Vísir - 12.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 12.05.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR Aðeins tvo daga enn stendur útsalan í h|f Sápuhúsinu gg Sápubúðinni. Allir sem vilja spara fé nota tækifærið til að kaupa þessa tvo síðustu daga. Yflr 300 tómir sápubalar verða seldir á 1 króuu hver. Utsölunni verður lokið að fullu á laugardagskveldið 13. þ. m. H.f. Sápuhúsið og Sápubúðin Austurstræti 17. Laugavegi 40. Enginn getur gizkað á hve mörg kvöld leikféiagið hefirá- nægju af að gamna öðrum með nýjasta leiknum. En hitt er víst, að þaö ætti að njóta þess, að það býður hér verulega góða skemtun. Eg verð raunar að játa að mér finst ekki mjög mikið til leiksins koma, og það mest fyrir þá sök, að kvenréttindamáiiö gefur eigi sama bergmál hér á landi sem í Englandi, En leikurinn er þó svo fjörugur og gamansamur, að mér þykir mjög gaman að honum. Þó er eg leikurunum miklu þakklátari. Því þeir léku prýðilega. — Eg þykist nú vita að margir hinir djúp- vitru listdómarar þessa bæjar kom- ist við af heimsku minni nú sem fyrr, er eg hefi hrósað íslenzkri list utan lands og innan. En þeir veröa að fyrir gefa mér, þótt eg sé tor- næmur á þeirra dómaralist: að tigna alt erlent, séð og óséð, en líta íslenzka viðleitni aldrei réttu auga, Um einstök hlutverk er óþarftað fara mörgum orðum, því að allir fóru vel með sitt verk, og mis- munurinn á leik manna stafaði mest- megnis af mismun hlutverkanna. Hjónin og Glory eru hlutverk, sem iit er að fást við eða gera sér nokk- uð úr, En hin eru öll hvert öðru þakklátara. Mestur kostur við leik- inn þótti mér þaö, hversu fjörlega hann gekk og felt og skelt. Enginn getur gizkað á, hve dátt hann muni hlæja aö leiknum, nema hann fari og sjái sjálfur. Næst leikur félagið vafalaust ný- saminn íslenzkan leik. En eftir hvern? B.J.f. V. Verkfallið. Það er naumast talað um ann- að þessa daga en verkfallið, þetta voðalega hásetaverkfall, sem bakar landi og lýð stórtjón á degi hverjum, og að þessu séu hásetar að leika sér að að ástæðu- lausu, þar sem það sé á allra vitorði, að þeir hafi allra verka manna best launakjör hér á landi. En þrátt fyrir þetta, rjúfi þeir ó- tvíræða samninga við útgerðar- menn og strjúki lögskráðir af skipunum, alt fyrirvaralaust, og krefjist þess, að útgerðarmenn gefi þeim alia lifur, sem á skip kemur. Sem .vonlegt er, er fjöld- inn sárgramur slfkum ofsamönn- um, sem auðvitað bera alia ábyrgð af þessu tjóni. Svona er nú hásetunum borin sagan út til fjöldans. Þó fara sum blöðin lengra, fara enn ver með háseta, álíta, að þeir eigi enga sök á þessu verkfalli, held- ur séu þeir teymdir á eyrunum af forsprökkum þeirra, sem þeir ýmist kalla Ólaf eða Jónas. Eg er ekki háseti og býst ekki við að verða. En eg hefi fylgst talsvert með í þessu máli og kynt mér það, sein fram hefir komið í því frá báðum hliðum. Og mig langar til að fá lesend- urna til þess að líta á það með meiri sanngirni, þó ekki sé nema rétt í svip, og sjá hvort íslenska sjómannasféttin á það skilið fyrir þetta tiltæki hennar, að hún sé nídd niður fytir allar hellur, — sú stétt, sem hingað til hefir unnið okkur mestan sóma með. dugnaði sínum og fram- takssemi. Eg skal fara fljótt yfir sögu, sleppa tildrögunum til þessa verkfalls, en koma beint að því sjálfu og því sem á milli ber. Það ber öllum saman um — bæði útgerðarmönnum og háset- T I L UINNIS: Baðliúsið opið »• d. 8-8, Id.kv, til 11 Borgarst.skrif.jt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrífst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. sanik, sunnd. 8'/, síðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið l‘/,-2‘/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12-1. 1 Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á ntið- vikud. kl. 2—3. | Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. á Setbergi óskar eftir 2 duglegum mönnum í vor og helzt í alt sumar til vetur- nótta. Gott kaup í boði. um —, að það mánaðarkaup sem hásetar hafa á togurunum, sé of lítil borgun fyrir alt það erfiði og allar þær vökur, sem hásetar verða oft að leggja á sig við fiskiveiðar. Þess vegna hafa þeir hingað til fengið lifrina sem aukaþóknun eða uppbót, enda er það líka talsverð fyrirhöfn að hirða hana. Öneitanlega virðist mér þó, að útgerðarmenn eigi lifrina, eins og ?lt annað úr fisk- inum sem á skip kemur. En þeir hafa gert lifrina að kaupi háset- anna, og það verið undir hepni komið, hvort hún var mikil eða lítil — í lágu eða háu verði. Það eru að minsta kosti engin dæmi þess, að útgerðarmenn hafi bætt það upp hásetunum, þó að skip- in hafi fiskað illa eða fiskurinn hafi verið illa lifraður, enda virð- ist það ekki sanngjarnt, þegar svona stendur á. Því að þegar illa gengur, þá er eðlilegt, að það komi bæði niður á útgerð- armönnum og hásetum. Og þá virðist hitt ekki nema sanngjarnt (og sjálfsagt), að báðir aðilar njóti þess, þegar vel gengur,— bæði þeir, sem l.eggja fram féð, og hinir, sem leggja fram vinn- una. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.