Vísir - 14.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 14.05.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR V1SIR' A f g r e 1 ð s 1 a blaðsins á Hótel island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, inngangur frá Vaiiarstræti. íikrifstofa á sama stað, inng. frá Aöaistr. — Ritstjórinn til viötals frá tí. 3-4 Sírai 400.— P. O. Box 367. Verkfallið. ------ Nl. Og þegar lifrin er orðin kaup hásetanna, þá er hún sýnilega þeirra eign, — alveg eins og hálfdrættingar á fiskiskútunum eiga helming þess fisks sem þeir draga. Nú er okkur það kunn- ugt að útgerð hér við land hefir aldrei gengið jatnvel og síðastl. ár. Hver togari hefir grœtt þetta 100—200 þúsund krónur. Og þá get eg ekki neitað því, að eftir svona útgerð, sé það í meira lagi smásálarlegt og tæplega vansalaust fyrir útgerðarmenn, að fara einmitt þá að seilast efir þeim hluta af aflanum, sem há- setunum hefir borið, — lifrinni, — þótt hún hækki nokkuð í verði. En þarna á verkfallið upp tök sín. Verðhækkunin á fisk- inum var gróði útgerðarmanna, en verðhækkunin á lifrinni var gróði hásetanna, — þeirra dýr- tíðaruppbót. Eg get sannast sagt illa skilið, að útgerðarmenn skildu geta gert sig kunna að því, álíta sér það samboðið, að rétta út höndina eftir þessum lifrarpen- ingum, um þenna stutta tíma, sem lifur kann að haldast í þessu verði. Enda álít eg það mjög misráðið, eins og raun er á orð- in. Og það má heita næsta eðli- legt, að hásetum renni í skap, er þeir sjá, að hugsað er ein- göngu um að þræla þeim út, en svo séð ofsjónum yfir, ef kaup þeirra fer einhvern stuttan tíma fram yfir það, sem þeir í svip þurfa fyrir sig og sína. Á togurunum eru flest úrvals- dugnaðarmenn á besta aldri, — þvf að aðra geta þeir ekki not- að, þeim er starfinn ofvaxinn. Þessir menn þyrftu því sannar- lega að geta sparað eitthvað af kaupi sfnu, meðan þeir endast við þetta, til þess að lifa af, eft- ir að þeim er fleygt í land, eru útslitnir. Það er því rangt að bera kaup þeirra saman við kaup ýmissra dútlara. Samvinna er nauðsynleg með öllum, sem saman eiga að vinna og þá ekki síst sjómönnum og útgerðarmönnum. Því aö hvor ugir geta með góðu móti án annars verjð- En þá má smá- sálarskapur og stífni á hvoruga hliðina skipa öndvegi, ef sam- komulag á að nást. Að mínu áliti hafa hásetar demt yfir verk- fallinu nokkuð fyrirvaralítið, gert of háar kröfur, og er vafasamt, hvort þe!r hafa vel valda menn til samninga. Annars má vel vera að útgerðarmenn litu þeim aug- um á stjórn Hásetafélagsins, hver sem hún væri. En það getur ekki bætt úr, að þar skuli vera maður, semhefir látiðblaðsittausa skömmum yfir útgerðarmenn og skipstjóra undanfarið. Eg skil það að hr. Thor Jensen og hr. Ólafi Friðrikssyni gangi ekki vel að semja. Og ílt er til þess að vita ef óvinátta einstakta manna hefir áhrif á þetta mál, sem þó má búast við, eftir því sem á undan er farið. Kröfur háseta, þær að fá lög- skráð samkvæmt lögum sínum, virðast mér líka afarósanngjarn- ar, enda hafa þeir nú fallið frá þeim, og eins hinu, að lögskrá menn að eins til óakveðins tíma. En eignarrétt lifrarinnar halda þeir sér fast við að fá, og er það nú hið eina, sem á milli ber. Væri nú ósanngjarnt að útgerð- armenn slökuðu til í því eina atriði? Þá mœtast þeir á miðri leið og þá er samkomulagi náð. Tjónið er ekki mest fyrir útgerð- armenn og háseta. Það er lík- lega mest fyrir þenna bœ og landið. Útgerðarm. þola nokkra bið. Þetta er ekki þeirra arð- vænlegasti tími. Og hásetarnir geta fengið næga atvinnu nú. En hvorir þola þetta lengur? — Svo búið má ekki standa til lengd- ar. Ef skipunum verður lagtupp fara hásetarnir sennilega sinn í hverja áttina og snúa baki við togurunum í bili. En verður tog- urunum lagt upp? Nei! Það kemur ekki til nokkurra mála, því að útgerðarmennirnir verða altaf komnir upp á sömu menn- ina, sem síðar verða að eins erf- iðari viðfangs en áður. Svo að sé nokkuð lið í samtökum há- seta, sem virðist vera, þá hljóta þeir að þola þetta lengur. En vonandi er, að á það reyni ekki. Það eru ekki lifrarpening- arnir, sem útgerðarmenn vilja ekki missa; þeir hafa blómgast án þeirra hingað til. — Það er bara stífni — að láta ekki undan, sem komin er f málið, og það ekki alveg að ástæðulausu. En von- andi ber einhver góður maður gæfu til að jafna þetta. Því að það virðist naumast sanngjarnt að útgerðarmenn láti