Vísir - 04.05.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 04.05.1916, Blaðsíða 3
VISIR Stórt únvat t\$íto«n'5 Sturla Jónsson. DEENGTIE, um fermingaraldur, af góðu heimili og sem er hneigður fyrir verslun getur fengið framtíðarstöðu frá 14. maí n. k. við eina aðalverslun bæjarins. — Um- sóknir, ásamt mynd af umsækjanda og meðmælum, sendist Vísi fyrir 10. þ. m. Myndum og meðmælum skilar blaðið aftur. Búð til leigu nú þegar, einnig eitt her- bergi fyrir einhleypan mann. Finnið Þingholtsstræti 2. Ráðningarstofan á Hótel Island hefir altaf starfsfólk á boðstólum — óskar líka eftir maigs konar fólki. Prentsm. Þ. Þ. Clementz. — 1916 Drekkið Mörk CARLSBERG Heimsins besíu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olscn VANDAÐAR Og ÓDÝRASTAR Líkkistur seljum vlO undlrrltaBir. •v Klsturnar má panta hjá *^ ' hvorum okkar sem er. "^" Steingr. Guðmundsson, Amtm.st. 4. Tryggvi Arnason, Njálsg. 9." VATRYGGIINEGAR El \ *\3\s\. \z LOGMENN Vátryggið tafarlaust gegn eldi vðrur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfslason Det kgl. octr. Brandassurance Comp - Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutíœi8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Pétur Magnússon, yfirdómslögmaOur, Qrundarstíg 4. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gíslason yfirrattarmálaflutningsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega héima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogl Brynjóifsson yflrréttarmálaflutnlngsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppij. Srifstofutími frá kl. 12— og 4—6 c. — Talsími 250 — Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 18 Frh. mér ef þig langar til — Segöu einhvers, sagöi Rupert. Það er ekkert það til í veröldinni sein eg vildi ekki Ieggja í sðlurnar þín vegna, — Þá er bezÉ aö þú komir út með mér, sagði hún. Eg þarf að fá mér hreint loft. Og svo getur þú borðað miðdegisverð með mér f Hurliugham. Frú Farquhar verður auðvitað með mér. Og svo getur þúlíkaboöið Margot Chesemere ef þú vilt og bróður hennar, þótt hann sé fremur leiöinlegur. Rupert heyrði ekki það síðasta sem hún sagði. Hann hvorki heyrði né sá fyrst, af gleði. . — Eg sendi þeim símskeyti um þetta undir eins. Eg er handviss um að þau koma ef þau geta með nokkru móti. Það er heldur ekki víst að Filipp eigi hægt með það framvegis að taka þátt f slíkum fé- lagsskap. Stúlkan snéri sér nokkuð hvat- lega að honum. — Nú, þvf ekki þaö? spurði hún. Rupert hió hjartanlega. — Af því að hann mun ekki eiga svo heimangengt fyrsta sprett- inn. Hann er trúlofaður ungfrú Forbér, og brúðkaup þeirra á að verða bráðlega. Það á að auglýsa það í blöðunum á morgun hvenær það verður. Eg er svö innilega glaður yfir hamingju hans, því að mér þykir svo vænt um hann. Rósabella háif lokaði augunum, og leit mjðg letilega á hann. En hún klemdi fast saman varirnar og stóö svo hægt upp. — Farðu og sendu símskeytin. Eg skal verða tilbúin þegar þú kemur aftur sagði hún. Rupert hlýddi undir eins og Rðsabella fór að skifta um föt. Hún hafði aldrei verið eins yndislega fögur eins og hún var hálfum tnrsa síðar, þegar hún gekk nm garð- inn með Rupert. Og Rupert var frá sér numiun af gleði. Rósabella var mjög þur við hann, en hún veitti heldur engum öðrum nokkra athygli, og það lét Rupert sér nægja. Þau fundu tvo auða stóla í skemtigarðinum og settust þar. Ungfrú Grant hallaði séraftur á bak og leit brosandi út í loftið1 Það voru margir borgarbúar á gangi í garðinum og margir ávörp- uðu Rósabellu. Fegurð hennar olli því, að flest- ir sem fram hjá gengu urðu til að Ifta á hana. Loks var álitlegur áhorfendahóp- ur saniaii kominn í kringum stól- ana, þar sem þausátu. Chestermere var einnig áskemti- göngu og komst varla áfram vegna stöðugra hamingjuóska. Alt í einu kom hann auga á hópinn sem var saman kominn uni- hverfis þau, Rupert og Rósabeilu. Það kom kökkur í hálsinn á hon- um er honum varð litið á hana. Augu þeirra Rósabellu og Filipps mættust þó nokkuð langt væri á milli þeirra. Hann gekk tii hennar eins og í draumi. En hún brosti við honum. Þau voru einsömul eitt augnablik. Hópurinn var að dreifast og Ru- pert var að spjalla við einhvern kunningja sinn þar rétt hjá. — Mér þætti gaman að vita hvort það er huga mínum að þakka Ches- termere, að þér komuö til mín. Eg sá þegar þér komuð inn um hlið- ið, en þér sáuð mig ekki. Eg ein- setti mér að láta yður ekki sleppa fram hjá án þess að líta hingað, ef mér væri annað mögulegt Hann settist við hliðina á henni. Hann fann einhverja yndislega sælu tilfiuning, sem hann aldrei áöur hafði orðið var viö, fara í gegnutn hann eins og straumur. Hið harð- neskjulega í framkomu hennar var mi meö öllu horfiö og eftir var ekkert annað en hin yndislega blfða hennar. Hún var óendanlega miklu feg- urri nú í sólskininu en hún hafði nokkurn tfma verið um nóttina, þegar hann sá hana i fyrsta sinn. — Yður langaði svona mikiðtil að sjá mig aftur? spuröi hann, og vissi þó varla hvað hann var að segja. Rósabella hætti nú augnablik að brosa. — Já, sagði hún rólega en þó alvarlega. Svo fór hún aftur aðbrosa. i — Mig langaði til að óskayður til hamingju, Chestermere lávarður, bætti hún við. Eg er auðvitað ekkí gamalkunnug yður, en Featherstone hefir sagt mér svo mikið af yður, að mér finst eg þekkja yður eins og fingurna á mér. Eg vona að þér verðið hamingjusamur. Petta síðasta sagði hún lágt og eins og hún tæki mjög mikinn þátt í hamingju hans. Chestermere fanst sem hann vakn- aði af draumi. Honum fanst sljó- leikinn hverfa frá sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.