Vísir - 04.05.1916, Síða 3

Vísir - 04.05.1916, Síða 3
VÍSIR útvjal Sturla Jónsson. DEEN&UE, um fermingaraldur, af góðu heimili og sem er hneigður fyrir verslun getur fengið framtíðarstöðu frá 14. maí n. k. við eina aðalverslun bæjarins. — Um- sóknir, ásamt mynd af umsækjanda og meðmælum, sendist Vísi fyrir 10. þ. m. Myndum og meðmælum skilar blaðið aftur. QÍSK Búð til leigu nú þegar, einnig eitt her- bergi fyrir einhleypan mann. Finnið £uð\n§ £áttts^ott Þingholisstræti 2, Ráðningarstofan á Hótel Island hefir altaf starfsfólk á boðstólum — óskar líka eftir margs konar fólki. *\3\^\r ev feeda bbðft Prentsm. Þ. Þ. Clemenfz. — 1916 Drekkið Mörk CARLSBERG Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olscn V . . VANDAÐAR og ÓDÝRASTAR Líkkistur seljum vlO undlrrltaOir. » Klsturnar má panta hjá hvorum okkar sem er. Steingr. GuBmundsson, Amtm.st. 4. Tryggvi Arnason, Njálsg. 9. Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brit- , ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gislason Det kgl. octr. Brandassurance Comp - Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nlelsen. aÓ att^sa \ *\)\sv LÖGMENN !► •« Pétur Magnússon, yfirdómslögmaOur, Orundarstíg 4. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gíslason yflrröttarmálaflutnlngsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppij. Srifstofutími frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 18 -------------- Frh. — Segðu mér ef þig langar til einhvers, sagði Rupert. Það er ekkert það til í veröldinni sem eg vildi ekki leggja í sölurnar þfn vegna. — Þá er bezf að þú komir út með mér, sagöi hún. Eg þarf að fá mér hreint loft. Og svo getur þú borðað miödegisverð með mér í Hurlingham. Frú Farquhar verður auðvitað með mér. Og svo getur þú líka boðið Margot Chesemere ef þú vilt og bróður hennar, þótt hann sé fremur leiðinlegur. Rupert heyrði ekki það síðasta sem hún sagði. Hann hvorki heyrði né sá fyrst, af gleði. — Eg sendi þeim símskeyti um þttta undir eins. Eg er handviss um að þau koma ef þau geta með nokkru móti. Það er heldur ekki vfst að Filipp eigi hægt með það framvegis að taka þátt í slíkum fé- lagsskap. Stúlkan snéri sér nokkuð hvat- lega að honum. — Nú, þvf ekki það? spuröi hún. Rupert hló hjartanlega. — Af því að hann mun ekki eiga svo heimangengt fyrsta sprett- inn. Hann er trúlofaöur ungfrú Forber, og brúðkaup þeirra á að verða bráölega. Það á aö auglýsa það í blöðunum á morgun hvenær það verður. Eg er svo innilega glaður yfir hamingju hans, því aö mér þykir svo vænt um hann. Rósabella hálf lokaði augunum, og leit mjög letiiega á hann, En hún klemdi fast saman varirnar og stóð svo hægt upp. — Faröu og sendu símskeytin. Eg skal verða tilbúin þegar þú kemur aftur sagði hún. Rupert hlýddi undir eins og Rósabella fór að skifta um föt. Hún hafði aldrei verið eins yndislega fögur eins og hún var hálfum tíma síðar, þegar hún gekk nm garð- inn með Rupert. Og Rupert var frá sér numinn af gleði. Rósabella var mjög þur við hann, en hún veitti heldur engum öörum nokkra athygli, og það lét Rupert sér nægja. Þau fundu tvo auða stóla í skemtigarðinum og settust þar, Ungfrú Grant hallaði séraftur á bak og leit brosandi út í loftið* Það voru margir borgarbúar á gangi í garðinum og margir ávörp- uðu Rósabeliu. Fegurð hennar olli því, að fiest- ir sem fram hjá gengu urðu til aö lfta á hana. Loks var álitlegur áhorfendahóp- ur saman kominn í kringum stól- ana, þar sem þausátu. Chestermere var einuig áskemti- göngu og komst varla áfram vegna stöðugra hamingjuóska. Alt í einu kom hann auga á hópinn sem var saman kominn um- hverfjs þau, Rupert og Rósabellu. Það kom kökkur í hálsinn á hon- um er honum varð litið á hana. Augu þeirra Rósabellu og Filipps mættust þó nokkuð langt væri á milli þeirra. Hann gekk til hennar eins ogí draumi. En hún brosti við honum. Þau voru einsömul eitt augnablik. Hópurinn var aö dreifast og Ru- pert var að spjalla við einhvern kunningja sinn þar rétt hjá. — Mér þætti gaman að vita hvort það er huga mínum að þakka Ches- termere, að þér komuð til mfn. Eg sá þegar þér komuð inn um hlið- ið, en þér sáuð mig ekki. Eg ein- setti mér að láta yður ekki sleppa fram hjá án þess að Iíta hingað, ef mér væri annað mögulegt Hann settist við hliðina á henni. Hann fann einhverja yndislega sælu tilfiuning, sem hann aldrei áður hafði orðið var við, fara í gegnum hann eins og straumur. Hið harð- neskjulega í framkomu hennar var nú með öllu horfið og eftir var ekkert annað en hin yndislega blíða hennar. Hún var óendanlega mikiu feg- urri nú í sólskinmu en hún hafði nokkurn tíma verið um nóttina, þegar hann sá hana i fyrsta sinn. — Yður langaði svona mikið til að sjá míg aftur? spurði hann, og vissi þó varla hvað hann var að segja. Rósabella hætti nú augnablik að brosa. — Já, sagði hún rólega en þó alvarlega. Svo fór hún aftur að brosa. — Mig langaði til að óskayður til hamingju, Chestermere lávarður, bætti hún við. Eg er auðvitað ekkí gamalkunnug yður, en Featherstone hefir sagt mér svo mikið af yður, að mér finst eg þekkja yöur eins og fingurna á mér. Eg vona aö þér verðið hamingjusamur. Þetta síðasta sagði hún Iágt og eins og hún tæki mjög mikinn þátt í hamingju hans. Chesíermere fanst sem hann vakn- aði af draumi. Honum fanst sljó- leikinn hverfa frá sér.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.