Vísir - 07.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 07.05.1916, Blaðsíða 2
 V í S I R VISIR Afgrelðsla blaösins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Valiarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtais frá Id. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. ^tu$fe\ð\t\gar um verkfailið á botvörpung- utium og afieiðlngar þess. III. Yfirlit yfir beint og óbeint tjón. Að tilgreina með tölum alt þaö tjón sem verkfall þetta hefir í för með sér, þótt það standi ekki lengur en þá tvo mánuði sem eg hefi gert ráð fyrir, er aðeins hægt að nokkru leyti, því vitanlega verða I afleiðingarnar svo víötækar að erfitt er í svipinn, og jafnvel ómögulegt að svo stöddu, aö gera sér ljósa grein fyrir þeim. Skaðinn veröur bæði beinn og áþreifanlegur, og þann ljpinn er hægara að sýna meö tölum; en svo er hann líka óbeinn og hulinn, en gerir þó engu að síður vart við sig síðar. Beina tjónið hefi eg þegar að mestu bent á í greinum mínum í Visi tvo undanfarna daga, og er það í heild sem hér greinir: 1. Skaðinn sem fátækur verkalíður f landi hefir af atvinnumissirnum 225.000 kr. 2. Skaðinn sem skips- hafnir togaranna hafa af atvinnumissirnum 400.400 kr. Als 625.400 kr.' sem verður þá áþreifaniega beint atvinnutjón ef allir togararnir hætta veiðum í næstu tvo mánuði, og þótt gert sé ráð fyrir tæplega með- al afla. En þá er ótalinn sá skaöi sem landssjóður hefur af verkfali- inu, en hann mun vera nokkuð nærri því, sem nú skal greina, og miða eg þá við að afli verði um 1000 skp. á skip, eins og gengið hefir verið út frá í þessum grein- um mfnum. Veröhækkunar- og útflutnings- tollur af 20000 skpd. af fiski um kr. 0.90 af skpd. , 18.000 kr. Útflutningstollur af lýsi, ef líkt verð helst og nú hefir verið til þess tíma að lýsið verður komíð á markað erlendis I. ágúst þ. á. verður þessi tekju- liður landssjóðs töluvert •tór, en þótt nokkur hreyting verði í þá átt að lýsi falli í verði, mun óhætt aö ætla þenn- an lið 15.000 kr. Auk þess berað reikna toll af þeim kolum og salti sem skipin mundu nota þennan tíma ef þau stunduðu veiðar, og sem landssj. auövitaö verður af ef hætt verður, og er þá ekki hátt metið að notað yrði um 7500 ton af kolum og minst 3000 tonn af salti, en af þessu er tollurinn 9.000 kr, Tekjumissir landssj. því: 42.000 kr. auk innfl. tolla af veiöarfærum og öðru þvísem beint heyrir útgjörð- inni til. Tjón þetta alls veröur þannig um kr. 667.000, sem aöallega lendir á verkafólki til iands og sjávar. Óbeina tjóniö er margvíslegt, og er það fyrst sem á hefir verið bent að gjaldþol þessarar fátæku þjóöar er 2.000.000 minna en ella mundi veröa, og þarf ekki glöggan mann til að sjá hvaða áhrif þaö hefir á eitt og annað, ogað afleiöingar þess ná til flestra. Svo víóa kemur verk- fallið við. Arðmissir útgjörðarmanna er einn- ig stórt atriöi, sem eg ekki má ganga alveg framhjá, enda þótt eg geti hugsað mér, eftir þvi sem heyr- ist og sést á mörgu, að forsprökk- um þessa verkfalls taki ekki sárt til þeirrar hliðar málsins. En benda vil eg þó mönnum á, að þar sem svo miklu er hætt, sem gjört er við þennan atvinnuveg, þá væri ekki mikil lífsvon, ef ekki mikil arðsvon. Minki arðsvonin aö mun eða verði atvinnuveg þessuni þröngv- að um of, annaðhvort meö ósann- gjörnum kröfum frá hálfu háseta eða annara, þá er hætt við að vöxt- urinn minki og aö jafnvel geti orö- iö afturkippur þannig aö menn noti sér meðan skipin eru í jafngóöu verði og nú er og selji þau til út- landa, og er þá illa farið. Ekki mundu Reykvíkingar hafa lagt af mörkum 2.000.000.00 kr. til hafnargeröar, ef þeir hefðu átt von á að svona mundi fara, og svo mundi vera um flestar stærri fram- kvæmdir sem gerðar hafa verið á síðustu og bestu árum, og eins mun það verða ógert sem til hins betra er og að framförum lýtur, sem annars mundi gert verða á næstu tíraum. Gjaldþol útgerðarinnar hef- ur verið mikið, enda mikið á hana Iagt af opinberum gjöldum, og er það auðvitað vegna arðsins sem verið hefir og arðsvonarinnar sem er. Enn hefir bólað, og það alvar- lega, á einum árangri