Vísir - 02.05.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 02.05.1916, Blaðsíða 4
VISIR Símskeyti frá fréttaritara Vísis. Kaupmannahöfn 1. maí. (Jppreistarmenn á Ir- landi hafa notað þýzkar kúlur og þýzkt púður. — Forsprakki uppreistarinn- ar Conolly hefir verið DRENGTJE, uin fermingaraldur, af góðu heimili og sem er hneigður fyrir verslun getur fengið framtíðarstöðu frá 14. maí n. k. við eina aðalverslun bæjarins. — Um- sóknir, ásamt mynd af umsækjanda og meðmælum, sendist Vísi fyrir 10. þ. m. Myndum og meðmælum skilar blaðið aftur. drepinn. Pæjarfréttir. Framh. frá 1. síðu eöa Hafnarstræti. Bæjarfógeti kvaddi tii þá: Ásgeir Sigurðsson, kaupm., Einar Erlendsson, byggingameistara og Jón Þorláksson, landsverkfr. Verkfallið. í gær áttu útgerðarmenn togar- anna fund með sér, og voru á þeim fundi umboðsmenn fyrir alla togara, sem gerðir eru út héðan og í Hafnarfirði. Samþ. fundurinn, að bjóða Hásetafél. þau kjör til handa hásetum, að greitt yrði hæzta gang- verð fyrir lifrina eða að ákveðið yröi sama verð og áður, 35 kr. af tunnunni. Að ööru ieyti yrði geng- ið að þeim kjörum sem lög Há- setafél. taka til, en ráðningartím- inn skyldi ákveðinn til 30. sept. Svars var krafist fyrir kl. 2 í dag. • Skallagrímur kom inn í gær af fiskiveiðum. Skömmu eftir að hann var lagstur, kom Ólafur Friðriksson á báti út að skipinu og ætlaði að stíga á skipsfjöl, en var bannað það af skipstjóra. Las hann þá frá bátnum samþykt Hásetafélagsins um verk- fallið fyrir hásetunum á skipinu. — Fór það alt friösamlega fram, að kalla. Lög eru toft! Verkfall er nú gert á togurunum jafnótt og þeir koma inn. Jarlinn ísfirski, Þorsteinn Ingólfsson og Skaliagrímur hafa nú bæst við hóp- inn. Það skiftir engu raáli hvort hásetarnir eru ráðnir til lengri eöa skemri tínia. Hásetafélagið fyrirskip- ar verkfallið og hásetarnir hlýða. Segja sumir að verkföll upphefji alia samninga. , Jónas frá Hriflu biður þess getið að hann hafi ekki verið í bátnum með Ólafi Frið- ikssyni í fyrradag. 10 stúikur vantar í síldarvinnu við Eyjafjörð. Ágœt kjör t boði! Ritstj. Vísis gefur upplýsingar. Fregnmiði var sendur út um bæinn frá Dagsbrún í gær, Var þar skýrt frá því, að samþ. heföi verið á fundi í Hásetafélaginu, aö banna félags- mönnum að hafa nokkur viðskifti við Sigurjón Pétursson vegna af- skifta hans af stympingunum á bryggjunni í fyrradag. EftirmæH. Ek veit einn, sem aldrei deyr, dómr um dauðan hvern, Þess vegna rita eg þessi örfáu orð um | góðan skólabróöur miun og vin. jj Rögnvaldur Rögnvaldsson bóndi 'j í Innra-Fagredal var kominn af Magnúsi Ketilssyni, og hafði faöir hans kallað sig af því Magnúsen, eins og hin greinin, Skarðsættin; og Rögnvaldur ritaöi og nafn sitt svo. Hann var fæddur 7. septem- ber 1869. En er hann hafði aldur til, fór hann í hinn lærða skóla og var þar 2 eöa þrjá vetur, en hætti því næst við skólalærdóm sakir fá- tæktar. Árið 1892 kvæntist hann og gekk að eiga Önnu Oddsdóttur frá Ormsstöðum á Skarðsströnd. Börn þeirra voru: Guðrún, dáin á undan föður sínum, Axel, Odd- ur, Helga og Jón. Rögnvaldur var duglegur maður og hágsýnn og bjargaðist því furðanlega, þótt hag- ur hans væri þröngur. Hann var lengí í Tjaldanesi og hafði þá stundum með höndum verzlun eða vörupöntun fyrir Skarðsstrendinga og hafði auk þess smáverzlun í Salthólmavík og afgreiðslu flóabáts- ins hafði hann á hcndi. Hann lést 13. marz 1916. Æfisagan er lítt frábrugðin ann- ara manna æfi. En sjálfur var hann óvanalega góður drengur. Hann var meöalmaður á hæö og gildur