Vísir - 18.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 18.05.1916, Blaðsíða 2
/ VÍSIR ViSIR A f g r e 1 ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá lei. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. - VŒRINGJAR vinna á Melun- um í kveld frá 6V2. Blómsveiga tír Tuhja og Blodbög selur Verslunin GULLFOSS. m Allar betri tegundir af m Iðunnartaunm* til sölu í Vöruhúsinu. Til Dagsbrúnarhyskisins —o~ Blað það, sem svívirðir alþýðu þessa lands með því að telja sig málgagn hennar, hefir upp á síð- kastið verið að kasta auri á ritstjóra Vísis. — Menn þeir, sem hafa troö- ið sér upp á verkamenn, sem leið- togar þeirra, virðast telja það skyldu sína að gera málgagn þeirra að svo svívirðilegu saurblaði, að þeim fer nú óðum fækkandi, sem ekki skamm- ast sín fyrir að lesa það. Ogkump- ánar þeir, sem í það skrifa, ögra heiðvirðum mönnum, sem þeir hafa ráðist á að ósekju, til þess að höfða meiðyrðamál gegn sér eða ritstjðra- skepnu þeirri, sem gert hefir sér það að atvinnu að leppa allan ó- þverrann. En vel vita þeir, aö eng- um dettur í hug að hafa svo mikið við þá. Mannskepnur þessar halda Iík- lega að þær geti unnið aftur traust það, sem þeir halda að þelr hafi haft hjá alþýðunni, áður en verk- fallið fór svo hrapallega f mola í höndum þeirra, og bezti vegurinn sem þær sjá til þess að vinna það aftur, er sá, að hella ókvæðisorðum yfir þá menn, sem voru svo sam- vizkusamir, að benda verkfallsmönn- um á það, út í hverja ófæru þeir væru komnir. — Og nú bera þeir hver um annan þveran hðnd fyrir höfuð sér, og þykjast hvergi hafa nasrri komið verkfallinu, og »ekki eggjað nokkurn tnann nokkurntíma til vítaverðra atha/nO'. Þessir kumpánar, sem tranað hafa sér fram í trúnaöarstöður hjá verka- mönnum, núa þannig hásetunum því um nasir, að þeir hafi gert sig seka um vítavert athœfi. En eru þeir þá svo blindir, þessir >sjálf- kjörnu« foringjar alþýðunnar, að þeir sjái þaö ekki, aö skylda for- ingja er ekki aðeins að eggja ekki til vítaverðra athafna, heldur að ráða frá þeim ? En hvað segja annars hásetar urfi þessi lubbamenni, sem hafa setið á fundum meö þeim og héyrt allar ráðagerðir þeirra án þess að mæla í móti, en koma svo aftan aö þeim, þegar þeir eru orönir undir, og segia, að þeir hafi gerl sig seka í víiaverðu athæfi ? Þeir, sem lesjð hafa Vísi meðan á verkfallinu stpö, geta bezt borið um það, hve ttiiklar Iygar hann flutti um alþýðuna, eins og »Dags- brún» komst að orði. Ritstjóri hans þarf því ekki að bera hönd fyrir höfuð sér, en þðtti rétt, í eitt skifti fyrir ðl), að gera grein fyrir því, hvers vegna hann mun leiða hjá sér að eiga oröastað við þessi skitmenni. Þó skal það fekið fram, að Visir treystir sér ekki til að skera úr því hvort ræður meiru um orð og gerðir þessara pilta, óþokkaskapur- inn eða heimskan. — Verður aö álíta, að fítungur sá, sem hlaupið hefir í kennarann frá Hrlflu út af meinlausri frétt, sem Vísir flutti og hafði eftir skilríkum manni, stafi af flónsku einni. Því aö varla er manninum það alvara, ef hann er með fullu viti, að telja það «biræfna og ósvífna* blaðamensku, að segja frá því, að hann hafi farið á báti út í skip með vini sfnum Ólafi Friðrikssyni, þó hann hafi aldrei í bátinn komið og um mis- sýningu hafi veriö að ræöa. góös af, ef þaö borgar sig að vinna þær námur og flytja kolin til Noregs og Svíþjóðar, því þá myndi auðvitað einnig borga sig að flytja þau til Danmerkur. — En af dönskum blöðum virðist mega ráða það, aö Danir geröi sér fult svo miklar vonir um ís- lensku kolin í Stálvík og er mikið um þau skrifað í dönskumblöð- um. Er þar sagt áð félag hafi verið stofnað