Vísir - 05.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 05.05.1916, Blaðsíða 2
VtsiR VISIR Afgretðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, lnngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stafl, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til vlötals frá tí. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Herþjónustuskylda á Englandi. Það þótti koma í ljós þegar lög- in uin herþjónustuskyldu ókvæntra manna á Englandi komu til fram- kvæmda, að helzti margir reyndu að koma sér hjá að ganga í her- inn, með því að bera fyrir sig ýmsar yfirskynsástæður. Við liös- söfnun Derby lávarðar fyrri hluta vetrar hafði kvæntum mönnum ver- ið heitið því að þeir skyldu eigi kvaddlr til herþjónustu fyr en nægilega margir ókvongaðir menn hefðu gefiö sig fram eða veriö teknir í herþjónustu. í vor þegar fariö var aö kveðja kvænta menn til herþjónustu, þá sem því höfðu lofaö, varð tregða á því að þeir gæfu sig fram, Þótti þeim sem ekki hefði veriö haldin loforðin um að ná saman nægilega mörgum ó- kvæntum mönnum áður. Hefir staöið í talsverðu stímabraki út af þessu um hríð. Loks kom ráðu- neytiö brezka sér saman um að leggja fyrir þingið nýtt frumvarp til laga um herþjónustuskyldu. Var haldinn leynifundur um þetta efni í neðri deild enska þingsins 25. f. mán. En uppástungur stjórnarinn- ar hafa fengið lítinn byr í þinginu, þvi 29. f. m. er skýrt frá því í enskum blöðum að máliö sé kom- ið í strand. Von der Gfoltz látinn. Laust eftir miðjan aprflmánuð til- kyntu Þjóðverjar að von der Ooltz hershöfðingi hefði andast í herbúð- um Tyrkja. Goltz var gamall og reyndur hershöfðingi, var skipaður landsstjóri yfir Belgíu þegar Þjóð- verjar lögðu hana undir sig, en er Tyrkir gengu í ófriðinn með þeim var hann sendur austur til þeirra. Mælt er að hann hafi haft yfir- stjóm þess hers, sem barðist við. Breta í Mesopotamíu. Einhver tvímæli Ieika á um dauö- daga von der Ooltz, segja frönsk blöð að Tyrkir hafi myrthannþeg- ar þeir fréttu að Rússar hefðu tek ið Trebizond. Townsend gefst npp vegna vistaskorts. Eins og getið var um í skeyti til Vísis, varð Townsend hershöfðingi að gefast upp í Kut-el-Amara með allan sinn her. Á nýkomnum út- lendum blöðum má sjá, að hann hafi orðið aö gefast upp vegna vistaskorts. Hafði hann setið þar inniluktur sfðan 3. desember í vet- ur. Bretar ætluðu að senda skip upp fljótið 24. f. m. með vistir til Kut. Komst það fram hjá her- búðum Tyrkja hjá Es Sinn en strandaöi 4 mílur enskar frá Kut. Herskip ferst. 27. f. m. rakst eitt af herskipum Breta í Miðjarðarhafinu á tundur- dufl og sökk. Það hét Russell og var 14000 smálestir að stærð. Um 700 manns var bjargaö en 124 fórust. Á skipi þessu var aömíráll Breta, Freemautle að nafni. Hon- um var bjargað og sömuleiðis skipstjóranum. Okuiverð á matvælum. Fréttaritari danska blaðsins »Poli- tiken« skýrir frá því 28. f. m. aö á hverjum degi séu um 50 manns í Berlín dæmdir í sektir eða fang- elsi fyrir að okra með matvæli. — Flestum kjötbúönm í borginni hefir verið lokaö og kjöt þvfnær ófáan- legt. James Conolly Eins og getið var um í skeyti til Vfsis um daginn, þá er forsprakki frsku uppreisnarmannanna fallinn. Hann hét James Conolly og var áður hægri hönd Larkins verka- mannaforingja, sem stýrði verkfall- inu í Dublin fyrir þrem árum. — Conolly