Vísir - 27.04.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 27.04.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgrelðsla blaðsins á Hótcl Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, • Inngangur frá Vallarstrætl. Skrifstofa á sama stað, inng. frá- Aðalstr, — Ritstjórinn til vlðtals frá U. 3-4. Sími 400— P. O. Box 367. ast. Þaö var gamalla manna mál- tak: »það batnar upp úr páskun- um«, og enn mun trú þessi lifa,aö það batni til lands og sjávar upp úr páskunum. Ó. I. Fatabúðin. Karlmannaföt, fermingaríöt, nær- fatnaður, enskar húfur, regnkápur, morgunkjólar, barnakjólar og kápur, slifsi og m. f). Bezt að vcrzla í Fatabúðinni í Hafnarstræti 18. (Inngangur um miðdyrnar). Horfur austan fjalls 21. apríl (föstudaginn langa). ; Nó er sumarið komið, en ekki er útlitið sumarlegt: norðan bál og kuldi á hverjum degi, og í dag hefir verið bylnæðingur. í Vík í Mýrdal hefir verið svo vondur byl- ur í dag, aö varla hefir verið fært húsa í miili og fannkoma svo mikil, að fönnin er komin upp á miðja glugga á timburhúsum. Undan- farna daga hefir verið sólbráð, og er pví víðast hvar allvel uppleyst. Þó eru ísalög víða allmikil ennþá, t. d. er enn ein íshella á Þjórsá, frá Urriðafossi og fram í sjó, og er slíkt sjaldgæft um sumarmál. Ennþá mun víðast hvar öllum fén- aði gefið, að minsta kosti hálf gjöf. Hvergi er talað um heyskort hér um sýslur (Árness- og* Rangárvalla- sýslu) og fénaöur mun vera ígóöu standi. í Skaftártungu og Síðu, f Vestur-Skaftafellssýslu er sagt að menn séu orðnir heytæpir, enda gátu þeir ekki náð öllu heyi sínu í haust. Aflabrögð hér austanfjalls eru með langminsta móti. í Þorláks- hötn er kominn 80 fiska hlutur hæst, en hjá sumum sama sem ekki neitt. Sagt er aö þar séu nú nær 500 sjómenn. Fer þar mikill vinnu- kraftur til lítils, þegar ekki er meira að gera en nú er þar. í Selvogi er kominn 200 fiska . hlutur. í Herdísarvík 300 hæst, en 50 fiska hlutur lægst. Undanfarn- ar vertíðif hefir verið lítið nm út- ræði i Herdísarvík, en í vetur fluttu sig nokkrir úr Þorlákshöfn þangað, og ganga nú 6 skip þaðan. Lík- indi að þar rísi upp aftur veiði- stðð. Á Eyrarbakka eru komnir 200 fiska hlutir hæst og talsvert af því smælki. Á Stokkseyri 2— 300 fiska hlutir. Ekki eru menn samt vonlausir að úr öllu þessu kunni vel að ræt- og Asqhé. Þýski kanslarinn, von Beth- mann Hollweg, hélt nýlega ræðu í þýska þinginu um ófriðinn og friðarhorfur. x Hann kvað óvinina haida að Þjóðverjar væru að þrotum komn- ir, að þá vantaði lið og að allur kjarkur væri úr hermönnum þeirra. En ekki þyrfti annað en benda á orrustuna hjá Verdun til sann- indamérkis um að þessu vœri ekki svo farið. Og yfirleitt mættu Þjóðverjar vel við una hvernig sakir stæðu á öllum vígstöðvun- um. — Pá kvað hann óvinina reyna að vinna á Þjóðverjum með sulti og hafnbanni, er þeir gætu ekki unnið þá með vopnum. Sagðist hann vera hissa á því að óvin- irnir syldu enn þá halda að þeim , tækist það. Það væri að vísu satt, að víða vœri þröngt í búi á Þýskalandi um þessar mundir, en landsmenn væru fúsir til að leggja hart á sig. — Úr þessu myndi brátt rakna því uppskeru- horfur væru góðar. Mestur hluti ræðu kanslarans var um fyrirætlanir Þjóðverja og friðarhorfur. Kvað hann til lítils að tala um frið ef hann ætti að kosta það að »hervald Prússa yrði algerlega brotið á bak aft- | ur«, eins og Asquith hefði sagt. Slíkum orðum svöruðu Þjóðverj- ar með sverðinu. Hann kvaðst hafa látið uppi að Þjóðverjar væru fúsir til að semja frið, en um ó- vinina væri öðru máli