stífni eina baka sjálfum sér og öðrum stór- tjón. A. Ö. Fíugm. Navarre. í grein minni um Navarre, flng- manninn fræga, hcfir mér Idöst aö geta þess, að áður en hann var tvítugur var hann búiun að fá öll þrjú heiðursmerki, er Frakkar gefa hetjum sínum. Ekki alls fyrirlöngu, er hershöföingi nokkur ávarpaði Navarre og þakkað honum fyrir unninn sigur, fórust honum þann- ig orð, að hann sagöist harma að hafa ekki fleiri heiðursmerki að sæma hann með. »Það gerir ekkerU svaraöi Navarre, »eg reyni einungis að verðskulda betur þau, sem eg þegar hefi fengið«, Th. Fr. Einokun steinolíufól. Það er kunnara en frá þurfi að segja, áð þegar Steinolíufélagið tók hér fyrst til starfa, batt það flesla kaupmenn með samningum um að kaupa ekki steinolíu af öðrum. — Samningar þessir eru nú utrunnir. En þó að fé'agið sé nú að nafn- inu til orðið íslenzkt, þá vita ailir að öll völd í því eru í sömu hönd- um og áður, enda er það nií farið að fitja upp á samskonar einokun- ar samningum og áður. Hafa kaup- mönnum veriö send til undirskriftar samningseyðublöð, þar sem þeir eiga að skuldbinda sig til að kaupa alla steinolíu, sem notuð verði ti' ljósa og mótora, svo pg smurnings- olíu til véla og annars af félaginu . »fyrir það verð og með þeim skil- málum, sem Hið fsl. steinolíufélag ákveður*. Oegn þessari skuldbind- ingu eiga kaupmenn af fá uppbót fyrir hverja keypta og borgaða tunnu þannig : Fyrir 1—49 tn. á ári 35 aur. af hverri — 50—199-----50------------ yfir 200 - — 75------------ en útsöluverðið ákveður félagið og skuldbynda kaupmenn sig til að fylgja nákvæmlega því veröi og að láta ekki viðskiftamenn sína njóta nokkurra hlunninda, sem beint eöa óbcint geta orðið til þess að lækka verðið. Samningar þessir eiga að gilda í 5 ár. En ef stjórnarvöld fslands eða félög, eöa einstakir með beinum eða óbeinum tilstyrk frá stjórnarvöldum fara að flytja til landsinsþessarvörur, getur H.í.s.sagt samningunum upp fyrirvaralaust — annars gilda þeir óuppsegjanlega í 5 ár, ef þeir verða ekki brotnir af kaupmönnum, því þá getar fél. einn- ig sagt þeim upp fyrirvaralaust. En ekki er þess getið að kaUpmenn ' geti sagt upp, þó að »H. f. s.< T I L MINNIS; Baðhúsið opið v. d. 8-8. Id.kv. tii 11 Borgarst.skrifil. i brunastöð opin v. á 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaidk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.timi kl, 11-1. Landsbankínn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Uflán 1-3 Landssiinlun opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið 17,-27, síðd. Pðsthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahselið. Hcimsóknarfími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 121 Alin. lækningar á þriðjud. og föstud, ki. 12—1. Eyrtta-. nef- og háislækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. ki. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á miö- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5-6. brjóti. — 1000 kr. greiði kaupm. fyrir samningsrof, en félagið ekkert Eins og allir vita hefir enska stjórnin sett það skilyrði fyrir inn- flutningi á steinolíu til landsins, að hún verði ekki Hutt út aftur. Hefir félagið því oröið að taka ábyrgð á því að það yrði ekki gert. Það er því eðlilegt að það krefjist skuld- bindingar í þá átt af kaupendum. En óviðkunnanlegt er það, að sektar- fé það sem menn eiga að greiða fyrir brot gegn þeirri skuldbind- ingu (tífalt verð vörunnar) á að af- hendast Steinolíufélaginu lit ráðstöf- unar. Réttara, eða öllu heldur sjálf- sagt hefði verið að láta kaupmanna- ráðið ráðstafa því fé. — Annað er í sjárfu sér ekki athugavert við þessa ráðstðfun félagsins. En öðru máli er að gegna um aðalmerg þessa máls, einokunina sem félagiö er altaf að reyna aö ná á olfsölunni. Þess hefir áöur verið getið hér í blaðinu, aö þegar er olíubirgðir Fiskifélagsins voru upp seldar, faerði Steinolíufélagið veröið upp um 50%. , Er það furðulegt, að verðlagsnefnd- in skuli ekki hafa tekið þarítaum- ana. — Og á hverju má mótor- bátaútgerðin nú eiga von, ef félag- inu á að þolast að ná þannig und- ir sig einokun á allri olíu ? — Á því að allur aröur af« útgerðinni renni til þess félags,. í vasa erlendra manna. Því þaö er öllum vitan- legt, að þó að nokkrir fslendingar eigi hluti i félaginu, þá er það al- veg hverfandi. Frh. á 4. sfðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.