nefndi sig yfirhershöfðingja uppreisnarliösins írska. §etid\3 Umauteaa. Eftirmæli. Þorsteinn Thorarensen bóndi á Móeiðarhvoli andaðist að heimili sinu 29. f. m. Hann varð bráö- kvaddur, eins og títt er um menn í þeirri ætt. Fæddur var hann á Móeiðarhvoli 2. sept. 1853 og ól þar allan sinn aldur. Faðir hans var Skúli héraöslæknir Vigfússon sýslumanns á Hlíðarenda Þórarins- sonar, en móöir, Ragnheiður síðari kona Skúla, Þorsteinsdóttir ^prests í Reykholti Helgasonar konrektors á Móeiöarhvoli. Þorsteinn misti fööur sinn 18 ára, en móðir hans bjó ekkja á Móeiö- arhvoli þangaö til öll börn hennar voru upp komin og var Þorsteinn fyrir búi meö henni, því að hann var elstur barna hennar. Þorsteinn tók sjálfur við búi vorið 1884 og kvæntist haustið 1886 Solveigu Ouðmundsdóttur í Austurhlíð í Bisk- upstungum. Lifir hún mann sinn og synir þeirra tveir, Óskar og Skúli, fulltíðamenn. Hinn þriðja son átti Þorsteinn áður en hann kvongaðist, er Haraldur heitir. Móeiðarhvoll hefir lengi verið höfðingjasetur og búið þar rfk- mannlega og gengið í sömu ætt, Þorsteins sýslumanns Magnússonar, er þar bjó lengi og andaðist þar 1785. Þorsteinn Skúlason kaussér i bóndastöðuna fremur en að ganga embættisveginn, en Móeiðarhvoll var sama rfkmannlega höfðingjasetrið undir hans stjórn eins og áður og búið miklu stærra en nokkru sinni fyr. Var Þorsfeinn búmaður hinn mesti og fjárgæzlumaöur, stjórn- samur og röggsaralegur húsbóndi og þó vinsæll af hjúum sfnum, enda ágætlega kvæntur. Var sami myndarbragur á heimilinu, hvar sem á var litið, enda hjónin bæði prýöi- lega mentuð í sinni stöðu. Þor- steinn var að eðlisfari fáskiftinn og ekki gefinn fyrir að fást við al- menn mál; vildi helst búa að sfnu og vera engum háður, en ráðholl- ur var hann þeim, er hans leituðu, og komst vitanlega ekki hjá að gegna ýmsum störfum, sem félags- lífið heimfar, svo sem sveitarstjórn og kaupfélags. Við stjórnmálum gaf hann sig lítiö, en fylgdi þó meö áhuga því er gjörðist í þeim. Hánn fylti flokk sjálfstæðismanna. Hann var stórmannlegur ásýnd- um og fríðleiksmaður, höfðingi heim að sækja, dulur og tryggur í lund. Kunnugur. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið w. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarstskrifát. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. Iækningar á þriðjud. og föstud. Id. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. 1 skósmiður getur fengiö atvinnu strax. Bjarni Slgurðsson Laugav. 22 B. Kafbáti sökt Flotamalaráðuneytið brezka skýrði frá því 27. f. m. aö daginn áður hefði þýzkum kafbáti verið söktvið austurstrðnd Englands. 17 manns var bjargað. Sama dag tilkyntu Þjóðverjar að þeir hefðu sökt ensku varðskipi á Doggergrynningunum og tekið enskan botnvörpung. 220 nýir kafbátar Svissnesk blöð herma það eftir Bulow prins, aö Þjóðverjar hafi bygt 220 kafbáta síðan ófriðurinn hófst. Bryan og Wilson Mælt er að Bryan fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna beiti tnjög áhrifum sínum til þess að friður megi haldast roilli Banda- rfkjanna og Þýzkalands. Þýzkir menn og þeirra vinir taka í sama strenginn. En mikill meiri hluti þjóð* arinnar fylgir Wilson fast að mál- um um kröfur þær sem hann hefir gert til Þjóðverja út af kafbátahern- aðinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.