að gegna. Pað væri auðsætt á því sem stjórnmálamenn þeirra allra hefðu talað undanfarna mánuði. Hann gat þess að ekki gæti komið til mála, að við friðarsamningana yrðu gerðar sömuríkjaskipanir og verið hefði fyrir ófriðinn. PóIIand mundi verða gert að sérstöku ríki, sem ætti að vera til varnar fyrir ágangi Rússa. Hann kvað engan mann geta vænst þess, að Pjóðverjar sleptu þeim löndum, sem þeir hefðu tekið á vestur- vígstöðvunum, nema þeir gætu veriö öruggir um framtíð sína, Peir mundu búa svo um hnút- ana að Belgía yrði ekki undir- lægjuríki Engla og Frakka. Var helst á kanslaranum að heyra, að Pjóðverjar mundu stofna þar nýtt ríki, þar sem flæmska yrði töluð og flæmski þjóðflokkurinn réði lögum og lofum. Asquith stjórnarformaður Breta svaraði ræðu kanslarans nokkr- um dögum síðar í veislu, sem haldin yar fyrir franska þing- menn í kynnisför íi! Englands. Kvað hann auðsætt að kansl- arinn teldi bandamenn verða að eiga upptökin að friðarmálum, eins og þeir væru sigraðir en Þjóðverjar sigurvegarar.— »En«, mælti hann, »við erum ekki sigr- aðir og verðum ekki sigraðir«. Asquith kvað kanslarann hafa snúið út úr orðum sfnum um að brjóta á bak aftur, þau orð lytu eingöngu að því að brjóta á bak aftur völd hernaðarflokks- ins sem nu réði lögum og lof- um á Þýskalandi. Hann mintist á Pólland og Belgfu. Pólverjar mundu muna meðferð Prússa á sér. Pað mundu fáir trúa því að Pólverjar fengju að ráða sér sjálfir og tala móð- urmál sitt eins og kanslarinn hefði komist að orði. Mönnum væri í fersku minni tiIraunirPrússa um síðastliðin 20 ár að gera Pól- verja þýska. Kanslarinn sjálfur hefði verið aðalhvatamaður þess að þýskir bœndur hefðu verið settir niður í lönd Pólverja í Pos- en fyrir nokkrum árum. Pólsku hefði veri bannað að tala í skólum þeirra nema við trúarbragðakenslu, en það hefði jafnvel þótt of mikið svo nú yrðu börn Pólverja að læra bæn- irnar sínar á þýsku, Út af því sem kanslarinn hefði sagt að Þjóðverjar ætluðu að setja á stofn nýja Belgíu að ófriðn- um loknum, þá væri því til að svara að bandamenn einsettu sér að endurreisa g ö m 1 u Belgíu. Taflraun. Frank J. Marshall skákkonungur Bandaríkjanna hefir nýlega teflt 105 skákir samtímis. Hann vann 82, tapaöi 8, en 15 voru.jafntefli. \ "Oísv Tl L MINNIS: Baðhfisiö opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. x>p, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasamið opið 17,-27, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á n:ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhhðir kl. 10—2 og 5—6. Nóg af sauðsfÚYinttm hjá Jóni í Sölfhóli. VANDAÐAR og ÖDÝRASTAR Líkkistur seljum vlð undlrritaOir. .„.-v, Kisturnar má panta hjá j^ ~ hvorum okkar sem er. v" Steingr. Guðmundsson, Amtm.st. 4. Tryggvi Arnason, Njálsg. 9. Líkkistur. Miklar birgðir fyrirliggjandi. Séð um jarðarfarir ef óskað er Sími 93. Hverfisg. 40. Helgi Heigason Frá Vestur-Islendingum Verölaun fyrir hraökappskák. Hraðkappskák fdr fram í Winni- peg í vetur. Keppendur voru 30 og einn þeirra fslendingur, að nafni Sumarliði Sveinsson. Varð hann annar í röðinni, tapaði að eins einni skák, fyrir þeim sem sigur vann. Sumarliði fekk því önnur verðlaun. Hann hafði þó aldrei þreytt hrað- skák áður, en í henni eru aðeins gefnar 10 sekúndur til hvers leiks. Og sagt er að keppendur allir hafi veriö úrvals skákmenn. — Sumar- Iiði fluttist vestur um haf vorið 1913. Hafði þá nýlega tekið þátt í kapp- skák hér heima og orðið næstur Pétri Zóphoníassyni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.