Vísir - 18.05.1916, Side 4

Vísir - 18.05.1916, Side 4
VISIR Símskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 17 maí. Austurríkismenn hafa gert grimmileg áhlaup á ftölsku vígstöðvunum og náð nokkru af föngum. Karlmannaföt, fermingarföt nærfatnaður, enskar húfur, regn- kápur, morgunkjólar, barnakjólar og kápur, slifsi o. m. fl. Best að versla í Fatabúðinni í Hafnarstræti 18. (lnngangur um miðdyrnar). Áfmæli í dag. Jóhanna P. Bjarnason, ungfr. Afmæli á morgun: Björn S. Blöudal, læknir. Guðm. Jónsson, járnsm. Kristján Hólm Pórðarson, frésm, Páll Erlingsson, sundk. Sig. Jónsson, prestur, Luiuii Fermingar- og afmælis- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Árnasyn? í Safna- húsinu. Erl. mynL Kauptn.höfn 17 maí. Sterlingspund kr. 15,52 100 frankar — 55,25 100 mörk — 61,00 R ey k j a v í k Bankar Pósthús Sterl.pd. 15,70 16,00 100 fr. 56,00 57,00 100 mr. 62,00 62,00 1 florin 1,48 1,38 Doll. 3,50 3,50 Gestir í bænum. Sira Guðm. Einarsson frá Ólafs- vík hefir dvalið í bænum undan- farna daga. Auk þeirra sem getið var í blaðinu í gær komu Ólafur Proppé kaupm. á Dýrafirði og Bald- ur Sveinsson skólastj. á ísaf. til bæj arins á Vestu í fyrradag og margir fleiri sem Vísir kann ekki nöfn á. Mislingarnir. Landlæknir hefir sent blöðunum all-langt ávarp til alþýðu manna um mislingana, um leið og tilkynt er að hætt verði Iögvörnum gegn þeim, hefir það verið birt í Lögréttu. Út- dráttur úr því kemur í Vísi á morg- un. Afli þilskipa úr Rvíkj á vetrarvertíð- inni varð þessi: Ása 47 þúsund, Björgvin 33 þús., Esther 38 þús., Hafsteinn 37 þús., Hákon 32 þús., Keflavík 31 þús., Milly 35 þús., Seagull 33 þús., Sigríður 51 þús., Sigurfari 30 þús., Skarphéðinn 26 þús., Sæborg 42 þús., Valtýr 60 þús. Regn. Hver man nú eftir regni hér f Rvfk ? Mánuðir eru liðnir síðan dropi hefir komið úr lofti svo að teljandi sé. í gær, þegar kl. var þrjá stundarfjórðunga yfir 2 ýröi jsvolítið úr Ioftinu og vonandi er að bráðum komi meira. Götunum hérna veitir ekki af því, og væri þó vel, ef þær væru mest þurfandi. Dagskrá á fundi bæjarstjórnar, fimtudag 18. maí kl, 5 siðd. 1. Fundargerð bygginganefndar, 13. maí 2. Fundarg. fasleignan. 15. maí. 3. Fundarg. fjárhagsn. 12. maí. ! 4. Fundarg. brunamálan. 12. maí. j 5. Fundarg. gasn. 13. maí. j 6. Fundarg. rafmagnsn. 13. maí. í 7. Fundarg. fátækrari. 11. maí. 8. Útsvarskærur. 9. Framlagðar auka alþingiskjör- skrár. 10. Guðm. Olsen og Einar Árna- son sækja um undanþágu frá greiðslu salernagjalds. 11. Ragnheiður Þorleifsdóttir sækir um undanþágu frá greiðslti sal ernagjalds og sótaragj. 12. Erindi Búnaðarsambands Kjal- arnessþings viðvíkjandi mæl- ingamanni jarðabóta. 13. Brunabótavirðingar. Langur krókur. Það hafa ef til vill einhverjir gaman af aö heyra ferðasögu bréfs eins frá Frakklandi, sem átti að fara til Stykkisbólms, en var fyrst látið fara svolítinn krók — austur í Persíu! Það hefir verið stimplað í París 24. febr., kom til Theheran í Persíu 18. marz. Þar haía menn sýnilega verið betur að sér í landa- fræðinni og þann 20. sama m. sent bréfiö áieiðis til ákvörðunarstaðar- ins, Stykkishólms á íslandi, en þangað kom bréfið 11. maí. Rúm- an hálfari þriðja mánuð hefir það verið á leiðinni, og verður það að teljast vonum fremur fljót ferð eftir atvikum. B. Brunna greiðan. Ekki hefir það verið sólin ein, sem valdið hefir brunanum á greið- unni, sem sagt var frá í Vísi í gær. Greiðan lá á pappírsblaði í glugg- ! anum, en augljóst er, að á blaðinu hefir einnig staöið flaska. Sést það á hring, sem hún hefir markaö á blaðiö. Sólin hefir skinið á flösk- una, sem verkað hefir einsog brenni- gler, og sent svo