til að vinna nám- una og muni það njóta styrks r í k i s i n s — verður það varla skilið öðruvísi en að þar sé átt við d a n s k a ríkið. Að vísu megum vér vera þakk- látir fyrir það að hreyfing kemst á málið, hver sem hreyfingunni veldur, en óneitanlega hefði það verið betur í samræmi við sjálf- stæðisskraf okkar, að við hefðum sjálfir sýnt þá manndáð, að hrinda máli þessu í framkvæmd en að láta D a n i taka það upp á sína arma. D. Kolin. Eitthvert allra alvarlegasta vandamál, sem nú er á dagskrá allra Norðurlanda, er kolamálið. Er mikið um það rætt í dönsk- um, norskum og sœnskum blöð- um. — Eru miklar líkur til að farið verði nú að vinda að þvf að vinna kolanámur, sem fundist hafa á Svalbarða (Spitzbergen). Oera Norðmenn, Svíar og Rúss- ar kröfur til náma þeirra, og ó- víst hver verður hlutskarpastur. — Pað þykir galli á þeim nám- um hve flutningar eru langsóttir og örðugir. Danir eiga þar ekkert íilkall til, en auðvitað mundu þeir njóta Fellir? Ekki fara enn sögur af því að skepnur séu farnar að falla á Norðurlandi, en þó getur varla hjá því farið, að svo sé. — Um páskana var sagt að bændur ættu alment ekki nema viku forða af heyjum, en síðan eru nú fullar þrjár vikur.— Að vísu tók snjó eitthvað upp í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum um eitt skeið en síðari fregnir segja þar þó jarðlaust með öllu. Matur Var sendur all-mikill norður með Ooðafossi, um 500 smálestir, en það segir lítið, enda hafði hann verið »rifinn ÚU i svipstundu. T l'LBM I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifií. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Aim. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tírni, kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið V/,-11!, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-5. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifiisstaðahælið. Hcímsóknartinii 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 121 Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föshid. kl. 2—3. Tanniækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mlð- vikud. kl. 2—3. Landaféhirðir|kl. 10—2 og 5—6. "Utan aj tandi. , Úr Norðfirði, eystra er skrifað 5. þ. rn.: Ástandið er afarílt hjá bændum hérna. Allir orðnir næstum heylausir—sumir algerlega. — Enginn á aflögum. í gær og fyrradag stórhríð. Snjó- 'ar afarmiklir til dala. Margir eru búnir að reka fé sitt á fjörur og f firði, þar sem snjólítið er. — Veturinn var góðviðrasamur en innistöður miklar. En altaf er sett eins á. — Þannig mun það vera á öðrum fjörðum hér eystra, að alt er í kalda koli ef ekki batnar fijótt. Yfirlýsing. Þó litlu skifti vil eg lýsa yfir því að síðan hásetaverkfallið hófst og til þessa dags, hefir engin grein komið eftir mig, hvorki í Vísi eða nokkru öðru blaði, hvorki um verkfallið né annað efni. — Munu ritstjórarnir geta vottað að þetta sé rétt hermt. Síðar ætla eg mér aö rita nokk- ur orð um verkfall þetta, tildrög þess o. fl. Mun nafn mitt standa við þau. Þingholtsstræti 3, Reykjavík, tó. maí 1916 Árni Árnason, (frá Höfðahólum). Zeppelinsloftfar ferst. Skömmu eftir síðastliöin raánað- amót hrakti Zeppelinsloftskip tii Noregs og fórst par skamt frá Stavanger. Einhverjum af skips- hðfninni varö bjargað. Tríbitch Lincoln. —j— Tribitch Lincoln fyrrum þing- maður í enska þinginu og sfðar njósnarmaður Þjóðverja strauk til Bandaríkjanna í fyrravor. Kröfðust Bretar að fá hann framseldan, með því að hann hefði gert sig sekan um vixlafals. Hefir hæstiréttur Bandaríkjauna kveðið upp úrskurð um að Lincoln skuli framseldur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.