Vísir - 11.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 11.05.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgrelðsla blaösins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til vlðtals frá Id. 3-4. Sími 400,— P. O. Box 367. \ »\s\. Háseta-yerkfallið. Einhvern af þessum dögum sá eg grein í »Vísi« um verkfallið eftir höf, sem kallar sig »Háseta«. Þar er meðal annars talið að Ólafur Friðriksson hafi haldið einhverja »varúðarræðu«, eða um afleiðingar verkfallsins, áður en það var hafið. En mér er nú spurn:j Hvað margir hásetar voru þá nærsfaddir? Allir vita, að þá voru ekki nema örfáir komnir í land, mörg skipin ókom- in að, enda mun verkfallið hafa verið ákvarðað af »Iandkröbb- um«, en ekki af sjómönnunum, þótt þeir hafi af misskilningi ekki séð sér fært annað en að vera með, sjálfum sér og öðrum auövitað til stórtjóns. En hvað viðvíkur ræðu Ól. Fr., þá þekkja víst allir, hver áhrifslíkt muni hafa, þótt eitthvað sé taiað um »afleiðingar«, um leið og verið er að stappa í menn stálinu til athafnanna — um leið og verið er aö æ s a, e s p a og h ó t a, eins og víst er að landkrabba-forsprakkar hásetanna hafa gert og gera enn í dag. Annars væri líka fróðlegt að vita, hvaða álit þeir af hásetum hafa getið sér á skipum, sem nú um hríð hafa tildrað sér upp í foringja- stöður í félagi þeirra hér í landi. Fer þá, aö öllu samanlögðu, ef til vill að verða hægt að finna botn í því, sem almennum mönnum finst óskiljanlegt: Að hásetar hefja verk- fall, út af lifrinni, þegar sá tími er kominn, er þeir einmitt samnings- lega eiga að fá fyrir hana það, sem hún selzt; og vilja ekki láta af því, þótt tryggja eigi þeim þetta verð fyrir Iifrina, aðeins af því, að óútkljáð er enn um hinn f o r m- lega »eignarrétt«, sem þeim má standa á sama um, úr því þeir fá lifrina (eins og áður)! Óhlutdrægur. um verkfaliið á botnvörpung- unum og afleiðingar þess.. IV. Nl. »Háseti segir* : Það er deilt um þetta : Eiga hásetar lifrina eða ekki<? Það kann að vera mikið satt í þessu, en þó skilst mér að meira liggi við, og heföi eins mátt spyrja: Eiga hásetar að Iáta sér nægja að hafa 12—15 króna dagkaup auk fæðis? Nú er lifrin í geipiverði hérlendis, hvað sem kanti að reyn- ast sanngildi hennar þegar til þess kemur að selja lýsið, og því heimta nú hásetar að efga hana. Hefði lifrin verið lítils virði, ætli þá ekki heföi verið heimtað hærra mánaðar- kaup ? Mér er nær að halda það. Og óhætt virðist að ganga út frá því sem gefnu, að hefði hásetafé- lagsstjórninni hugkvæmst að gera kröfúr í þá átt, þá yrði þeim dyggi- lega framfylgt. Hvað snertir útgerðarmenn, þá berjast þeir heldur ekki fyrir lifr- inni sem slíkri, heldur fyrir því aö ekki verði komist inn á þá braut að afsala sér parti af afla, og er þeim mikil vorkun í því, þar sem reynsl- an sýnir að einmitt þetta varð þil- skipaútgjöröinni að falli. Útgeröar- mönnum er fyllilega Ijóst, að ef at- vinnuvegi þessum verður komið fyrir kattarnef, þá er ekki í fleiri skjól að venda, og þess vegna munu þeir ekki gera samkomulag á öðrum grundvelli en sem álitinn verður tryggur og sem að minsta kosti fyrirbyggir að hásetar hefji verkfall meðan kjör þeirra eru svipuð og nú er og meðan árferðið er að öðru leyti óbreyft. Með því að allar sáttatilraunir milli Hásetafélags Reykjavíkur og »Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda« hafa orðið árangurs- lausar, og sömuleiðis enginn árangur hefir orðið af málamiðlun Stjórnarráðsins eða Bæjarstjórnar, hefir félag vort nú fastákveðið að hætta öllum samkomulagstilraunum út af verkfallinu. — Hinsvegar hefir félagið ákveðið að bjóða þeim hásetum, er vilja láta ráða sig og lögskrá á skip félagsins, eftirfylgjandi kjör: 1. Kaup almennra háseta verði 75 — sjðtfu og fimm — krónur á mánuði. 2. Hásetum skal greidd aukaþóknun, er miðuð sé við það, hversu mikil lifur er flutt f land úr skipi, og skal aukaþóknun þessi fara eftir því að verð lifrarinnar telst 60 — sextfu — krónur fyrir hvert fult fat. — Aukaþóknun þessi skiftist jafnt milli skipstjóra, stýrimanna, bátsmanna og háseta á skipinu. Skipstjóri getur ennfremur ákveðið að matsvelnn taki þátt í aukaþóknuninni. 3. Verði sfldveiðar stundaðar, skal hásetum, auk mánaðarkaupslns, greidd premía, 2 — tveir — aurar á fiskpakkaða tunnu, eða 3 — þrfr — aurar á hvert mál (150 Iftra), og ennfremur »Háseti« segir ennfremur: »Há- setar eru að verja réttindi sín með verkfallinu«, og skal eg ekki deila um það, en aðeins leyfa mér að spyrja hvort »Háseti« ekki mundi gera þá sömu grein fyrir máli sínu þótt verkfallið væri hafið út úr því hvert mánaðarkaup þeirra eigi að vera, því sé meiningin sú, að þeir hafi átt Iifrina til þessa, þá er það rangt, og mér er kunnugt um, að hjá ýmsum útgerðarfélögum hefir það veriö venja að útgerðarmaður- inn sjálfur seldi lifrina og léti svo háseta hafa það verð, sem alment hefir verið greitt fyrir hanaástaðn- um. Væntanlega er öilnm skiljanlegt að eignarrétturinn getur ekki kom- ið til tals á öðrum grundveili en ef hægt hefði verið að styðja hann við venju, því vitanlega er það jafnfrjálst útgerðarmanninum að neita aðráða háseta á skip sitt með öðrum kjör- um en hann vill bjóða, eins og það er líka frjálst hásetanum aö neita að ráða sig með öðrum kjörum en honum sýnast aðgengileg. _________ Kunnugur fái skipverjar fisk þann, er þeir draga meðan skipið er á sfldveiðum, og frftf salt f hann. Þeir sem vilja sinna þessu, geri svo vel að snúa sér til skipstjóranna. Reykjavik 9. maí 1916. Istjórn „Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda“. Thor Jensen. Jón Magnússon. Jes Zimsen. Magnús Einarson Aug. Flygenring.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.