Vísir - 28.04.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 28.04.1916, Blaðsíða 3
VfSIR Trésmiðafundur verður haldinn í Bárubúð sunnudaginn 30. þ. m. kl. 4 síðdegis. Aríðandi að a 11 i r trésmiðir í bænum sœki fundinn. ' JCeJttWn. best og ódýrust hjá 2 háseta vantar á skn. »Fulton«, sem liggur hér á höfninni. Lysthafendur gefi sig sem fyrst fram við skipsfjórann. Fermingarkort, Bókarkort og Póstkort ísienzk og útlend. Stórkostlega mikið úrval, þar á meðal margar tegundir, sem hvergi eiga sinn líka hér í bænum í Pappírs- & ritfangaverzl. Laugaveg 19. Sími 504. Tómar hálffljöskur kaupir versl. Nýhöfn hæsta verði. LÖGMENN ► < Bogl Brynjólfsson yffrréttarmálaflutnlngsmaður, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstofutími frákl. 12—1 og 4—6 e. h. — Talsími 250 — Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Orundarstíg 4. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Asg. Gr. Gruniilögsson & Co. JástXeVgHa? Ut stangavetla v júnv, \úU. 09 ágúst V- á. Tilboð komi til borgarstjóra fyrir lok þessa mánaðar. Reykjavík 22. apríl 1916. Fasteignanefndin. Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutnlngsmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Sími 26 JSest al au^sa \ TKsv Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 12 --------------- Frh. Ungfrú Forber ypti öxlum og fór að ganga fram og aftur um flötina. — Stundum getur það auðvitað veriö svo, sagði hún, en ekki í þessu tilfelli. — Þú átt ef til vill við það, að þér sé sema um hvert á land hann fer> þegar hann er orðinn maður- inn þínn. — Það er eínmitt það sem eg á við, svaraði ungfrú Forber og hló dátt. Þú mátt vera viss um, að þú ert ekki sá sem á að verða svo óheppinn að veröa maðurinn minn. — Nei, sagði drengurinn dapur- lega. Eg v.eit það, því miður. Mér þætti annars gaman aö vita hvað það er, sem Chestermere hefir gert til að eiga skilið að hafa á burtu með sér eina kvenmanninn sem nokkurs er verður. Katrín hló dált. — Þú mátt hlægja svo mikið sem þú vilt, sagði hann. Það getur ekki orðið verra en það er. Eg veit það vel að eg er asni og verð asni. Þú ætlar að giftast Chester- mere og þar með búið. Stúlkan stakk hendinni undirarm hans. — Hvað í dauðanum gengúr að þér, Teddy? Eg hefi aldrei heyrt þig tala svona áður. — Það hýst eg við að sé satt, sagði ungi maöurinn. Og þú hefðir heidur ekki heyrt mig tala svona nú, ef þú hefðir ekki gert mig æstan. Það æsti mig að heyra þig tala svona kæruleysislega um gift- ingu ykkar Chestermere, þegar eg veit að þú fyrirlítur hann og alt sem að giftingunni lýtur. Þú getur alveg eins vel játað strax að eg hafi rétt fyrir mér. Stúlkan þagði nú eitt augnablik. Svo sagði hún ekki nema eitt orð og það var: Já. En hún sagði það þannig að Edward varð alveg for- viða. Það var eins og það væri nú alt önnur Katrín, sem talaði. Áöur en hann gat áttað sig á þessu, hafði ungfrú Forber breyzt aftur. — Eg hata giftinguna, sagði hún nú kæruleysislega, vegna þess að það eru aðrir sem hafa ráðið henni Mér finst að það ætti að refsa for- eldrunt sem vilja algerlega ráðstafa fyrirfram giftingu barna sinna. Hvernig átti faðir minn að geta nokkuð um það vitað að eg myndi vilja giftast Chestermere Iávarði? Mér finst þetta vera gerræði viö okkur bæði, Chestermere lávarö og mig. Þetta er ekkerí annað en verzlun, Katrín. Chestermere er fátækur maður en þú ert stórauðug og — Stúlkan við hlið hans fór að skjálfa og dró handlegginn til sín. Hún virtist ætla að segja eitthvað, en hún gerði það ekki, en hló lágt. — Það væri þá miklu betra að afhenda honum einhverja fjárhæð, en þurfa svo ekki að gifíast hon- um. Eg ætla að vita hvort ekki muni vera hægt að útkljá málið á þann hátt. — Chestermere kemur hingað auðvitað á morgun, sagði Edward og var auðheyrð afbrýðisemin í röddinni. Viltu annars ekki bjóða honum heim? Honum myndi þykja mjög vænt um það. — Það væri annars líklega rétt. sagði ungfrú Forber kæruleysislega. Það er líka alveg óvíst aö hann komi annars. — Þú mátt vera viss um, Katrín, að hann kemur. — Það eru engin lög til að neyða hann til þess, sagði stúlkan kuldalega. Og enn hefir honum ekki verið boðið að koma. Edward leit undrandi á hana. — Já, þú ert einkennilegur kvenmaður. Eg held ekki að þú hafir áhuga fyrir mörgu í heimin- um. Þú ert ólík öðrum stúlkum, Hvernig stendur annars á því að þú skulir heldur vilja búa hér á þessum stað en að taka þátt í sam- hvæmislífinu í borginni eins og þér ber. N — Ó, eg fæ víst nóg af heim- inum þó síðar verði. — Margot var steinhissa á því, að þú skyldir ekki koma til borg- arinnar og allir voru að spyrja eftir þér og hvernig á því stæði, að þú skyldir grafa þig hér lifandi. Þú hefir aldrei látið sjá þig í sam- kvæmum í þessi tvö ár sem Ches- termere hefir veriö að heiman. Katrín kiptist við, en hann sá það ekki. Hún svaraði honum kuldalega. — Eg fékk nóg af London, þegar eg var þar í fyrsta sinn, sagði hún. Mér þykir leitt ef Margot leiðist mín vegna, en eg get ekki vanrækt dótturskyldu mína, jafnvel þótt Margot eigi f hlut. Nú skul- um við koma, Teddy.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.