Vísir - 15.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 15.05.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR A f g r e 1 ð s 1 a blaðsins á Hótel lsland er opin frá kl. 8—8 á hverj- urn degí, Inngangur frá Vallarstrartí. Skrifstofa á sama stað, inng. frá j Aðalstr. — Ritstjórinn li! viðtals frá ' kl. 3-4 Sími 400,- P. O. Box 3o7. Málverkasýning. [>essa daga sýnir Gísli Jóns- son málari, verk sín í Iðnskóla- húsinu. Hann sýndi í fyrsta sinn Reyk- víkingum málverk eftir sig í fyrra- vetur og vakti sú sýning almenna eftirtekt, þóttu margar af mynd- um þeim er hann þá sýndí, gefa góðar vonir um að hér væri fram að koma nýr listamaður hjá þjóð vorri, og eigi hvað sízt fyrir það, er kunnugt varð að þessi maður hafði engrar tilsagnar notið, ekki lært einföldustu teikningu, eður átt kost á að kynnast listaverk- um annara málara. Várð sýning þessi til þess, að hann í fyrra sumar var fenginn af mönnum hér til þess að ferðast norður í land, til að mála nokkrar mynd- ir þaðan. Auk þeirra mynda, sem hann var. fenginn til að mála af sérstökum stöðum, tók hann ýmsar aðrar af landslagi þar sem honum þótti einkennilegt. Einn- ig hafði hann dvöl um tíma í í fyrravor og aftur í vetur við þingvallavatn og tók allmargar myndir þaðan, helzt úr Nesja- tandi, eru margar þeirra allein- kennilegar, s. s. af krummunum frá Hestvík, mjög vel gerð mynd, firá þingvöllum að vetrarlagi o.fl. Af myndum að norðan, mun vekja einna mesta eftirtekt mál- verk af Hrauni í Yxnadal, fæð- / ingarstað Jónasar Hallgrímssonar. . t' Á miðri mynd sést Hraundrangur gnæfa við himin í baksýn, hjúp- aður daufu kvöldskini, á 3 öðrum myndum sést Hraundrangur, sýna þaer allar einkennilegt og mikil- fengt landslag. Á margar fleiri mætti minnast; á sýningunni eru alls yfir 100 myndir og því margt að sjáfyrir þá er inn koma, sem vonandi verða margir. því fremur sem inngangur er að eins 25 aurar. Mörg af málverkunum munu fást keypt, og ættu þeir, er góð ráð hafa, að kaupa sér þar mynd- ir til að prýða heimkynni sín og styrkja listamanninn. M. G. —--------\ í þýzkum blöðum sem borist hafa, er getið um Harald Sigurðs- son píanóleikara, er leikið hafði á lærisveinahljómleik hljómlista- skólans í Dresden og vakið mikla athygli, svo sem sjá má af eftir- farandi umsögnum. í „Dresdener Neueste Nach- richten® 31. marz segir svo: „Af hinum mörgu opinberu læri- sveinahljómleikum, þá rak nú lest- ina í Iðnaðarhöllinni hljómleikur lærisveina Hljómlistaskóla Dres- denar, þeirra sem lengst eru komn- ir og þroskaðastir eru. Sú frámmistaðan sem mestum þroska Iýsti og engan lærisveins- blæ bar lengur á sér, var hjá H. Sigurðssyni, gáfuðum íslendingi lærisveini Rappoldi-Kahrer. Hafði hann þegar síðastliðið ár vakið á sér athygli fyrir miklar gáfur og ágæta kunnáttu. — Hann lék Es- dúr-konsert Liszts með leiðsögn lærisveina-hljóðfæraflokksins og bar meðferð hans með sér skýr- an persónublæ, innilegan og djúp- an skilning; kunnáttunni skeik- aði hvergi og oft lék hún í hendi“. Blaðið „Lokalanzeiger“ segir: „Lokahljómleikur Hljómlista- skólans var enginn „lærisveina- hljómleikur“, heldur komu þar fram ungir meistarar. — Hinn há- gáfaði íslendingur H. Sigurðsson fangaði hugi manna með frábærri meðferð á Es-dúr-konsert Liszts, og kom hann þar fram sem einn hinn fremsti Liszt-leikari nútím- ans. Ekki einungis var leiknin ljómandi, heldur vann hann sér og fylstu viðurkenning sem sjálf- stæður listamaður, sem hefir per sónuþroska til að bera og kann að láta séreinkennin njóta sín. — Hann er frá hinum ágæta skóla Láru Rappoldi-Kahrer".-------- Fleiri þýzk blöð taka í sama streng, og má búast við að Har- aldur eigi glæsilega framtíð fyrir sér, úr því að hann nær slíkri viðurkenningu á jafn vandlátum stað og í Dresden. Frakkland og Holland eftir Piersson prest, Hollending. Trú og líf. Skoðanir manna eru mjög skift- ar í Hollandi, ekki svo mjög um stríðið, sem um þær þjóðir, er í stríði eiga. Hollendingurinn er í eðli sínu óháður og mjög sér- kennilegur, hann er yfirleitt síður með en móti: mótsnúinn Bretum, Frökkum og þjóðverjum. í viðskiftum hans við aðrar þjóð- ir lýsir sér fremur mótblær en samúð. Af upptuna hans, upp- eldi, reynzlu og samvistarverum stafar það, að hann verður mót- snúinn einum, en ekki auðtækur öðrum. það er framþróun iðnaðarins