Vísir - 04.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 04.05.1916, Blaðsíða 2
V.ÍSIR VISIR A f g re 1 ð s 1 a blaðsins á Hótei Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá Id. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Iðnaðarmanna- áfengið og umsjónarmaðurinn f allri slnni dýrð. --- NI. Umsjónarmaðurinn á auðsjáanlega ekki nema stóryrði í orðaforða sín- um. Af því honum finst, sem rétt er, að hann ekki geta sagt við beiðandann, sem fer fram á of mikið : »Þú Iýgur því aö þú þurfir svona mikiðc, þá segir hann ekk- ert, en skrifár það sem fariö er fram á. Kæmi t. d. gullsmiður til hans, sletti fram frönskum máls- hætti að þættist þurfa 45 lftra, þá yrði umsjónarmaðurinn orölaus, sem von er, og léti hann hafa pottana, sem þó ekki ætti að vera eins mikil von til. Umsjónarmaðurinn er að ógna mér með þvf að ekki sé loku skot- ið fyrir að einhver af þessum iðn- aðarmönnum, sem eg mintist á, kunni að þakka mér fyrir afskifti mín af þessu máli. Hann meinar líklega að þeir setjist við að skrifa mótmæli, eða hefir hann von um aö þeir tefji sig á því að smíða einhvern kjörgrip handa mér í þakklætis skyni. Eg er ekki hrædd- ur. Því þó eg viti aö spíritus get- ur losað um tunguhaft á mönnum, þá held eg ekki að þessir skamtar umsjónarmannsins svífi svo á þá, að þeir fái ritæði af þeim. Umsjónarmaðurinn segir að bann- lögin séu alls ekki búin til i því skyni að hnekkja aivinnu nokkurs iönrekanda. En því hefir aldrei verið haldið fram, hvorki af mér néöðr- um. Hitt er annað mál, að eg tel ekki óliklegt, að það geti hnekt atvinnu sumra iönaðarmanna að láta þá fá meira en þeir þurfa, og til þess var heldur ekki ætlast með bannlögunum. Umsjónarmaðurinn segisl vera goodtemplari og skammast sín tyrir að vera í Reglunni með mér. Úr því að hann kann það, finst mér að hann ætti að beina blygðun sinni í aðra átt, því eg er ekki í Reglunni og hefi ekki verið í mörg ár. — Aö lokum vil eg ráða umsjónar- manninum til að búa sér til skrá yfir þá iönaðarmenn þessa bejar, sem til mála geta komið, aðgæta hvaö hver þeirra hefir fengið í fyrra, líta á mismuninn, fá sér upplýsing- ar um starf þeirra og haga sér þar eftir, ef hann endilega vill halda þessu starfi. R. I stað áfengisins. Þó að það sé á allra vitorði, að mikið flyst til landsins af áfengum drykkjum á ólöglegan hátt, auk þess sem flutt er nú undir umsjón umsjónarmanns áfengiskaupa, þá er þó víst um þaö að innflutningur á því er nú miklu minni en áður en aðflutningsbannið gekk í gildi. Það veröur þá heldur ekki um það deilt, að minna er drukkiö af áfengi eftir en áður. — En sparar þá þjóöin mismuninn ? Um það hefir nokkuð verið deilt, hvort nokkur beinn fjárhagslegur gróöi myndi veröa af aöflutnings- banninu. Því verið haldið fram, að því myndi veröa eytt í annan óþarfa sem menn væru neyddir til að spara með því, að taka frá þeim vínið. Það er því einkar fróðlegt að at- huga á hvaða vörutegundum inn- flutningurinn hefir einkum aukist síðan aðflutningsbanniö gekk f gildi. í ný útkomnum Hagtíöindum er skýrsla um innfluttar tollvörur árið 1915 og gefur hún töluverö- ar upplýsingar um þetta efni. Árið 1912 voru fluttir til lands- ins 75 -þús. lítrar af óáfengu öli, 1913: 83 þús. Iílrar, 1914: 125 þús. lítrar og 1015 229886 lítrar Árin 1906—1910 var alt innflutt öl að meðaltali 352 þús. lítrar. — Nokkuð vantar því á, að innflutn- ingurinn verði jafn mikill og áður en svo hröðum fetum hefir hann vaxiö, að ekki er ólíklegt aö hann veröi brátt eins mikill. Af tóbaki voru flutt til landsins 83 þús. kg. árið 1913 en 95462 kg. 1915. Af vindlum lOþús. kg. 1913 en 18238 kg. 1915. Kaffinotkunin hefir vaxið afar mikiö. Árið 1913 voru flutt til landsins 528892 kg., 1914: 499828 kg. en 621644 kg. árið 1915. — Meðal innflutningur árin 1906—10 var líkur innflutningnum 1913. Af sykri hefir innflutningurinn einnig aukist mjög mikið árið 1915. Þá fluttust inn 2915694 kg. en árið 1914 2548000 kg. og 1913 2509000 kg. Innflutningur á te, súkkulaði og brjóstsykri er miklu meiri 1915 en árin 1913 og 14; súkkulaði 59747 kg. á móti 45 þús. kg. 1914 og 43 þús. kg. 1913. Innflutningur ' á brjóstsykri og konfekt hefir nær tvöfaldast. 