Vísir


Vísir - 13.05.1916, Qupperneq 3

Vísir - 13.05.1916, Qupperneq 3
VÍSIR Próf utanskólabama í Reykjavíkur-skólahéraði fer fram í barnaskólahúsinu þriðju- daginn 16 maf og byrjar kl. 8 árd. — Öll utanskólabörn á skólaskyldualdri (10—14 ára; eiga að koma til prófsins. Sérstak- lega eru menn ámintir um að láta börn þau, er taka eiga fulinaðar- próf samkvæmt fræðslulögunum, koma til prófsins, og ekki síst þau ungmenni, sem ekki hafa enn lokið fullnaðarprófi þótt eldri séu en 14 ára. Borgarstjórinn í Rvík, 10. maí 1016. K. Zimsen. StttypusfeájtttY, St'»aa*i»,íY\í '3C«y%sysIiy&y, yanájötvg og £%ya\y er best að kaupa á Laugavegi 73, VEGGFÓÐUR mikið úrval á LAUGAVEGl 73. Nokkra duglega sjómeim ræð eg til Siglufjarðar. — Agæi kjörl Bókhlöðustíg 6 A. Heim kl. 8—10 síðdegis. Samsöngur. Arngiímur Valagils hélt söng- skemtun síðastliðinn laugardag í Bárubúð. Oft hefi eg heyrt hon- um takast betur en í þetta sinn, enda mun hann hafa verið illa upp- lagður. Valagils hefir þýða og hreimfagra rödd, en ekki mjög mikla. Nær hann sérstaklega oft góðum tónum á »mezza-voce« tón- um. Bezt þótti mér takast »En Svane® eftir Greig og »Elegie« eftir Massenet. Virtist mér þessi lög benda á »Temperament«. Aftur mistókst »Die Lotosblume* eftir Schumann og »PimpineIla« eftir Tschaikowsky, og þótti mér það sérstaklega einkennilegt, því það lag hefi eg áður heyrt hann syngja bezt. Arngrímur Valagils hefir notið kenslu hjá Lincke í 6 mánuði, og er því byrjandi í sönglistinni, Efast eg ekki um, að hann roeð tíman- um eigi góða framjíð sem söngv- ari, ef hann getur notið góðs skóla. Áheyrándi. \ ^J\s\. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz, 1916. Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 27 ----- Frh. — Mér hefir Iiðið þar mjög vei stundum, sagði hún blítt, Tunglið skein á hana, hún var framúrskarandi fögur þetta kvöld. Hún var í einfaldri hvítri kápu, gylta hárið var bundið í lausan hnút í hnakkanum, en einfalt perlu- band Itaföi hún um mjúkan, hvítan hálsinn. Chestermere horfði á hana, löfr- aður af fegurð hennar. En hið göfuga látbragð hennar og inni- leikinn sem Iýsti sér í rödd hennar og öllum hreyfingum héldu tilfinn- ingum hans í skefjum. — Æ! sagði hann ósjáifrát, það særir mig að heyra þig segja þetta, því, sjáðu til, eg var þar ekki og átti engan þátt í hamingju þinni. Hún Iaut höfðinu lítið eitt, og þegar hún rétti út hendina til að snerta vatnsbunurnar úr gosbrunn- inum sá hann að hún titraöi, eins og af sterkri geðshræringu. — Og þó, bælti hann við í fáti, ef til vil skjátlast mér, ef til vill hefi eg verið þar, ef til vill — Hún lyfti upp höfðinu unl leið og hann þagnaði og brosti lítið eitt. — Þú varst þar á hverjum degi, nærri því hverja stund, Filipp, hvíslaði hún, en þú varst ekki höf- undur hamingju minnar þá, í þess staö —, hún þagnaði. Æ, sagði hún í ákafa, vertu ekki að fá mig til að tala um þá líma. Það — þaö eru ekki glegilegar endurminningar sem við þá eru tengdar, jafnvel ekki nú, Filipp. Hann færöi sig nær henni og tók báðar hendur hennar sem voru rennvotar af vatninu úr gosbrunn- unum. — Segöu mér frá þeim tímum, sagöi hanh með ákafa. Eg verð að vita alt, sem þér nemur við og lífi þínu. Eg sé nú eftir hverri stund, sem þú hefir lifað