Vísir - 12.05.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 12.05.1916, Blaðsíða 3
V í SI R ev öUum 03 $évfo\)e*\um ^&ww- aí aB tali'á satvö o§ möt á £uSs$tawda oa ' JjVóvuwtvv Jvam utvöaa ^vatvöawum. Borgarstjórinn í Rvík 5. maí 1916. K. Zimsen. Nokkrir Auka- alþingiskjörskrár iiggja frammi á bæjarþingstofunni 20. iii 27. maí, að báðum dögum meðtöldum. Kærur komi til borgarstjóra fyrir 3. júní. Borgarstjórinn í Reykjavfk, 10. maí 1916. K. Z i m s e n . duglegir sjómenn géta fengið atvinnu á Austfjörðum. Upplýsingar hjá h/f Timbur & Kolaversluninni Reykjavfk. Vátryggið tafarlaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit ish Dominion General fnsu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason ’\K$vv ev%eúa^>taSv% Péfur Magnússon. yfirdómslögmaöur, Orundarstíg 4. Sími 533 — Heima kl. 5—6 UPPBOÐ. ’ Laugardaginn 13. maf þ. á. verður haldið uppboð á Auðnum á Vatnsleýsuströnd kl. 2 e. h. og þar seid alskonar búsáhöld, hús- gögn, rúmfatnaður (í 5 rúm), vagn, aktýgi, Iveggjamannafar með öllu tilheyrandi, mjög voldugt spil, sjávarútvegur, 3 kýr o. fl, Auðnum í maí 1916. H. A. Fjeldsted Det kgl. octr. Brandassurance Comp Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. Oddur Gíslason yfirrétfarmálaflutnlngsmaöur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 N. B. Nlelsen. 2>e^ a*S v ^vsv. Bogi Brynjólfsson yffrréttarmálaflutningsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppij. rifstofutimi frá kl. 12— og 4—6 e. s — Talsími 250 — Prentsmiðja Þ. Þ. Qemenlz. 1916. Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowfands. 26 -------------- Frh. Það var nærri því eins og heiini létti, er hún kraup niður við hæg- indastólinn hjá frú Chestermere, sem faömaði hana innilega að sér og bauö hana velkomna. — Kæra Katrín! Elsku stúlkan mfn! Eg hefi þráö svo að sjá þig, sagði móðir Filipps ástúðlega. Nú er eg ánægð, Katrín, óumræöilega hamingjusöm, elskan mín. Chestermere fann að allar beztu tilfinningar hans fögnuðu því að sjá þessa fögru, ungu stúlku með móður sinni. Hann fékk ákafa löng- un til þess að flýta sem mest fyrir undirbúningnum undir hjónavígl- una. Gömlu konúrnar gengu snemma tii hvílu, en Filipp baö Katrínu að ganga með sér í garðinum bak við húsið. Garðurinn var lagöur mar- rtiaraflísum og í honum miðjum gosbrunnur sem sendi vatnið eins og demantasúlu upp í loftið í tunglskininu. Háir pálmar voru gróðursettir hér og hvar, en fjöldi af stólum og lágum sætum voru á víð og dreif í garðinum. Frú Forber og dóttir hennar höfðu upphaflega haft í hyggju aö setjast að í gistihúsi, en frú Ches- termere hafði þvertekið fyrir það og fengið þær til að búa hjá sér. — Þaö getur veriö að það sé ekki samkvæmt ströngustu kredd- um, hafði hún sagt við son sinn, í svo ákveðnum róm að honum var sérstaklega skemt. En eg get ekki hugsaö til þess! Katnn og móðir hennar koma hingað, húsið er nógu stórt fyrir hundrað manns og þjónustufólkið hefir aldrei nóg að gera. Þú veröur að taka af skarið, Fiiipp, og setja blátt bann fyrir þessa gistihúss flugu. Katrín getur fengið eins mörg herbergi hér og hana lystir og þú getur komið dag- lega og heimsótt hana hér, engu síður enn annars staðar. Því aö Filipp hafði sérstaka íbúð úti í bænum eins og Rupert og flestir aðrir ungir menn á þeirrá reki. Vilji frúarinnar var sama og lagaboð. Og satt að segja, var það sízt frú Forber á móti skapi, að setjast að í þessari ágætu loftgóðu hyggingu og að dvelja í návist vina sinna. — Þar sem við erum báðarfar- iama, þá er þetta ágætt fyrirkomu- lag, sagði hún. Og auðvitað var Katrín himinlifandi, úr því aö móð ir hennar var ánægð. Þau hjónaleysin höfðu gengið í gegnum blómgarðinn, út í þenn- an gamla, stóra steinlagða garð, sem áður var lýst. Hann var svo inniluktur af háum trjám og stein- veggjum, að hann var eins og þögull heimur út af fyrir sig og ólíkur því að vera einn hluti hinn- ar ókyrlátu Lundúnaborgar. — Hér er indælt, sagði Katrín og andvarpaði, er þau gengu fram og aftur f tunglsljósinu. — Betra en þitt elskaða Castle- bury? Hún hló að spurningu hans. — Þú mátt ekki tala illa um ástkæra, svæfandi, friðsæla gamla heimilið mitt, Filipp. — Tala illa um? Guð varðveiti mig I Eg er bara dálítiö afbrýði- samur, Katrín, það er alt og sumt. Þér þykir svo vænt utá það. Hún hló lágt og blóðið þaut snöggvast fram í kinnar hennar. Bæjaríréttir Afmæli í dag: Ásbj. Jónsson, daglm. Björn Sveinsson, skipasm. Magnús Magnússon, ökum. Magnús Torfason, sýslum. Margr. Zoega, húsfr. Ragnh. Jensen, húsfr. Stephan Th. Stephensen, umbm. Fermingar- og afmsells- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Arnasyni í Safna- húsinu, Gestir í bænum. Þessa dagana dvelja hér allmarg- ir gestir er komið hafa frá austri og vestri, og höfum vér orðið var- ir við þessa: Gest frá Hæli, Gísla prest frá Mosfelli, jónas Jónsson, óðalsbónda frá Sólheunatungu, séra Einar Frið- geirsson, frá Borg, Helga Árnason í Vogi, Guðm. Daníelsson í Svigna- skarði, Boga Helgason frá Brúar- fossi í Hraunhrepp. Hjálpræðisherinn heldur »bazar« í kvöld til ágóða fyrir gisti- og sjómannahælið setn herinn er að reisa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.