Vísir - 26.04.1916, Side 2

Vísir - 26.04.1916, Side 2
V í SIR Herbergi. Tveir ungir menn í góðum stöð- um hér, óska að fá tvö herbergi, annaö lítið, með góðum húsgögn- um, í eöa nálægt Miðbænum. Til- boð merkt »Thor« sendist afgr. Vísis. Byggingarefni Vísir hefir átt tal við Jón Þor- láksson, landsverkfr., eftir að hann kom heim úr utanför sinni. Full- yrðir hann að menn þurfi ekki að kvíöa því, að ekki verði unt að fá öll þau byggingarefni sem hér þarf á að halda, járn eöa annað. Eins og menn vita, fór Jón utan til þess meðal annars að reka á eftir afhendingu á járni, sem Norð- maður einn hafði selt landssjóði í nóvember í hausí. Járn þefta átti að afhendast á höfn hér fyrir löngu 8íðan, en daginn eftir að Jón kom til Khafnar var það sent frá Bergen með Flóru. En ekki álítur hann að dráttur sá, sem orðið hefir á afhendingu járnsins, stafi af því, að erfitt hafi verið að fá það, heldur af því, að það hefir hækkað nokk- uð í verði síðan kaupin voru gerð, og þó einkum vegna þess hve flutningsgjaldið með Bergensskip- unum hefir hækkað mikiö. Mun selj- anth'nn hafa beðið töluvert tjón á sölunni og þessvegna kinokað sér við að fullnægja samningunum. Mesta óráð telur landsverkfræð- ingurinn að fresta nauðsynlegum byggingum og innkaupum á efni. Þvf þó að efnið fáist seinna, þá er verðið altaf að hækka. Það er hrein furða, að þeir sem á byggingarefni þurfa aö halda, skuli ekki tryggja sér það, áður en verðið^ hækkar enn meira. Fyrir 1. apríl var ,hægt að fá cement hingaö komið fyrir 9 kr. tunnuna, en nú|er ekki hægt að fá það ó- dýrara en 12 kr., og eftir 1. maí er búist við að það hækki enn meira. Hvað einstaklingurinn gerði. 19. þ. mán, spyr Landiö svo: »Hvað mundi einstaklingurinn gera y ef hann ætti völ á tveimur jafn- hentugum lóðum, annari á kr. 32 ! og 50 aura meterinn, en hina á meira en 111 kr. mtr. ?« Með venjulegri skarpskygni á- lyktar ritstjórinn, að einstaklingur- inn mundi velja ódýrari lóðina. Ekki er gott að segja, hversvegna ritstjórinn er að spreita sig á þessu, honum líklega mjög erfiða, viðfangsefni, nema ef vera skyldi að það væri til þess að reka af sér óvitaorðið. Að vfsu setur hann þessa spurningu fram í sambandi vib lóðakaup Landsbankans, en honum láist algerlega að færa sönn- ur á að Arnarhólslóðin sé jafnhent- ug og Hótel Reykjavíkur, en á því byggir hann. Það verður að vísu ekkert sannað um þaö, hvort H.R. lóðin sé hent- ugri, en ritstj. Vísis telur hana það. Hann lelur hana svo mikiö hent- ugri, að ekki sé horfandi í verð- muninn. — Það er betra að borga segjum 70 þús. kr. meira fyrir lóð- ina í eitt skifti fyrir öll, en að tapa svo og svo miklum viðskiftum á ári meðan bankinn stendur, vegna þess að hann stendur á óhentug- um stað. Þess vegna getur ritstj. Vísis ekki mælt með Arnarhólslóð- inni. Enginn efi er á því, að hver kaupmaður myndi heldur kjósa H. R. lóðina og kaupa hana, þó að verðmunurinn sé svo mikill, ef hann ekki skorti fé til þess. Bank- ann skortir ekki fé. Og það er léleg hagsýni, að láta það ráða, hvor Ióðin er ódýrari, ef nokkur vafi er á því hvor er hentugri. Skatta-álögur Breta. McKenna, fjármálaráðh. Breta, hefir Iagt fyrir þingið nýtt skatta- málafrumvarp, og eiga skattarnir eftir því að nema 500 miljónum sterlingspunda.— Er það sú stór- kostlegasta skattabyrgði, sem nokkru sinni hefir verið lögð á nokkra þjóð, meira en 10 sterl.