Vísir - 19.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 19.05.1916, Blaðsíða 2
VfSlR VISIR A f g r e 1 ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Mislingarnir. Útdráttur úr ávarpi land- læknis. Hvernfg mislingarnir bárust hingað núna í vor. 18. apríl rákust læknarnir á ísa- firði á mislingaveikan mann. Hann var nýkominn hingað á FJóru frá Noregi. Flóra hafði farið frá Nor- egi um mánaðamótin marz og apríl, en enskt herskip tók hana hér skamt frá landi og hafði hana meö sé til Englands. Kom Flóra ekki ti Vestmanneyja fyr en 12. apríl, til Rvíkur 13. april, fór þaðan 15 apríl (seint), kom á Patreksfjörð, ísafjörð og Hólmavík, og var á leið til Siglufjarðar þegar mislingasjúk- ljngurinn fanst á ísafirði. Þá varð upplýst aö hann hafði tekiö misl- ingakvefið meðan skipið stóð við f Reykjavík, en ekki kent sér neins meins, og fatið víða um bæinn. Margir farþegar voru lika á skip- inu héðan vestur og norður. Mátti því búast við að margir hefðu smit- ast af þessum eina manni, og mjög litlar líkur til, að veikin yrði stöðv- uö. En þó var alt til þess gert sem unt var. En svo fór sem við mátti búast: Mislingar hafa fest rætur í Reykja- vík, Patreksfjarðar-, ísafjarðar-, Hólmavikur- og Siglufjarðarhéruö- um. En úr því skipið fór frá Siglufirði var höfð tull gát á því, og hefir mislinga ekki orðið vart austan Siglufjarðar nema á einum bæ í Reykdælahéraöi. Reykjavík er oröinn svo fólks- margur bær, að það getur ekki komið til greina að sóttkvía allan bæinn, nema um einhverja stór- háskalega farsótt væri að ræði. Um það eru allir Iæknar samdóma. — Þess vegna verður nú að hætta lögvörnum gegn mislingum um land alt, eins og vorið 1907. Aðkomuskip og erl. sóttir. Aðkomuskip (samkv. sóttvarnar- lögunum) eru öll skip, sem koma hingað frá útlöndum eða hafa úti f sjó tekið viö mönnum eða far- angri úr skipi sem kom frá útlönd- um. Erlendar sóttir eru svartidauði, kólera, bólusótt, blóðkreppusótt, dílaveiki, gul hitasótt, mislingar og skarlatsót, sem nú er orðin landlæg. Skipstjóri á aðkomuskipi á að sanna sóttgæzlumanni, sýslumanni eða umboðsmanni hans, á þeim staö sem hann kemur fyrst á hér á landi, að engar erlendar sóttir sé að óttast af skipinu. Ef einhver á skipinu hefir sýkst á leiðinni eða á brottfararstaö þess af erlendri sótt þá á skipið að hafa uppi sótt- varnarveifu, er það kemur hér við land, og má enginn fara á land úr skipinu fyr en læknir hefir skoöað það og yfirvöld veitt því heilbrigðis- vottorð. Farþegaskipum er veitt sú til- slökun, að þau mega hleypa far- þegum í land, ef skipstjóri sendir sóttgæslumanni með fyrsta bátnum yfirlýsingu upp á æru og samvizku um, að enginn hafi orðið veikur á skipinu, sem grunur geti leikið á að um næman sjúkdóm sé að ræða. í þessu efni verðum við aö eiga mest undir trúmenskn skipstjóranna, að þeir brjóti ekki lögin vísvitandi eða af trassaskap, og tekur það einnig til farþegaskipanna. Það er bein og brýn skylda hvers skipstjóra, að hafa stöðuga gát á heilbrigði allra skipsmanna og far- þega; ella getur hann ekki »upp á œru og samvizku« ábyrgst að eng- inn hafi orðiö lasinn á skipinu á þann hátt, að um næman sjúkdóm gæti verið að ræða. Farsóttir leggj- ast stundum mjög létt á ymsa menn. Og ef skipstjórar vanrækja þessar lagaskyldur sínar, þá getur vel farið svo að einhver af háska- legustu farsóttunum berist hingað einhverntíma öllum á óvait. ÞaÓ er nú öldungis víst, að ísfirð^ sem kom með mislingana, hefir hlotið að veikjast eftir að skipið fór frá Noregi*), enda segir haun að einn farþeganna hafi fengið kvef á leiðinni og rauða flekki iframan, En sá farþegi var orðinn albata, þegar hingað kom. »Eg vil ekki að svo stöddu segja