Vísir - 08.05.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 08.05.1916, Blaðsíða 4
VISiR V Dagsbrún og verkfallið á botnvörp- ungunum. í «Dagsbrún« setn kom út í dag úir og grúir af ósanindum um verk- fallið og tildrögin til þess., Yröi of langt mál eð eltast við öll þau ó- sannindi og rangfærslur, en þessar leiðréttingar teljurn vér rétt að gera: 1. »Dagsbrún* segir ósatt um innihald samnings þess er vér gerð- um við Hásetafélag Reykjavíkur 16. febrúar síöastJ. og sem prentaður var í »MorgunbIaöinu« og >Vísi« l.þ. m. Segir »Dagsbrún« að sam- kvæmt þeim samningi hafi lifrar- þóknunin eftir lok aprílmánaðar verið óákveðin »nema stjórnir beggja nefndra félaga komi sér saman um fast verð til þess tíma er síldveiðin hefst í júlímánuði. En *Dagsbrún* sleppir hér alveg helllri setningu úr samningnum og lætur síðan líta svo út sem Hásetafélagið hafi ekki ver- ið bundið neinum samningi við okkur eftir lok aprílmánaðar. lin þeita eru tilhœfulaus ósannindi, því Hásetafélagið er samkvæmt samn- ingnumbundið við tiltekið verð á lifrinni þangað til síldveiði hefst í júlf, og verðiö er hið talmenna sem borgað er í Reyk/'avík*, nema samkomuiag veröi um annaö. — í samningnum stendur berum orðum að eftir lok apríl »skal lifrarverðið vera hið almenna sem borgað er í Reykjavik, nema stjórnir beggja nefndra félaga komi sér saman urti fast verð til þess tíma er síldveiði hefst í júlímánuði*. En »Dagsbrún« hefir þótt þægilegra að sleppa í frásögn sinni fyrri hluta þessarar setningar í samningnum og þar með algerlega rangfæra hann sér f vil. — 2. »Dagsbrún« segir að »nokkr- ir menn úr stjórn útgerðarmanna- félagsins« hafi gert umgetinn samn- ing. Hér er einnig meira en hálfum sannleikanum slept. — Samningur þessi er undirskrifaður af allri þá- verandi stjórn félags vors, og auk þess þannig: >{ stjórn Hásetafélags Reykjavíkur Björn J. Blöndal, Jdsep S. Húnfjörð, jón Bach, Guðm. B. Kristjánsson* og skrifa þessir menn þannig undir samninginn í nafni Háseta- fálagsins og fyrir þess hðnd. Er það nú meining »Dagsbrúnar« að einskisvirða undirskriftir þessara manna og þannig lítilsvirða þá? >Dagsbrún« segir það algerlega ósatt að nokkur ágreiningur sé meðal félagsmanna vorra. Þeir standa sem einn maður. En stjórn Háseta- félagsins er þessa dagana bæði á ttmautega fundum Hásetafélagsins og annars- staðar að æsa háseta með þvf að segja þeim þann uppspuna, að að eins einn eða tveir af félagsmönn- um vorum standi fastir fyrir. Sann- leikurinn er sá aö félagsmenn vor- ir hafa harðnað að mun fyrir þær svívirðingar sem þeir hafa orðið fyrir af stjórn Hásetafélagsins. 4. Dagsbrún segir að flestir út- gerðarmenn séu búnir að selja síld- arafla sinn í sumar fyrirfram, og þess vegna verði skipin aö ganga. Þetta á að syna og sanna hásetum að vér séum neyddir til að iáta eftir kröfum geirra og beygja okk- ur fyrir samningasvikum Hásetafél. En hiö rétta er að oss vitanlega hefir ekki önnur síld verið seld fyrirfram en einar 2500 tunnur, Fyrst og fremst er óvenjulegt að selja nokkuð að ráði af síld svo snemma, en hér við bætist nú í þetta sinn að enginn getur vitað ennþá hvernig fer um útflutning síldar héðan vegna ófriðarins, og því hefir ekki oröið úr neinni telj- andi síldarsölu enn sem komið er. Stjórn Hásetefélagsins verður því að tinna upp eitthvert annað æs- ingameðal en þetta handa hásetun- um. Vér teljum óþarft að eltast frek- ar að þessu sinni við ósannindi Dagsbrúnar og stjórnar Hásetafélags- ins, sem hefir undanfarna daga látið rigna fregnmiðum, futlum af tilhæfulausum frásögnum um verk- fallið og afstöðu vora til þess. Þar á meðal hvað eftir annað um það, að vér værum búnir að fallast á allar aðalkröfur Háseíafélagsins um eignarrétt á lifrinni, lögskráning með tilvísun til laga Hásetafélagsins