Vísir - 01.05.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 01.05.1916, Blaðsíða 3
V Í.S'I R \tzx stúlkuv sem »Wa sét \ sUdav- \j\tvt\u \ sumat o$ \)U\a Já $63 &yóv, »Uu á3 UUa scv up^\\s\t\$a á *^3esUxx$öUx Só ^upp\^ M. Z--\ oc> 2»—9* Nokkra verkamenn vantar við kolagröft á Vesturlandi. Kaup: 80 krónur á mánuði og ókeypis fæði og húsnæði. 8 stunda vinna á sólarhring. Hver verkamaður hefir Ieyfi til þess að vinna 3 smáiestir af kolum í frístundum sínum og á hann sjálfur þau kol. Ennfremur vantar: kvenmann til að matreiða. Hátt kanp! ^rVuuÆ &uðm. &tt§mux\&ssot\ Hverfisgötu 35 uppi. Heima frá kl. 5—8. Stórt .úrval af Linoleumdúkum í Bankastræti 7. Preiitsmiðja Þ. Þ. Clemeníz, 1916. Bæjarins ódýrasta Yeggfóður (Betræk) í Bankastræti 7. j^^MTRYGGINGVV^Jj Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Sæ- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miöstræti 6, Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður fyrir fsiand Det kgl. octr> Brandassurance Comp Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Líkkistur. Miklar birgðir fyrirliggjandi. Séð um jarðarfarir ef óskað er Sími 93. Hverfisg. 40. Helgi Helgason VANDAÐAR og ÓDÝRASTAR Líkkistur seljum vlð undlri-itaðir. ■v Kisturnar má panta hjá . hvorum okkar sem er. , Steingr. GuBmundsson, Amtm.st. 4. Tryggvi Arnason, Njálsg. 9. Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Grundarstíg 4. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gfslason yf irróttarmálaflutnlngsmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Sími 26 Bogl Brynjólffsson yflrréttarmálaflutningsmaður, Skrifstofa í Aðaistræti 6 [uppij. Srifstofutími frá kl. 12—1 og 4—6 e. — Talsími 250 — JSesV aé aw$l\\sa \ "0\s\. Barátta hjartnarma Eftir E. A. Rowlands. 15 ----- Frh. UtJgi maðurinn leit á hana með aðdáun. ' — Eg hefi aidrei fundið til neins óhraustleika fyr en í kvöld, sagöi hann. Rósabella brosti. Svo að eftir alt saman þá þoldi hann ekki að vera návistum við hana. Hún var bæði þakklát og um leið reið. Hana langaði til að glíma dálítið við þennan mann. Hann hafði ekki litið út iíkt því eins veiklulega og Rupert, en svona hafði farið. Allir voru þeir eins, þessir karlmenn. Hún varp öndinni mæðilega. — Setjist þér niður og segið mér eitthvað frá ferðum yðar, sagði hún. Hann hlýddi eins og hlýðið barn. Hún hlustaði á og var svo blíð á svipinn að hann gleymdi því sem á undan var farið. Það var orðið nokkuð framorð- Ungfrú Margot sat úti í einu ^°rninu og talaði við Rupert. Hún beiö jþess að bróðir hennar kæmi. Stúlkan" var orðin mjög þreytt. Og nú varð hún alt í einu náföl, svo að Rupert flýtti sér að fara að leita að Chestermere. Hann varð mjög glaður yfir því að finna þau sitj- andi saman, unnustuna og hann, því að hann langaði mjög til þess að þau yrðu góöir vinir. Hann sagöi Chestermere nú frá því, hve systir hans væri oröin þreytt. Rósabella leit hvast á Rupert, þegar hann kom til þeirra. Og hún varð einkennilega harðneskjuleg á svipinn þegar hún sá að Chester- mere stóð á augabragði upp, er Rupert hafði talað við hann, til þess að fylgja systur sinni heim. Henni fanst það vera móðgun að hann gat án áreynzlu, aö því er virtist, slitið sig lausan frá henni. Hún kvaddi hann mjög þurlega, og leyfði síðan Rupert að leita að fötunum hennar og fylgja henni út að vagninunt þar sem fylgdarkona hennar beið eftir henni. Hún hafði geispaö hræðilega síðasta hálftím- ann, en ekki þorað að ávarpa Rósa- bellu af þvf að hún var svo sokk- in niður í að tala við Chestermere. — Það væti afbragðs gifting fyrit hana, hugsaði frúin með sjálfri sér. Því að þótt hún sé fögur, þá er hún samt svo sérvitur, aö hún heföi gott af að komast undir hand- leiðslu kjarkmikils manns. Chester- mere er sýnilega hrifinn af henni, en svo er nú þessi trúlofun þeirra ungfrú Forbers og hans. Þetta get- ur Ifka veriö einungis bráðabirgða- ást. Skyldi annars nokkuð vera hæft í trúlofun þeirra, Chestermere og Katrínar Forber. Ef svo er, þá hlýtur það að vera vegna þening- anna. Annað get eg ekki hugsaö mér. Þannig rausaði frúin viö sjálfa sig á meöan þær voru á Ieiðinni heim, Rósabelia sýndi það ekki í neinu, að hún væri hrifin af Chestermere, fremur en öðrunt. — Hvernig stendur á því, sþurði hún frú Farquhar á leiðinni heim, að fólk sem hefir ferðast um heim- inn finst þaö vera fremra hinum, sem heima sitja, Þeir eru miklu meiri metin fyrir sér. — Fyrir alla muni spurðu mig ekki um slíka hluti nú um þetta leyti dags, svaraði vinkona,'=hennar hlægjandi. Er annars Chestermere mikill á lofti? Eg hefi aldrei tekið eftir því að hann væri það. Mér hefir jafnan geðjast vel að honum. Hann er dálítið öðruvísi en allir aðrir. Hann hlýtur að veröa ágætis eiginmaöur. Katrín er hamingju- samur kvenmaður. Rdsabella snéri sér snögt við. — Hver er nú Katrín? spurði hún. — Katrín er yndisleg stúlka, sem er eitlhvað skyld Chestermere langt fram í ættir. Hún er uppi í sveit með móður sinni, og það er sagt aö þau hafi veriö trúlofuð síðan þau komu úr barnaskólanum, hún og Chestermere. Hún fær mikinn arf, bætti frú Farquhar við. Faðir hennar var mjög ríkur, en eg hefi heyrt, að hún fengi ekkert af arfinum, ef að hún vill ekki giftast Chestermere. En auðvitað kemur ekki til þeirra kasta. Hvf ætti það líka að koma fyrir? — Nú eruð þér farnar að Ieggja fyrir mig spurningar í stað þess að svara mér, sagði Rósabella og brosti. Nú nam vagninn staðar og Rósabelia hraðaði sér sem mest hún mátti upp í svefnherbergið sitt. — Loksins finst mér eg vera farin að hafa ögn gaman af iífinu, sagði hún við sjálfa sig. Við skul- um nú sjá tii. Hvar hefi eg heyrt getið um þessa Katrínu Forber áður? Var það á Mardenwold? Hún hristi höfuðið. — Nei, Agnes frænka hefir ekki minst á hana. Þá hefir það verið Margoí, Já, stendur heima. Hún var boðin til Chestermere-fólksins um daginn, þegar Margot bauð upp á teið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.