verkfallsins í I viðbót, og er það sala saltfisks til útlanda. Mér hefir borist til eyrna að nú þessa dagana sé búið að selja 5 gufuskipsfarma af óverkuð- um fiski og þegar eg hefi spursts fyrir um orsakir, þá hefir mér veriö svarað því til, að ekki sé vissara að eiga afla þenna hér, og eiga það undir náð Ólafs, Jónasar frá Hriflu eöa Jörundar kennara hvort alþýð- unni veröi leyft að hafa atvinnu af því að verka fiskinn. Þetta er þeg- ar orðið stórtjón sem atvinnumiss- ir, og mun það sennilega nokkuð vera árangur þess, að heyrst hefir að verkamenn væru að hugsa um að gera verkfall af samúð viö há- seta og að þeir sem foringjar eru og stjórnendur þessara félaga hafi drengilega barist fyrir því aö það yrði hafið sem fyrst, en hafi þó ekki orðið úr því í þetta skiftið vegna þess að verkamenn reynd- ust of skynsatnir til þess háttar gamans. Fleiri hliðar tjónsins mætti minn- ast á, en eg álýt að eg hafi drepiö % á þær helstu, og læt það nægja að sinni. Kunnugur. Verkfallið frá sjónarmiði háseia. Það er svo margt sagt og skrif- að í blööin um verkfalliö, en fles* er það einhliða og andvígt háset- um. Mig langar því að biðja Vísi að flytja nokkrar línur um það frá sjónarmiði háseta. Fyrst er þá það, að það er ó- tæpt borið út aö verkfalliö sé ein- göngu stjórn Hásetafélagsins og þó einkum hr. Ólafi Friöriksyni að kenua. — Þetta er fullkomlega rangt. Tildrögin til verkfallsins voru þau, að þegar Marz og Bragi komu inn úr síöasta túr barst það til eyrna háseta, að lifrarveröið mundi verða sett niður, jafnvel í 15 krónur. — Hásetar hafa litið svo á, að þeir ættu alla lifur sem á skip kæmi, og þeir líta svo á, að þefta hafi verið þegjandi viðurkent af útgerðarmönn- um, meðan lifrarverðið var lágt. En þegar það hækkaöi, vildu út- gerðarmenn eigna sér hana. í vetur var geröur samningur um 35 kr. verð á lifrartunnu, en sá samningur var útrunninn 30. apríl. En á þeim tíma var lifur seld hér og keypt fyrir 80—90 kr. tunnan. Fanst hásetuni því óþarft af útgerðarmönnum að lækka verð- ' ið nú. — Þess vegna kröfðust há- j setar þess á fundi í Hásetafélaginu að stjórn félagsins hlutaðist til um að eignaréttur þeirra á lifrinni yrði viðurkendur og hásetar lögskráðir samkvæmt iögum Hásetafélagsins. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v, d. 8-8, Id.kv. til II Borgarst.skrif.)t. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. ki. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1, Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, dagiangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd, Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1, Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á rr.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. JSe?A að augl^a \ "0\s\. Aö öðrum kosti vildu þeir gera verkfall. Var þetta gert til að fá það að fuliu útkljáð hver kjör há- seta ættu að vera, að því er lifrina snertir. Umleitun stjórnarinnar hér að lútandi svöruðu útgerðarrrenn á þá leið, Bð þeir vildu greiða hásetum kr. 35 fyrir lifrartunnuna til síldar- tíma, eða hæsta gangverð. Það til- boö var boriö undir atkvæði í Há- setafélaginu, en því var hafnað með öllum atkvæðum, vegna þess að með því var ekki fullnægl eignar- réttarkröfunni. Áður en atkvæöagreiðsla Eór fram, hélt Ólafur Friðriksson mjög áhiifa- mikla ræöu um þær afleiðingar er verkfallið gæti haft, og varaöi fund- arm. við þvf aö greiða atkvseöi áð- ur en þejr hefðu athugað málið frá öllum hliöum. — Það er því mesta fjarslæða að kenna honum um það hvernig atkvæðagreiöslan fór, Það sem um er deilt er þetta: Eiga hásetar lifrina eða ekki ? Ef útgerðarmenn vilja í raun og veru greiða hásetum hæsta gangverð fyrir hana, þá má þeim einu gilda, þó að þeir vlðurkenni eignarrétt há- seta á henni. Engu tapaö við það, þegar útgerðarmenn eiga jafnframt að hafa forkaupsrétt. Hásetar eru að verja réttindi sín með verkfallinu, hafa ekki stofnað til þess að óþörfu eða afþrætugirni, heldur til að fá enda bundinn á þessa lifrardeilu. Háseti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.