sterkan geisla á greiðuna, að kviknað hefir f henni. Eigendur slíkra greiöa ættu því að gæta þess að leggja þær ekki hjá flöskum, sem sól getur skinið á, en óiíklegt er að sóiin geti kveikt í þeim hjálparlaust og óhugsandi er að efnið í þessum munum sé hættu- egra eða eldfimara úr Sápuhúsinu en annarsstaðar frá. I f TAPAfl — F U N D I Ð I TILKYNNINGAR I K o n a n, sem tók til varðveizlu peninga þá, sem Þorbjörgu litlu Agnarsdóttir voru gefnir af farþeg- um á »Vestu« á leiö frá Blönduósi til Rvíkur, skili þeim í Bergstaða- stræti 27. [313 Morgunkjólar frá Doktorshúsinu eru fluttir í Lækjargötu 12 a. [314 Ouðm. Ouðmundsson skáld er fluttur á Óðinsgötu 8 B (uppi). [240 Morgunkjólar frá Vesturgötu 38 eru fiuttir að Nýlendugötu 12, (stein- húsið). [246 r KAUPSKAPUR I Ný hænuegg til sölu á 10 aura á Njálsgötu 56. [297 í bakaríið á Laufásveg 4 óskast daglega 10—12 lítrar af nýmjólk. [294 Barnavagn til sölu á Baldursgötu nr. 1. [306 Mjóik óskast til kaups eða útsölu. A. v. á. [307 Bffi 13. þ. m. tapaðist Pianoskóli frá Laugavegi 18 aö Þingholtsstræti. Skilist að Þingholtssfr, 15. [299 Hvítur léreftspoki, rnerktur Þor- björgu Agnarsdóttir, Bergstaðasbæti ; 27, tapaðist þegar fluttir voru í land ! Faiþegar úr »Vestu» um riaginn. í Finnandi skili honum í Bergstaða- stræti 27 gegn fundarlaunum. [310 j í fyrradag tapaðist nýr kvetin- sokkur í Lauguuum. Skilist á Hverfísgötu 37. [311 Karlmannsúr fundið við stein- bryggi11113- A. v. á. [312 Stofuborð er til sðlu á Hverfis- götu 68 A. eftir 8 e. h. [249 Skyr fæst á Grettisgötu 19 A. [274 Spegill og stofuborð til sölu í Bergstaðastræti 41. t [275 Barnarúm óskast. A. v. á. [276 Nýlegur sööull og beizli til sölu. ' A. v. á. [277 i ----------------------------------- | 3 geitur fást keyptar á Laufás- I vegi 4. _____________________ [280 Brúkaðar sögu- og fræðibækur fást með miklum afslætti í Bókabúð- iuni á Laugavegi 4' [296 r VINNA I Unglingsstúlku vantar nú þegar að hjálpa til með eldhúsverká mat- : söluhúsi. A. v. á. [219 Stúlka óskast á kaffihús. A. v. á. [222 Stúlka óskast í vist. Hátt kaup í boði. Afgr. v. á. [233 Stúlka óskast i vist í miðbænum Hátt kaup í boði. A. v. á. [235 Vinnukonu vantar til Stykkishólms. UppL gefur Emar Vigfússon Hótel ísland, nr. 9. [288 Stúlka óskast á fáment heim- ili. Uppl. á Ránarg. 29 A. [289 12 ára telpa óskar eftir snúning- um á fámennu, góðu heimili. Uppl. á Brekkustíg 17. [291 Dugleg saumastúlka getur fengið vinnu nú þegar hjá Reinh. Andersen. [292 Stúlka óskai eftir hreingerningu nokkra daga. Uppl. á ? [315 H ÚSNÆfll I 1 herbergi til leigu íyrir einhl. karlmann, ímiðbænunnr, frá 1. júní. A. v. á. [259 Skósmíðavinnustofu vantar mig. Helst í miöbænum. Árni Árnason á Laugavegi 46 a. [265 Barniaus hjón óska eftir húsnæði á góðum stað í bænum, frá 1. okt. Tilboði merkt «Húsnæði« veitirafgr. móttöku. [266 Fjögra herbergja íbúð á góðum stað í basnum óskast frá 1. okt. Ritstj. vísar á. [293 Rónir sjóvetlingar eru til söiu a Baldursgötu 1. [308 Stofa til leigu í Miöbænum, með húsgögnum ef óskað er. Afgr. v. á. [282 Velræktaö tún með matjurtagarði er til sölu með góöum kjörum. A. v. á. [309 Herbergi tii leigu fyrír einhleypa frá 1. júní. Afgr. v. á. [302 . Borðstofuborð, rúmteppi og ým- ’ isleg eldhúsgögn eru til sölu nú þegar á Laufásvegi 43. [316 Þur og hreinleg geymsla óskast strax. A. v. á. [303 Nýlegir kvennskór, lágir, nr. 36 til sölu með afslætti á afgreiöslunn. Stofa með sérinngangi óskast strax. A. v. á. [304 Gott Harmoníum til sölu á Berg- staðastræti 6. [318 hleypa i Smíðjuhúsi við Sellands- stíg. [530

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.