án mín. En auðvitað hefi eg engan rétt til þess að vera afbrýðisamur, ef þaft er satt sem þú segir — ef eg var altaf í huga þér. En — en — eisk- an mínl sagöi hann í mikilli geðs- hræringu. — Eg finn það nú, hve tómt og gleöisnautt líf mitt hefir verið, hve fánýtar vonir mínar og hégómleg metorðagirnd mín. Ef eg hefði vitaðl Ef eg aðeins hefði haft hugmynd um að þú sætir hér og þráðir mig. Hvílíkur munur! Eg — eg er hræddur um að eg hafi misskiliö þig, Katrín. Eg hélt að þú værir kaldlynd. Eg hélt að þig gilti einn um alt. Eg hélt, að þó að þú ætlaðir að gittast mér, þá myndi ástin og ástarsælan ekki falla okkur í skaut. — Og eg — sagði hún í ákafa óöara en hann slepti orðinu, eg hélt alt þetta um þig, eg þóttist vita að þú hefðir ekkert rúm fyrir mig í hjarta þínu eða draumum, og það særði mig, Filipp. Eg — eg ætlaði mér ekki aö segja þér frá þessu. Aö lýsa fyrir þér hugar- kvölum mínum frá þeim tímum, en þú hefir talað, og þess vegna ætla eg líka að tala, ef eg get, að fá þig tii að skilja hvernig þessi tvö ár, sem þú varst í fjarlægð, hafa verið. Þú — þú myndir ekki vera afbrýðissamur við^ gamla, ró_ lega heimiliö mitt — þegar hugar- kvöl mín var mest — þegar mér leið sem verst. Hann dró hana að sér og þrýsti höndum hennar að hjarta sér. — En þú elskaöir mig, Katrín. Þú elskaðir mig altaf? Varir hans snertu eyra hennar. Hún reikaði til, hjartað barðist svo henni lá við köfnun. — Altaf, hvíslaöi hún. Eg elsk- aði þig altaf. Það var það, sem olli beiskjunni. Og nú — nú — s\ometin og — v a n a r fiskverkun — geta fengið atvinnu í Norðfirðl í sumar. Hátt kaup. Einniggeta menn fengið leigt uppsátur og húsrými bæði fyrir vélbáta og árabáta hjá undírrituðum. Semj ið við Jón Sveinsson, Hótei Island nr. 13. Heima kl. 4—6 e. h. Piltur £ stúlka óskast til að skrifa viðskiftabréf nokkra daga (4—5 tíma á dag) eftir 18. þ. m. GUÐNÝ OTTESEN, Klapparstíg 1 A. Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brit• ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Det kgl. ocirt Ðrandassurance Comp Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-l 2 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Hann faðmaði hana aö sér er er 'rödd hennar brast. — Og nú er beiskjan horfin, Katrín. Horfin að eilífu. Eg elska þig, hjartað mitt. Ástin mínl Kon- an mín! Eg clska þig! Ó, Katrín, lofaðu þvi að þú skulir ávalt elska mig Eg er ekki eins góöur né hreinn eins og þú. Eg er þess ekki verðugur að standa við hlið svo yndislegrar konu sem þú ert. Það er enginn maður. En eg elska þig, elska þig og mun elska þig alt mitt líf. Rödd hans var hás af ástríðu og æsingu. Katrín tók samt ekki eftir neinu nema yndisleikanum. Hún tókekki eftir því hvað hann var undarlegur og öðruvísi en hann átti að sér. Hún lá þegjandi í faðmi hans og tárin komu fram í augu henn- ar. Það voru ekki sorgartár heldur gleöitár. Hún vissi ekki af því að fyrir aftan hana var andlit hans, fölt og þreytulegt, og augun voru hryllingsleg. Hún fatin hjarta hans slá í brjósti hans og hendur hans titra, þegar hann bélt utan um hana. En hún vissi það ekki, að nú þegar hún lá í faömi hans þá stóð honum fyrir hugskotssjónum annar kvenmaður og yndisleiki hennar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.