1915: 12697 kg. 1913: 6800 kg. En þó að munaðarvörunotkun hafi þannig aukist að mun, þá er ekki unt að segja neitt um það, að hve miklu leyti sú aukning stafar af áfengisleysi. Fjöldi manna hefir haft miklu meiru úr að spila sfð- asta ár og af því stafar hún auð- vitað að nokkru leyti. Bending. í fyrirlestrum þeim sem séra Oddur V. Oíslason hélt 1888— 1889 um »Lff og lífsvon sjó- manna« lýsir hann stjóra þeim, sem þeir hr. Sveinbjöm Egilsson og hr. Þorst. Finnbogason hafa verið að skrifa um í Vísi í vetur Mér virðist þeir ekki þekkja fyr- irlestra þessa og hið heppilega nafn sem séra Oddur sál. Oísla- son gaf þeim, en það var and- þóf sstjóri. Ágrip af fyrirlestrunum er prent- að 1889 og er margt í þeim sem sjómenn hefðu gott af að athuga sérstaklega um notkun lýsis, báru- fleyga, andþófsstjóra og kjölfestu- poka o. fl. — Um notkun lýsis í sjávarháska, má einnig benda á ritgerðir í ísafold IX. 15, 1882, eftir Tryggva Ounnarsson, ísa- fold XI. 4, 1884, eftir ritstjórann, ísafold XI. 6, s. ár, eftir Árna Thorsteinsson (landfógeta), ísa- fold XIV. 14, 1887, eftir Scher- beck (landlækni). ' Að lfkindum hefir séra Oddur sál. Qíslason átt einna fyrstur manna besta þáttinní þvíhversu fiskverkunin er komin f gott horf hér á landi og eg tel ómaksins vert að taka ýmislegt það er í fyrirlestrunum stendur upp í tfma- rit sjómanna, »Ægi*, jafnvel þó róðrabátaútgerðin sé nú að miklu leyti úr sögunni, a. m. k. hér sunnanlands. (þau rúm 20 ár sem eg stundaði sjómensku á opnum skipum í mestu brimveiðistöðum landsins, fékk eg óræka reynslu fyrir því að hjálparmeðöl þau sem að of- an eru nefnd og séra Oddur sál. Oíslason var að berjast fyrir sjómenn notuðu, höfðu oft og einatt tilætlaðan árangur og voru til mikillar tryggingar lífi og heilsu sjómanna og vil því benda mönn- um á að nota þau þar sem þau enn kunna að eiga við. Rvík ’A 1916. Jón Pál s son. < 1 .... , i T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8‘/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglsngt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 1V.-21/. siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrlfstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsataðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og fðstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. 1 skósmiður getur fengið atvinnu strax. Bjarni Sigurðsson Laugav. 22 B. Símfréttir. Mjölnir. í símskeyti, sem h/f Kveldúlfur hefir fengið frá Kaupmannahöfn, dags. 1. þ. m., er það haft eftir móttakanda Mjölnisfarmsins í Berg- en, að Englendingar hafi látið skip- ið Iaust á laugardaginn var. Um það ætti honum þá að hafa borist skeyti frá enskum stjórnarvöldum, eða skipstjóranum á Mjölni. — En undarlegt er það, að hingað hefir ekki borist neitt skeyti frá skip- stjóra, og hafði þó verið lagt fyrir hann að síma til eiganda skipsins hér (Kveldúlfs) og umboðsmanns félagsins í Kaupmannahöfn ef skip- iö yröi látið laust. Það er þá þrent til: að skipstjóra hafi verið bannað að síma, skeyti hans veriö stöðvuð eða Bretar haf séð sig um hönd og haldi skipinu enn. Pósturinn úr Gullfossi. í skeyti því sem Kveldúlfi barst frá Kaupmannahöfn, viövíkjandi Mjölni, er getið bréfa, sem send voru héðan með Gullfossi, og virð- ist þá pósturinn, sem Bretar tóku á útleið, vera kominn til skila tii Kaupmannahafnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.