Vísir - 27.04.1916, Síða 3

Vísir - 27.04.1916, Síða 3
V í SI R Garðakirkja verður seld til niðurrifs þeim er best býður ef nægjanlega hátt boð kemur. Lysthafendur sendi lilboð sín í lokuðum bréfum til undirritaðs formanns sóknarnefndar þjóðkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði. Verða þau opnuð (að þeim viðstöddum) 3. maí næstk. kl. 12 á hád. á heimili undirritaðs, sem gefur væntanlegum lysthafendum upplýs- ingar um borgunarskilmála og annað er þeir kynnu að vilja fræð- ast um þessu að Iútandi. I SHW\oft fer til LEITH fyrstu dagana í maí. C, Zimsen. Hafnarfirði 25. apr. 1916. \ - Drekkið Mörk CARLSBERO Heim8ins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olsen L LOGMENN VATRYGGINGAR Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The BriU ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaður, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppij. Srifstofutími frá kl. 12—1 og 4—6 e. h. — Talsími 250 — Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Orundarstíg 4. Simi 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gíslason yflrréttarmálaflutnlngsmaöur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Aðalumboðsm. G. Gfslason Sæ- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miðstræti 6, Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður fyrir (siand9 Det kgl. octr. Brandassurance Comp Vátryggir: Hús, húsgögn, vðru- alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. Simi 26 N. B. Nlelsen. SewdÆ 3L\x^s\waav tm&wfcga. *>} \ $ \. Prentsm. Þ. Þ. Clementz . Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 11 ---------------- Frh. Hann kveikti, á meðan hún var að rífa upp bréfið, — Nei! Hér er bréf frá Margot, sagði hún og roðnaöi af ánægju. Þú getur slökt á eldspýtunni, Teddy. Það er víst ekkert merkilegt. — Ætlarðu ekki að lesa bréfiö? — Nei, eg get beðið. Eg veit alveg fyrirfram hvað hún muni skrifa. Hún er indælt barn og skemtileg kunningjastúlKa. En það er ekkert gatnan að fá bréf frá henni. — Eg hugsa að eg viti hvað hún skrifar þér nú, sagði Edward. Ungfrú Forber hló. — Blessaður, Teddy, reyndu nú ekki að vera gáfaður. Það fer þér eitthvað svo illa, vinur minn. Ungi maðurinn brost hlýlega. — Eg veit það vel, Katrín, að eg verð heimskingi alla mína daga. En jafnvel hinn heimski getur getið upp á því, um hvað Margot muni nú skrifa. Eg sá,hana í skemtigarð- inum, þegar eg var í borginni fyrir tveim dögum síðan. Og eg haföi ekki fyr heilsað henni en hún sagði mér að Chestermere væri á leiðinni heim. Hans væri von á hverri stundu. Það var alveg nýkomið símskeyti frá honum um, að hann væri á Ieiðinni. Þær héldu að hann væri einhvers staðar á Indlandi, og urðu steinhissa á símskeytinu. Eg býst viö að móöir hans hafi orðið meira en lítið glöð. Henni þykir víst ákaflega vænt um Filipp. — Það er víst ekki nema venju- legt að maður elski börn sfn. Er það ekki, Teddy? Edward brosti. — Þú þarft ekki að halda aö foreldrar mínir elski mig mjög mikið, svaraöi hann. Og Katrín gat ekki að sér gert aö hlægja, því það var alkunnugt aö hertoginn Oxford sem var faðir Edwards, var ákaflega uppstökkur og þar eftir óskemtilegur maður. — En þú verður líka að játa, Teddy, að fáðir þinn hefir svo sára raun af þér. — Eg veit ekki hvað eg hefi gert, Katrfn. Ungfrú Forber snéri sér að unga manninum og sagði: — Það er ekki það sem þú hefir gert, vinur minn, sem faöir þinn hefir á móti þér, heldur það sem þú lætur ógert. Edward ypti öxlum. — Eg segi þér þaö satt, Katrín, að það er ekki til neins að prédika fyrir mér. Eg er ekki einn af þessum mönnum sem langar til að komast upp á við í mannfélaginu. Minn velæruverði faðir, sem er sjálfur mesti maður ættarinnar að sínum eigin dómi, ætti að vera ögn umburðarlyndari viö börn sín. Það geta ekki allir orðið mestir. — Æ, blessaöur farðu nú ekki aö halda skammarræðu um fööur þinn, svaraði ungfrú Forber. — Já, en mér er farið aö Ieið- ast að verða stöðugt fyrir ákúrum og skömmum fyrir alt sem eg geri, sagöi ungi maðurinn. Eg meina ekki ákúrur þínar, Katrín, því að þú ert engill. En hví! Eg sé sárt eftir því að eg fór ekki með Ches- termeri þegar hann stökk á burt fyrir nokkrum árum síðan. Eg hefði þá að minsta kosti verið lans við vandræða skapsmuni fööur niíns. Ef Chestermere biður mig aftur um aö koma með sér, þá mátt þú reiða þig á að eg skal ekki neita því. — Chestermere veit ekki hvað hann á að gera við tfmann, svar- aði Katrín. En þú verður að minn- ast þess, að þú hefir miklu meiri ábyrgð en hann. — Þú átt líklega við það, að eg á von á því að fá hærri titil en hann? En eg sé, satt aö segja, ekki að það geti skaðað mig mikið þótt eg færi í nokkura ára ferða- lag. En hvað er eg annars að vit- leysast. Eg býst varla við að Ches- termere fari svo bráðlega í feröa- lag. — Því ekki það ? spurði ungfrú Forber. Edward horfði á hana. — Jæja, gott og vel, sagði hann gletnislega. Eg býst við að þú vitir meir um það en flestir menn aðrir. Ungfrú Forber stóð nú upp úr stólnum. — Það er alveg misskilningur hjá þér, Teddy, sagöi hún, ef þú heldur að það sé á mínu valdi aö fá Chestermere lávarö til að breyta lifnaðarháttum sfnum. — En — þú ætlar þó að giftast honum, Katrín, er ekki svo? Ungfrú Forber hló nú góðlát- Iega. — Og hvað kemur það málinu við? spuröi hún, Edward glápti á hana. — Eg veit það ekki með vissu, sagði hann, en eg hélt að það kæmi málinu talsvert við.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.