á velli, jarpur á hár og skegg og gráeygur, meðallagi fríður og nokk- uð nefstór. En það bar frá, hversu mikiö prúðmenni hann var í hátt- erni og skapi. Hann var hinn mesti greindarmaður, gætinn og rökvís, enda var hann og maður vel mentaður. Skaphægur en þétt- ur fyrir og kviklyndi var honum mjög fjarri. Kom það Ijóst fram í afskiftum hans af héraðsmálum. Hugsaði hann málin vel í upphafi en Iét eigi af skoðun sinni, er hann var kominn að niðurstöðu, og aldr- ei brast hann einurð. Hann var ágætur heimilisfaöir, ástríkur, trygg- ur og híbýlaprúður. Vinum sínum var hann tryggur og raungóður og hverjum manni ráðhollari. Ekki var eg honum betri en hverjum öðrum skólabróður mín- um, en fáir þeirra hafa reynsl mér svo vel sem hann. Mér er því mikill söknuður að fráfalli hans og mér er kunnugt um að hann varð öllum mönnum harmdauöi, þeim er náin kynni höfðu af honum: Orðstírr deyr aldrigi, hveim er sér góðan getr. Reykjavík í apríl 1916. Bjarni Jónsson frá Vogi. Telpa nálægt fermingaraldri ósk- ast í vist frá 14. maí, á fáment heimili. A. v. á. [270 Dugleg, þrifin stúlka, helst rosk- in og ráðsett, óskast 14. maí. Gott kaup í boöi. Eggert Snæbjörnsson. Mímir. (307 Stúlka á fermingaraldri óskast í vist á barnlaust heimili frá 14. maí. Uppl. á Laugav. 19 B niðri. [332 Stúlka óskar eftir ráðskonustörf- um á fámennu heimili um lengri eða skemmri tíma. A. v. á. [7 Smiður óskar eftir atvinnu við húsabyggingar í vor. A. v. á. [8 , Allskonar fatnaður er fljótt og vel saumaður á Laugaveg 24 B, niðri. [354 2 hraustir og duglegir pilta frá 17—18 ára óskast, gott kaup í boði. Finnið Steingr. Stefánsson. Vitasítg 8. [356 Stúlku vantar til úti og inni- verka í Flensborg í Hafnarfirði frá 14. maí fram að síldartíma. Uppl. Þingholtsstræti 25 (uppi). [20 Morgunkjólar smekklegastir.vænst- ir og ódýrastir, sömuleiðis lang- sjöl og þrihyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4. [1 Barnavagn óskast til kaups nú þegar. Afgr. v. á. [364 Dívan fæst keyptur. Bankastræti 11. Jón Hallgrímsson. [9 Barnavagn til sölu á Laugaveg 14 (uppi). [io 4 stólar, boröstofuborð, kven- stígvél, prjónatreyja og sumarhatt- ur, er til sölu ódýrt á Bergstaða- stræti 1 [11 Nýjir láskór nr. 38 ’tiTTölu með tækifærisverði á Smiðjustíg 7. [12 Eikartré Buffet, borð, stólar og svefnherbergismöblur til sölu í Mjóstræti 2 (uppi). [13 Mjög vandaður sóffi til sölu. A. v. á.________________________[14 Rúm sundurdregið, eikarmatborö, ferhyrnt borð og undirsæng til sölu á Frakkastíg 19. [15 Lítill bátur óskast til kaups nú þegar. Afgr. vísar á. [19 1 stór stofa meö aðgangi aö eld- húsi óskast frá 14. maí. Áreiðanleg borgun. A. v. á. [277 Eitt herbergi til Ieigu. Uppl. á Lindargötu 34.' [2 Stúllca óskar eftir herbergi 14. maí helst í vesturbænum. Uppl. í Gimli. [3 1 herbergi með húsgögnum ósk- ast strax eða Í4. þ. m. helst í miö- eða Austurbænum. A. v. á. [4 Stofa til leigu frá 14. maí með húsgögnum og forstofuinngangi í Þingholtsstræti 22. [5 Á Bjargarstíg 15 er sólrík stofa með forstofuinngangi til leigu frá 14. maí. Húsgögn fylgja ef ósk- að er. [6 Tapast hefir hetta úr silfri af handfangi á göngustaf, Iíklegast á Laufásveg eða miðbænum. Skilist á afgreiðsluna. [16 Stálpaður hvolpur, gulleitur, með hvítan blett á hálsi, hefir tapast. Finnandi vinsamlega beðinn að skila honum á saumastofu Andrésar Andréssonar, [17 Regnhlíf tapaðist 28. f. m. á göt- um bæjarins. Skilist á afgreiösl- una, góð fundarlaun. [18

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.