þýzka og verzlunarmök, sem hafa j eðlilega skapað samband milli Hol- lendinga og þjóðverja. Og það eru þessi „vingjarnlegu" viðskifti, er nú hafa haldist áram saman, sem eru því til fyrirstöðu að Hol- lendingar breyti í einni svipan á- liti sínu á þjóðverjum. þó þarf ekki lengi að tala við þá til þess að ganga úr skugga um, að þeir gera glöggan greinarmun á þjóð- j verjum og Prússum, og að þeim ! er lítið um Prússann, þó þeim sé meinlaust við hina. Má af ýmsu sjá vott þessa. J Jafnframt því að þeim hrýs hug- ur við drotnunarandanum prúss neska, er ríkir um alt þýzkaland, eru þeir Hollendingar þó all-marg ir, er hafa óbeit á Bretum, sem standa þar á móti. þó að þeir sjái Breta nú bandamannamegin, þá er samt endurminning liðinna atburða of fersk í huga þeirra, enda afstaðan ekki eindregin. þeir eru mótsnúnir Bretum, en ekki meðmæltir þjóðverjum. Yfirleitt beinist hugur Hollend- inga að Frökkum, og þó kennir þar nokkurs kulda. það hlýtur að vera eitthvað líkt í skapsmun- um þessara þjóða. Og merkilegt er það, að Hollendingar, er um hríð sættu áhrifum siðbótar Lút- ers á 16. öld, hurfu frá henni síðar og aðhyltust af alhug Kal- vínstrúna, en Kalvín var frakk- neskur. Skapferli þeirra er á- þekkara skapferli Frakka en þjóð- verja. Síðar varð Holland griðastaður þeirra, er flýðu úr Frakklandi, þá er ónýtt var tilskipunin í Nantes1). Runnu þar saman kynstofnar þeirra og þótt hollenzki blærinn hafi haldist eftir sem áður, gætir frakkneska eðlisjns þar allmjög. Margar hollenzkar ætfir eru af þessum aðkomumönnum komn- ar. þaðan stafar þá vilvild þeirra til Frakka; er og frakknesk tunga ennþá kunnust alþjóð manna. þó hefir þetta velvildarþel átt í, vök að verkjast á síðari tímum. Um þessar mundir ríkir að vísu vorkunnsemi til handa Frökkum 1) Tilsk. í Nantes er gefin út 13. apr. 1598 af Hinriki konungi IV. til tryggingar trúfrelsi siðbótarmanna (Hugenotta), en ónýtt af Lúðvíki kon- ungi XIV. þ. 23. okt. 1685. TIU W I N N 1 S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 1) Borgarst.skriíil. í fcrunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opirui 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8'/, siðd Landakotsspit. Sjnkravitj.tfmi kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til.við- * tals 10 12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimiun opinu v. d. daglangt (8-0) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttiirugripnsafnið opið 1 ,/t-2‘/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-0. Stjórnarráðsskrifstofuriiar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknarlími 12-1 Pjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætí 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjttd. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á rr.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5 —6. og sem betur fer hefir nú þrótt- ur, þor og hetjumóður Frakka þegar eflt þessa samkend; hún eykst dag frá degi og er nú að verða að þakklátri aðdáun. En þess er þó að gæta, að Frakkland v a r ekki mikilsvirt, með því að það var ekki nógu alkunnugt. Alment var það met- ið eftir þeirri hliðinni, sem vissi að almenningi útí frá: hneykslis- málurn, klækisögum og „guðlasti i orðum“. þeír, sem færir voru um að dæma öðruvísi um Frakk- land og Frakka, vissu þó fullvel, að bak við þessar blekkingar- blæju duldist annað Frakkland miklu ágætara — en þeir voru fáir, þessir menn. Ef þeir tóku málstað þess og bentu á kostina, hið göfuga og veglega, var ekki öðru að mæta en tortrygni. — Menn sögðu: „Jæja, ekki vissi eg nú það fyrc. Oft hefir mig tekið það sárt, hversu mikið tóm- læti Frakkland hefir sýnt í því, að sýna almenningi g ó ð u hlið- arnar. þar sem nú skoðanir Hollend- inga voru auðvitað skiftar í þessu efni og þeir höfðu enga ástæðu til þess að fleygja sér nauðung- arlaust út í ófrið — hvar sem nú upptaka hans er að leita — sem að sjálfsögðu hefði steypt eymd og volæði yfir land þeirra, er það svo undarlegt, þótt þeirhafi strang- lega gætt hlutleysis síns, jafnframt ; því sem þeir hafa gert sér far um * að bæta úr bágindum þeirra manna, sem í fullu trausti hafa knúið á náðardyr þeirra? Egþykistmega fullyrða, að enginn sanngjarn mað- ur lái þeim það né áfelli þá. Frh,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.