Vísir - 15.05.1916, Síða 3

Vísir - 15.05.1916, Síða 3
Fyrri helmingur alira aukaútsvara og fasteignargjalda átti að greiðast bæjarsjóði 1. apríl þ. á. Nú hefir verið krafist, að þau af þessum gjöldum, sem enn eru ógoldin, séu tekin lögtaki. Því er hér með skorað á alla þá gjaldendur, konur sem karla, sem enn eiga ógoldið nefnd gjöld, að gjalda þau tafarlaust. Prentsmiðja Þ. Þ. Clemenlz, 1916 Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 29 ---- Frh. Hann fleygði sér í stól og leit upp í blátt sumarloftið. Niðið í gosbrunnunum var eina hljóðið ssm rauf naeturkyrðina. Chestermere vissi að nóttin var fögur. Hann geröi sér þó ekki ljósa grein fyrir því. Hann var að hugsa um Rósabellu Orant, og í svipinn var hann ekki f neínum efa um það hverjar tilfinningar hann bar til hennar. Hann hataði hana, hann fyrirleit hana, þvi að á þessari stund sá hann skýrt og greinilega hver ókind hún var að eðlisfari. Hatur hans og íyrirlitning var þeim mun und- arlegra, sem honum var ljóst hve mikið vald hún hafði yfir honum, en þess vegna beindist hatrið og fyrirlitningin að nokkru leyti að honum sjálfum, Og honum varð það ljóst að nokkru leyti, af hverju vald hennar stafaði. Hann vissi að það stafaði af því, hve lík hún var sýninni, sem hann sá hjá indverska prestiniím. Ef ekki hefði viljað svo til, að þessi líking átti sér stað, þá hefði hin fagra Rósabella ekkert vald haft yfir honum. Það var þessi dularfulli skyldleiki miili Rósa- bellu og þessarar undarlegu mynd- ar, sem gaf henni þetta töfravald yfir honum. — Hver maður, sem séð hefði þessa sýn og síðan mælt lifandi eflirmynd hennar íklædd holdi og blóöi, myndi hafa orðið jafn gagn- tekinn og eg. Eg hefi aldrei fyr verið hjátrúarfullur, sagði Chester- mere við sjálfan sig gramur og órólegur, en slíkir hlutir koma manni til að þvertaka ekki fyrir alt yfirnáitúrlegt. Þegar eg nú rifja upp fyrir mér það sem skeði þessa nótt og aðvörunarorö hans um að forðast þessa fögru konu, sem hanri sýndi mér myndina af, og þegar eg nú hefi fengiö að kenna á sann- leikanum í spádómi hans og fund- ið gustinn af hættunni, þá verð eg — forhertur trúleysinginn — að játa að fleira er ‘til á himni og jöröu en'þaö sem mig “hafði órað fyrir í allri minni speki. Hann hló við, er hann sagði þetta, en' gleðin rann þegar af honum. Auðvitaö var það alt tóm vit- leysa, og það varð að taka enda og það nú þegar og fyrir fult og alt. Drekkið Mörk CARLSBERG Heimsins bestu óáfengu tlrykkir. Fás als aáa r Aðalumboð fyrir ísland Nahan & Olsen. Veggfóður (Betræk) er ódýrast á Vátryggið tafarlaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominioti General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfslason Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofut/uii8-l 2 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Péiur Magnússon, yfirdómslögmaður, Grundarstíg 4. Sími 533 — Heima ki. 5—6 Oddur Gíslason yfirréttarmóiaflutnlngsmaOur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogi Brynjólfsson yflrréttarmáiaflutningsmaður, Skrifstofa í Aöalstræti 6 [uppi]. rifstofutimi fiákl. 12— og 4—6 e. § — Talsími 250 — afetaðxð Hann hafði ekkert rúm í lífi sínu fyrir slík áhrif. Það var ekkert ann- að en vitfirring sem oft og einatt grípur menn einhvern tíma á æf- inni/ en sú vitfirring myndi renna af honum eins og hvert annað draumarugl, og skilja honum eftir gagnlegan lærdóm og þekkingu. Chestermere þakkaði forsjóninni að hún hafði spáð svo aðdáanlega fyrir framtíð hans. Ást konu hans átti að verða verndargripur hans gegn öllum töfr- um og illum áhrifum. En það hrygði hann, að hann skyldi ekki einnig geta útrýmt Rósa- bellu út úr lífi Ruperts. Honum var ekki um aö minnast Ruperts vinar síns þegar hann var að hugsa um Rósabellu. Og þegar hann nú reyndi að skygnast inn í framtíðina, vann þunglyndið meira vald yfir hugsunum hans, því að hann sá enga von um farsæla fram- tíð fyrir mann eins og Rupert og raunar engan mann sem legði líf sitt fyrir fætur Rósabellu eða heunar líka. Það fór skjálftahrollur um hann við þessa hugsun, og hann spratt á fætur. Hann fór nú inn í húsið og þaðan út á götuna og hélt lieim á leið til herbergja sinna. Um leið og hann gekk eftir götunni í tungls- ijósinu, leit hann upp í gluggann á herberginu sem Katrín átti að sofa í. Og meðan hann horfði á gluggann, spegiaðist sálin í augum hans og ró færðist yfir hugsanir hans. Töfrar Rósabellu voru sterkari, en töfrar konunnar sero hann elsk- aði voru samt sterkari á þessari stund. VH. Næstu tvo, þrjá dagana eftir að Foibersmæöguriiar komu til borg- arinnar, voru þau öll öunum kafin. Chestermere lávarður haíði ákveð- ið brúðkaupsdag sinn blátt áfram eins og; ekkert væri um að vera, og frú Forber hafði rekið upp ör- væntingarhljóð þegar hún heyrði það. — Góði Filipp, hrópaöi hún. eftir hálfan mánuð. Hvað ertu að segja? Katría á eftir að láta sauma öll brúðarfötin. Veiztu hvaða þýð- ingu það hefir í- þessu máli? — Fullkomlega, svaraði ungi máðurinn áti þess að láta sér bregða. Og einmitt þess vegna^vil eg halda brúðkaupið hið bráðasta. Ef eg læt það viögangast að, Kalrín steypi sér út i þeunan úndirbúning undir brúðkaupið, þá get eg eins vel strax kastað frá mér allri von um btúðkaup á þessu ári, fyrst um sinn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.