- pund á mann. — Þó segja ensk blöð að frumvarpi þessu hafi verið tekið með fögnuði, enda beri það ótvíræðan vott um styrkleik enska rfkisins og engin ófriðarþjóð önnur hafi treyst sér að ná svo miklum tekjum, til að standast kostnaðinnn af ófriðn- um, á þennan hátt. Stærsti skatturinn sem frum- varpið leggur á þjóðina er tekju- skatturinn — ekki tollar. Hann nemur 195 miljónnm punda eða sem nœst nákvæmlega jafn miklu og allar tekjur breska ríkisins síðasta árið fyrir ófriðinn. Hver maður sem vinnur sér inn meira en 2500 pund, eða hefir aðrar tekjur er nema 2000 pd. greiðir 5 sh. af hverju stérlingspundi.— Allir ríkustu tnennirnir eiga þann- ig að greiða fjórða hluta tekna sinna til ríkis þarfa, auk þess sem á þá er lagt með öðrum sköttum. Þeir sem vinna sér inn 500—1000 pd.st., greiða einn átt- unda hlutann (63—125 pd.st.) auk annara skatta, en af öðrum tekjum, jafn-miklum einn fimta hluta (100—200 pd.st.). Skattskyldir eru allir sem hafa 130 st.pd. árstekjur. Hlutafélög, sem borga ágóða til hluthafanna, eiga að greiða einn fjórða hluta af ágóða þeim sem til skifta kemur. Þó er tek- ið tillit til þess hverjar tekjur hlut- hafarnir hafa. Fasteignaskatturinn er. áætlað- ur 30 miljónir. Af aukagróða, sem stafar af ófriðnum greiðist sérstakur skatt- ur, 60 % af gróðanum, en að meðtöldum tekjuskattinum og öðrum sköttum sem á fyrirtækj- unum hvíla, eru greidd 77 % af þessum aukagróða til ríkisins. Af nauðsynjum eru tollar lagðir að eins á te og sykur. Þessir tollar koma all þungt niður á fá- tæklingum, en eru líka einu skatta- býrðirnar sem á þeim hvíla. — Toll á einnig að leggja á eldspít- ur, um 30 aura á þúsund hvert. Þá hefir verið lagður skattur á skemtanir og járnbrautarfarseöla. — Skemtanaskatturinn er mjög vel látinn, En eina nýmælið sem mætt hefir nokkurri verulegri mót- spyrnu er skatturinn á járnbraut- arfarseðlana. Eins og áður er sagt, láta ensk blöð mjög vel yfir frumvarpinu, auðvitað eru undantekningar frá því. Fylgismenn verndartoll- anna eru æfir yfir því, að tæki- færið var ekki notað til þess að leggja tolla á allar aðfluttar vör- ur, sbr. vörutollinn íslenska. — En líklegt er að sú stefna ryðji sér seint til rúms á Englandi. SetvdxB au^sxtv^av ttmatvtega. T I L MINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifat. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7.v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjóm til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, siðd. Pósthúsið opið V. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og fðstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. VANDAÐAR og ÓDÝRASTAR Líkkistur seljum vlO undlrrltaOir. Kisturnar má panta hjá ' hvorum okkar sem er. <v"í Steingr. Guðmundsson, Amtm.st. 4. Tryggvi Arnason, Njálsg. 9. Jtatvtwu s\6mcww 02 — vanar fiskverkun — geta feng- ið atvinnu á Austfjörðum í sum- ar. Hátt kaup. Semjið við Jón Sveinsson, Amtmannsstíg 4, — Heima kl. 4—6 e. h. Matjurta- garðar, 2—3 óskast leigöir, helzt í aust- urbænum. Guöný Ottesen, Klapparstíg 1 B. 2000 pd. af töðu eða góðu útheyi kaupist nú þegar. Afgr. vísar á. Líkkistur. Miklar birgðir fyrirliggjandi. Séð um jarðarfarir ef óskað er Sími 93. Hverfisg. 40. Helgi Helgason

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.