Vísir - 29.04.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 29.04.1916, Blaðsíða 4
VÍSlR Bæjarfrétiir, Frh. frá 1. síðu. VcrkfaU. Hásetarnir á botnvörpungunum Eggert Ótafssyni og Marz hafa gert verkfall. Krefjast þeir þess að út- geröarmenn sleppi öllu tilkalli til lifrar þeirrar, sem á skipin keinur og vilja hafa réit til að selja hana hverjum sem vera skal og best býð- ur. En samkv. samningi sem gildir til 1. maí, hafa útgm. borgað há- setunum 35 kr. fyrir tunnuna. Landstjórnin lét Goðafoss flyíja maísbirgðir, sem hún átti á Akureyri, vestur í Skagafjarðar- og Húnav.sýslur.handa bændum til skepnufóðurs. — Er vonandi að bændum þar nyrðra geti oröið sú björg að þessu, að þeir missi ekki skepnurnar sínar. En þess er nú varla iangt að bíða, að snjóinn leysi og jörðin komi undan honum græn og kjarngóð. Kolin. Guðm. E. Guðmundsson er nú að ráða sér verkamenn til að vinna í námunni vestra. Býður hann mönnum ágæt kjör, 80 króna kaup á mánuði fyrir 8 stunda vinnu á dag, en . auk þess má hver maður taka upp 3 smál. af kolum í frí- stundum sínum og eiga þau sjálfur. Mislingar hafa gert vart við sig hér í bæn- um. Þeir munu ekki vera orönir landlægir hér og verður því reynt að hefta útbreiðslu þeirra. En varla fá þá þó að þessu sinni margir aðrir en börn, en á þau leggjast þeir venjulega mjög létt, ef gæti- lega er farið. Ásigling varð hér á höfninni í gærmorg- un. Færeyskt fiskiskip sigldi á róðr- arbát, sem kom af hrognkelsanet- um, og hvolfdi honum. Á bátnum voru 2 menn og náðust þeir báðir iifandi, en annar þeirra var með- vitundarlaus. Hann raknaði brátt viö og var fluttur í land í sjúkra- körfu. Hann er talinn úr allri hættu. Matth. Einarsson, læknir hefir haft svo mikið að gera, síöan hann kom heim, að hann hefir ekki getaö sint þeimnærri öllum, sem hans hafa vitjað. Uppskurði hef- ir hann gert 2 og 3 dagl. og h'kur eru til aö því haldi áfram fyrst um sinn. Goðafoss er væntantegur til ísafjarðar í dag og hingaö á morgun. Plóra mun hafa farið frá landinu í fyrradag. Gullfoss er væntanlegur i dag tii Kaup- mannahafnar. Matsvein vantar á botnvörpunginn ,Rán’, Uppl. f Lækjarg* 6. e JUtax sem æUa sóv \ sUdax- úVktwx i sumai* vtfja Já zú\\% aB levta séx upp^smjja í ^Destuxc&ötu 88 ^uppv) .M* 3--2fc og 3—8. "Mtau aj iaudv. Símfréttir, Þórshöfn í dag. Sömu harðindin og áður, að eins dagur og dagur, sem er sól- bráð, í dag er frost og fjúk. Alt í kafi í snjó hér á Langanesi og nærsveitum. — Margir að verða heyþrota, og fáir sem endast iengi með hey úr þessu, ef ekki fer að laka fram úr. Héilsufar rnanna heldur gott. Slys. Eyrarbakka i gær. Slys vildi tii nýlega í Hauga- koti í Sandvíkurhreppi. Bónd- inn þar vai staddur í Reykjavík og konan, Guðbjörg Jónsdóttir, ein heima með börriin á ýmsum aldri. Einn daginn var hún að leysa hey, en þá féll ofan á hana skútinn (sigið hey með torfþekju) Börnin gátu ekkert að gert og hljóp sonur konunnar, á ferm- ingaraldri, til næsta bæjar til að sækja hjáip, en á meðan lá kon- an undir skútanum, fram undir klukkutíma og þegar hún loks náðist var hún orðin svo þjök- uð að hún dó daginn eftir. | Hér hefir Jengi verið fisklaust !