Vísir - 01.05.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 01.05.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400 Skrifstofa og afgreiðsla 'v Hótel ísland SÍMI 400 6. árg. Mánudaglnn 1. maf 1986. 118. tbl. GAMLA BIO Heimskautslandaför ameríku- mannsins Capt. Kleinschmidts í 7 þáttum. Sýnd öll í einu. — Kostuð af Carnegie-sjóðnum. — Elnhver besta mynd Palads-leikhússins i Khöfn. Á mynd þessari er sýnt dýralífiö í Noröurheimskauta- löndunum og dýraveiðar á þelm slóðum. Það er ólíkt betri hugmynd sem menn fá af þessari mynd, uni þetta og þe;si lönd yfirleitt, en af því að lesa lýsingu heimskautafaranna, sem búa til ímyndaðar mannraunir til þess að gera för sína sögulegri. I»að er svo fjöldamargt sýnt í þessari mynd sem oflangt yrði að telja upp hér, en yfirleitt er mynd þessi einstök í sinni röð, enda hefir kóstað stórfé* að taka hana og verið mjög eftirsótt. Skemtileg og frœðandi mynd jafnt fyrlr eldri sem yngri. Sökum þess hve myndin er löng og dýr kosta tölusett sæti 75, alm. sæti 40 og barnasæti 15 aura. líppboð. Fimtudaginn 4. maí þ. á. veiða 8 góðar kýr seldar við upp- boð að Lágafelli í Mosfellssveit. Samtímis verða seldir ýmsirþarf- legir munir. Uppboðið hefst kl. HV2 f. h. Lágafelli, 25. apríl 1916. Dan. Danfelsson. Sítnskeyti frá fréttaritara Vísis }tðf&*Vf — vanar fiskverkun — geta feng- ið atvinnu á Austfjörðum í sum- ar. Hátt kaup. Semjið við Jón Sveinsson, Amtmannsstíg 4, — Heima kl. 4—6 e. h. Khöfn 29. apríl. Irland er lýst f hernaðarástandi. Maxwell er skipaður yfirhershöfðingi. Bandaríkjablöð eru vonlíiil en þýzk blðð vongóð um að friðsamleg lausn fáist á deilunni milli land- \ anna- . Fyrir nokkrufn dögum sendi brezka stjórnin út opinbera tilkynningu um að nppreisn, sem gerö hefði verið í frlandi, heföi þegar verið bæl« niður. Nú er það sýnt, að meira hefir kveðið að uppreist þessari en fyrst var látið í veöri vaka, og þó verður ekki af þessu skeyti neittráðið um það hve mikið það er, því að vitanlega þarf ekki mikið tít af að bera til þess að lönd og héruð séu sett undir herstjórn á þessum tímum. Khöfn 30. apríl Kut el Amara hefir gefist upp fyrír Tyrkjum — Setulið þar var 8970 manns. Carson og Redmond hafa í sameiníngu lýst megnri óbeit á uppreistinni á 1 Irlandi. Enski hershöföinginn Townshend hefir setið inniluktur í Kut el Amara í Mesapotamíu í 4 mánuði. f^ýja Bíó Grunaður um glæp Áhrifamikill sjónleikur í þrem þáttum, leikinn af afbragðs- góðum þýskum leikeudum. Verð aðgöngumiða hið sama og venjulega. Knattspyriiufélag Reykjavíkur. Œfingar verða fyrst um sinn á þriðjudögum, fimtudög- um og laugardögum kl. 8 e. m. stundvfslega Stjórnln. Frá Landsb.safninu: Samkværot 11. grein í reglum um afnot Landsbókasafnsins eru allir lántakendur ámintir um, að skila öllum þeim bókum, er þeir hafa að láni af safninu, fyrir 14. maí, og veiður engin bók lánuð þaðan 1.—14. maí. / Landsbókasafnið 27. apríl 1916. óskaskeyti voru send út um bæinn frá landsímastöðinni. 1 Eri. mynt Kaupm.höfn 28. aprfl. Sterlingspund kr. 15,73 100 frankar — 56,00 100 mðrk — 61,55 Afmæli á morgun: Anna C. Zimsen, ekkjufrú. . Astr#id^B. Kaaber, húsfr. Guðm. H. Jakobsson, verzlm. Kristjana Pétursdóttir, ekkja. Lára Magúsdóttir, ungfr. María Jónsdóttir, húsfr. Hafnarf. Paul Smith, símverkfr. ' Valborg J. E. Sigfússon, húsfr. Fermingar- og afmælis- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Arnasyni í Safna- húsinu. Goðafoss kom hingað í gær að vestan og norðan. Meðal farþega voru: Pétur J. Thorsteinsson, Pétur Ólafsson frá Patreksfirði, Th. Krabbe verkfr., Fr. Nielsen umboðssali og Sigtr. Jóhannesson, byggingameist- ari. 1 Ferming fór fram í báðum kirkjunum hér í gær. Milli 4 og 5 hundr. heilla- R e y k j a v í k Bankar Sterl.pd. 16,00 100 fr. 57,00 100 mr. 63,00 I florin 1,45 Doll. 3,55 Pósthús 16,00 • 57,00 64,00 1,45 3,60 Verkfallið. Botnvörpungarnir, Bragi og Marz lögðu út héöan í gær, með «m helming skipshafna, aðrir skipverjar neituðu að fara. En þjark rtokkurt hafði orðið milli skipstjóranna og forsprakka verkfalismanna. f gær- morgun var skipstj. á Braga að kalla saman menn sína í landi, en er þeir voru komnir niður á bæjar- bryggjuna, þustu þar að þeir Ólafur Friðriksson, ritstjóri, Jón Back og Björn Blöndal og fleiri menn með þeim og bönnuðu hásetum aö fara. Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.