖGMENN | Vátryggið tafarlaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gblason Bogi B< ynjólfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaður, Skrifstofa í Aðaistræti 6 [uppi]. Srifstofutími frá kl. 12—1 og 4—6 e. h. — Talsími 250 — Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Qrundarstíg 4. Sími 533 — Heima ki. 5—6 Sæ~ og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður fyrir fsland’ Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutnlngsmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Det kgl. octr. Brandassurance Comp | Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræli 1. N. B. Nielsen. JBest al \ *M\s\. íí Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 9 ----- Frh. En satt að segja fanst mér það ekki beinlínis elsknlegt af þessum gamla betlara aö spá svona illa fyr- ir mér. Finst þér það ekki ltka? Fyrst hann átti mér nú lífið að launa, þá fanst mér ekki nema sanngjarnt að hann segði mér eitt- hvað betra um framtíð mína. Eg játa það, að spádómurinn hafði á- hrif á mig í augnabiikinu, en það voru víst fremur atvikin sem gerðu það en spádómuriun sjálfur. Stað- urinn var alveg óbygður og engin sála sjáanleg nema eg og gamli presturinn. Chestermere hló með sjálfum sér. Eg sé það alt svo Ijóst fyrir mér nú. Eg myndi ekki segja öllum þetta, Rupert, sagði hann eftir stutta þögn. Fólk er svo ein- kennilega vitlaust þegar það heyrir sagt frá slíku. Þeir voru nú farnir út úr danz- s»lnum og voru seztir inn í her- bergið. ~~ Ef frú Dorrilon nær í okkur, þá verðum við dregnir héðan með valdi, sagði Chestermere hlægjandi. — Mig langar ekkert til aö danza, sagði Rupert. Honum fanst hvergi gaman nema þar sem Rósa- bella var. — Þú ert farinn að verða gam- al), Rupert! Ef að þér hefðu verið sögð fyrirfram forög þín og þau væru ekki glæsilegri en þau sem sagt er eg eigi í vændum, þá held eg að þú værir ekki mjög ungur í anda. Rupert hló glaðlega að þessu. — Það er engin hætta á að eg teggi trúnað á slíka hluti, svaraði hann. Eg hefi aldrei verið mjög trúaður á þá, og svo er nú með þennan spádónr að það sem lítur sennilegt út í tunglsljósinu, það þolir ekki birtu dagsins. Staðreynd- irnar eru líka allar á móti honum. Þú ætlar framvegis að búa á Eng- landi, eða svo sagðirðu við móður þína í kvöld. Það hefir verið talið víst að þú kvongaðist Katrínu For- ber, frænku þinni, síöan þú varst á Harrow. — Og svo þessi undarlega hvíta töfrakona sem þú átt að vara þig á. Rupert hló. Til allrar hamingju eru nú þeir tímar Iiðnir sem menn trúðu á töfra og foreskju, svo að eg býst við að þú getir slegið striki yfir þessa konu, sem á að gera alt sem í hennar valdi stendur til þess að eyðileggja hamingju þína. — En hvað segir þú um mynd þessrar stúlku sem brugðið var upp fyrir augum mínum'? — Auðvitað svik, sagði Rupert. Tóm svik, kæri gamli vinur. — Og voru það svik líka, að eg sá þarna austur á Indlandi and- lát ykkar aiira, móður minnar, Mar- got og þitt? Rupert hristi höfuðið. — Eg veit að þeir eru galdra- menn, þessir indversku loddarar. Þeir hafa áhrif á vilja annara eins og þeim lízt. Var það nokkuð undarlegt þött móðir þín og Margot væru ofarlega í huga þínum. Og eins er með myndina af töfrstúlk- unni. Hún hefir ekki verið neitt nema draumsjón. Þú hefir verið í æstu skapi og það hefir verið létt að hafa áhrif á huga þinn. Chestermere hló. — Þú ert ekki mjög hjátrúar- fullur, gamli vinur, sagði hinn í gamni, Auðvitað legg eg ekki held- ur mikinn trúnað á slíka hluti. Eg sagði þér þetta einungis sem eitt af þeim æfintýrum, sem eg hefi ratað í af því eg hélt, að þú mynd- ir hafa gaman af því. En nú verð- um við víst að fara að fara inn í danzsalinn. Margot er sjálfsagt farin að undrast um mig og frú Dorri- lion verður alveg óð ef við stel- umst alveg í burtu. Enskar konur heinita að hver maöur geri skyldu sína í danzsalnum, og við erum ekki farnir að gera okkar skyldu. — Gott og vel, svaraði Rupert. Þeir voru rétt í þann veginn að fara inn í danzsalinn, þegar stúlku- andlit birtist í dyrunum. Hún var alhvít. Hún var töl í andliti og kjollinn h ítur. Ekkert á henni var með öðrum iit nema vanrnar, sera voru rauðar og augun sem voru fjóiublá. Stúlkan var auðsjáanlega að bíða eftir emhverjum, því að hún nam staðar í dyrunum og snéri sér við, en á næsta augnabliki hafði hún komið auga á Featherstone og rétti honum nú hendina. Hjartað sló ótt og þungt í brjósti hans eins og það gerði altaf, þegar Rósabella var nálæg. — Elskan mín, hjartað mitt, hvíslaði hann lágt. En hvað gaman var að íá aö sjá þig. Þú hafðir ekki sagt mér neitt um það, að þú ætlaðir að koma hingað nú í kvöld. Rósabella brosti. Hún horfði fram hjá honum á manninn, sem stóð í horninu, beint á móti dyr- unum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.