neitt frekar um það mál. En tel miklu varða, að öli alþjóð manna viti um þessar skyldur skipstjóra og geri sér ljóst, hvílíkur háski getur hlotist af því* ef sóttvarnarlögin eru ekki vandlega haldin af hálfu skipstjóra og sótt- gæslumanna«. Frh. Skýrslur Frakka í Þýskalandi. Einhver ákafasta atlagan í orra- hríðinni við Verdun var gerð á Douaumont-virkið og þ. 26. febr. símaði Wolffs fréttastofan mjög *) Leturbreytingar gerðar hér. hátíðlega út um allan heim, að hermenn keisarans væru búnir að ná virkiuu, en sá sigur var skammvinnur, því að er minst varði náðu Frakkar því aftur. Er hér lítið sýnishorn þess, hversu fréttablöð Þjóðverja1 hafa rangfært skýrslu Frakka um þessa viðureign, auðvitað eftir œðri skipun og í því skyni að ala á kætinni.erorðin var af skrumskeýti Wolffs. Opinber skýrsla Frakka (26. febr. 1916). Áköf orusta stendur við Dou aumont, sem er forvirki í hinni fornu víggirðingu við Verdun. f morgun tókst fjandmönnun- um eftir margar árangurslausar atlögur og ógurlegt mannfall, að ná virkinu, en það var síðar tek- ið af hermönnum vorum og gátu hinir svo hvergi þokað þeim. Sama skýrsla í þýskum blöðum. Áköf orusta stendur við Dau- aumont, sem er forvirki í hinni fornu víggirðingu við Verdun. í morgun tókst fjandmönnun- um eftir margar árangurslausar atlögur að ná virkinu. Slík stytting án skýringa sýnir enn einu sinni, hvernig Þjóð- verjar fara að láta verkin vera í samræmi við sínar þarfir. G. G. Joffre ávarpar hermennina við Verdun. í fyrri hluta marsmán. síðastl. ávarpaði yfirforingi frakkneska hersins hina vösku hermenn, er verja Verdun fyrir áhlaupum Þjóð- verja, þessum orðum: Hermenn í Verdunar-hernum I í fullar þrjár vikur hafið þér staðist eitt hið voðalegasta áhlaup er óvinirnir hafa enn gert. Þjóð- verjar töldu sér sér sigurinn vís- an fyrir ’fram og þeim datt ekki í hug, að áhlaupinu yrði hrund- ið, enda höfðu þeir og skipað hér úrvalaliði sínu til sóknar, á- samt öfiugasta stórskotaliðinu. Þeir vœntu þess, að fall Verdunar- kastala myndi auka bandamönn- um þeirra kjark og fullvissa hiut- lausar þjóðir um yfirburði sína. En þeir höfðu gleymt yður! Nótt sem dag hafið þér stað- ist árásirnar og haldið stöðvum yðar, þrátt fyrir ódœma skothríð. Leikurinn er ekki enn á enda, því að Þjóðverjar þarfnast sig- Þar eru talin upp helstu ;blöðin. T l'L|M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til II Borgarst.skrifát. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúragripasafnið opið Þ/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Klrkjustrætl 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3, Landsféhirðir|kl. 10—2 og 5—6. urs. En yður mun takast að ná honum frá þeim. Hergögn höfum vér næg og varalið nóg. En sérstaklega hafið þér óbil- andi hugrekki og trú á framtíð lýðveldisins. Ættjörðin mænir á yður. Og þér munuð teljast með þeim, sem sagt verður um: Það voru þeir sem vörnuðu Þjóðverjum vegarins við Verdun. Uppreisnin í Ðnblin. 36 000 000 kr. eignatjón Blöð frá 4. þ. m. segja að þá hafi uppreisninni í Dublin verið lokið að fullu. Uppreisnarmenn höfðu þá gefist upp skilyrðis- laust. Höfðu þrír af foringjunum verið dæmdir til dauða af her- rétti og þeir skotnir daginn eftir. Höfðu menn þessir látið prenta ávarp til íra og töldu sig skipa sæti í stjórn hins írska lýðveldis, taldi einn þeirra sig forseta þess. Miklar skemdir hafa orðið á borginni, einkum kring um póst- húsið. Als er talið að um 180 hús hafi brunnið og er tjónið metið á 36 milj. kr. Nokkur hundruð uppreisnar- menn hafa verið fluttir til Eng- lands og um alt írland er verið að taka vopnin af íbúum lands- ins. &ð \ *)3\s

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.