o. s. frv. Þetta hafa alt verið raka- laus ðsannindi, auglýst til þess að halda uppi æsingu meðal háseta. En ætli það fari ekki bráðum að vekja athygli hásetanna að reynsl- an er farin að sýna þeim aö eng- in af þessum fregnmiðafréttum reyn- ist sönn. Hefndin fyrir æsingarnar og margendui tekin ósannindi í þessu niáli, bæði á fundum og í riti, hljtur að koma yfir stjórn Háseta- félagsins og þá sem bakviðstanda áöur en varir. Reykjavík 7. maí 1916. í stjórn »Fél. ísl. botnvörpusk.eig. Thor Jensen. Jes Zimsen. Magnús Einarson. Jðn Magnússon Aug. Flygenring. FÆÐI 1 Fæði fæst í Ingólfsstræti 4. [33 KAUPSKAPUR 1 Morgunkjólar fást á Vestúrgötu 38. [56 Vandaöur möttull fæst með tæki- færisverði. A. v. á. [96 Barnavagn tiF sölu. Uppl. í Þing- holtsstræti 25 uppi. [100v I VINNA HfflS I Stór og góð húseign í kaupstað á Vesturlandi, innréttuð til verslunar og íbúðar, ásamt skepnuhúsum, kálgörðum og afgirtu slægjulandi, ennfremur bryfegja og ýms þægindi, fœst keypt nú þegar fyrjr Iágt verð gegn pen- ingaborgun. — Skifti á góðum húseignum í Reykjavík gætu kom- ið til greina. Lysthafendur snúi sér fyrir 14. þ. m. til Gísla Þorbjarnarsonar. Uppreisnin á írlandi. Það hefir lengi verið grunt á því góöa milli íra og Englendinga. Þó hefir samkomulagið farið batn- andi eftir að írar fengu vissu fyrir því að þeir fengju heimastjórn. Hafa írar gengiö sjálfviljugir í % herinn að sínum hluta. Þykja þeir hraustir hermenn. En á írlandi er flokkur manna, Sinn Fein-flokkur- inn, sem hvorki vill heyra Eng- lendinga eða sjá. Vilja þeir aö ír- land losni algerlega úr öllum tengzl- um við England og Skotland. Þessi iiokkur hefir stundum fylgt Natio- nalistum að málum, en síðan ófrið- ur hófst hafa þeir fjandskapast við Redmond fyrir það, hve hann hefir verið vinveittur Englendingum. Mun þeim eitthvað hafa aukist fylgi í vetur. Hafa þeir að sjálf- sögðu haft samband við Þjóð- verja og jafnvel fengið hjá þeim vopn. Sir Roger Casement mun og hafa ætlað til írlands til aö gerast foringi þeirra. Mánudaginn 24. f. m. gerðu Sinn Fein-menn uppreisn íDublin. Náðu þeir á sitt vald pósthúsinu í borginni og fleiri byggingum þar. Slitu þeir símaþræði svo ílt var að fá fregnir frá borginni þann dag o g ræsla dg. Herlið var sföan kvatt til og settist þaö um borg- ina og þá borgarhluta, sem upp- reisnarmenn voru í. Má geta þess, aö sumt af herliði þessu voru hinir svo nefndu írsku sjálfboðaliðar (Redmonds-menn). Tókst að bæla uppreisn þessa niður eftir nokkra daga. Fregnin um uppreisnina kom mðnnum mjög á óvart f Englandi, og þótti mönnum Birrell, trlands- ráðherra hafa staðið slælega í stöðu sinni. Varð sú óánægja til þess að hann sagði af sér. Hefir verið stungiö upp á því, að fáChurchill til að taka við því embætti. Er talið að hann. muni láta af liðs- stjórn og smía sér aftur að stjórn- málum. Góð stúlka, sem kauii til sveiia- vinnu, óskast á goit heimili i Rang- árvallasýslu, frá 14. maí til 1. okt. A. v. á. [80 Roskna konu vantar á gott heim- ili hér í bænum. Hátt kaup íboði. Uppl. á Laugav. 28 (búðinni).(lOl Ársmaður óskast á gott heimili í Norður-Múlasýslu, góð kjör í boði. Uppl. á Skólav.st. 4 B. [97 StúSko vantar mlgl4. maí eða l.jjúní Anna Björnsson Hverfisgötu 14. [98 Liðlegur kvenmaður óskast einn mánuð. Uppl. Bergstaðastr. 36. Ungur maður 16—20 ára getur fengið fasta atvinnu við að keyra vör- ur f bæinn. Tilboðmerkt Arsælh þar sem tekin sé fram kaupkrafa. Send- ist skrifstofu blaðsins. [29 l TAPAÐ —FUNDIÐ 1 Tapast hefir svört handtaska frá steinbryggjunni aö Ingólfshvoli með nokkru af silfurpeningum, Skilist gegn sanngjömum fundariaun- um í Þvottahúsið á Vesturgötu 23. [99 H ÚSNÆÐI 1 Sólrík herbergi til leigu fyrir ein- hleypa á Klapparslíg 1 A. [§9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.