■ og eru menn nú farnir að taka upp net síp, vonlausir um breyt- ingu til batnaðar. Isafirði í gær. Sífelt gæftaleysi til sjávarins. Mikili snjór og frost til landsins undanfarið og bændur orðnir hey- knappir. I TAPAÐ —FUNDIÐ Brjóstnál lapaðist í gær á göt- um bæjarins. Skilist að Ingólfs- hvoli. [348 Ein stofa með aðgang að eld- húsi óskast 14. maí. Áreiðanleg borgun. Afgr. vísar á. [337 Tveir piltar óska eftir herbergi með nauðsynlegum húsgögnum frá 14. maí til 30. júní. Tiiboð merkt 88 sendist afgr. þessa blaðs. [338 Herbergi með sérinngangi frá 1. eða 14. maí, óskar einhleypur maður fyrir ait árið. Tilboð merkt 29 sendist afgr. Vísis. *~[340 Herbergi fyrir einhleypan til leigu frá 14. rnaí. A.v.á. [276 1 stór stofa meö aögangi að eld- húsi óskast frá 14. maí. Áreiðanleg borgún. A. v. á. [277 SKRIFSTOFUR. 2 herbergi til Ieigu á besta stað í bænum. Tilboð merkt « 500 « leggist inn á afgr. Vísis. [324 Herbergi iyrir einhleypa til leigu á Bergstaðastr. 31. [325 2 herbergi og eldhús eða aðg. að eldhúsi óskast 14. maí. Jón Hailiðason, Grettisg. 8 niöri. [326 Tvö samliggjandi herbergi neöar- lega í austurbænum til leigu frá 14. maf. A. v. á. [327 i herbergi ásamt húsgögnum í eða nálægt miöbænum óskar eftir 1. eða 14. maí reglusamur ungur maður. — Áreiðanleg borgun. Afgr. vísar á. Telpa nálægt feriningaráldri ósk- ast í vist frá 14. maí, á fáment heimili. A. v. á. [270 Stúlku vantar á heimili í grend við bæinn. Hátt kaup í boöi Uppl. á Bergstaðastr. 27 uppi. (306 Dugleg, þriíin stúlka, helst rosk- in og ráðsett, öskast 14. maí. Gott kaup í boði. Eggert Snæbjörnsson. Mímir. (307 Stúlka óskast í gott hús.— Hátt kaup í boði. — Uppl. gefur María Ólafsd., Skólav.st. 45. [330 Stálpuð telpa óskast á fáment heimili. A. v. á. [331 Stúlka á fermingaraldri óskast í vist á barnlaust heimili frá 14. maí. Uppl. á Laugav. 19 B niðri. [332 Stúlka óskar eftir vinnu við hreingerningar. Uppl. á Njálsg. 15. [334 Unglingspiltur vel hraustur ósk- ast í ársvist á gott sveitaheimili. — Hátt kaup í boði. Upplýsingar í Bankastræti 11. Jón Hallgrímsson. _______________________________ [[349 Unglingsstúlka.helst fermd, óskasl á fáment heimili frá 14. maí til 1. október. A. v. á. [347 KAUPSKAPUFt Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sörauleiðislangsjölog þríhyrnur eruávalt til sölu í Garöa- stræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). [1 Komiö og skoðið svuntur og morgunkjólana í Doktorshúsinu Vest- urgötu. [68 Morgunkjólar úr góðu vaskaíaui fást á Vesturgötu 38 niðri. [79 Nýleg barnakerra er til sölu á Hverfisgötu 68. [323 Ameríkanskt hjónarúm meðgyltum slám til sölu. Afgr. vísar á, [341 ' Járnrúm, tveggja rnanna, trérúm og þvoltaborð, til sölu ódýrt í Bergstaðastræti 1. [342 Ný egg fást á Vatnsstíg 7 B. (Hús Bergs sútara). [343 Hjólhestur brúkaður óskast til kaups. Upplýs. á Hverfisg.72 [344 Nothæfir húsmunir teknir dag- lega tii útsölu á Laugav, 22 (stein- riúsinu). [345 R i f f i II óskast til kaups nú þegar. Upplýsingar í prentsmiðju Þ. Þ. Clementz. Sími 27. [346 Orgel tii leigu, Afgr. vísar á. 1336 Reiðhjól óskast til leigu í sumar fyrir gott verð. Afgr. vísar á. [339

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.