Vísir - 20.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 20.05.1916, Blaðsíða 2
VtSIR VISIR A í g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel. Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, lnngangur frá Valiarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalsír. — Ritstjórinn til viðtals frá M. 3—4. Sími 400.— P. O. Box 367. Mislingarnir. Útdráttur úr ávarpi land- læknis. ----- Nl. Heimilisvarnir gegn mislingum. Eftir að Iðgskipuðum vörnum var hætt 1907 urðu fjöldamargir við á- eggjan minni þá — vörðust misling- um af sjálfsdáðum. Tókst það víð- ast vel, þar sem reynt var. í Fá- skrúðsfirði t. d. kom ekki veikin nema á 5 bæi af 30; í Seyðisfj,- héraði vörðust Mjófirðingar veik- inni. í Húsavíkurhéraði hepnuðusl varnirnar vel í sveitunum ; í Rang- árvallahéraöi varðist einn bær, sem lfka hafði varist mislingunum 1882, í Reyðarfjarðarhéraði varðist einn hreppur; svo var og um ýmsar sveitir í Akureyrarhéraði, Grímsnes- héraði, Síöuhéraði, Vopnafjaröar- héraði, Þingeyrarhéraði og víðar. Og mjög víða vörðust einstök heim- ili sóttinni, þó hún gengí um alla bygðina, jafnvel hér í Rvík. Vörn- in var alstaðar í því fólgin, að þau heimili sem vörðust, 'gættu þess: 1) að enginu heimamanna, sem ekki hafði haft mislinga, kæmi á misl- ingaheimili eða grunsöm heimili; 2) að taka ekki á móti neinum gest- um, nema þeim sem víst var um að þeir hefðu áður haft mislinga. Meðgöngutími mislinga (frá því maður smitast þar til hann sýkist) eru réttir 10 dagar. Byrjun veik- innar er þá kvef, nauðalíkt algengu kvefi, og oft mjög vægt; en á 4. til 5. degi (14. degi frá smitun) byrjar útþotið, mórauðir flekkir, og koma fyrst í andlitið. Veikin er smitandi frá fyrstu kvefbyrjun (ef til vill deginum áður en kvefsins verður vart) og þar til hreistrun er lokiö (3—4 vikur frá upphafi veik- innar). Sótthreinsun þarf aldrei. Sóttkveikjurnar deyja strax út, og það svo fljótt, að þær berast aldrei með heilbrigðum mönnum (eða dauðum hlutum) húsa í mílli. En veikin er ákaflega bráðsmitandi, ef einhver, sem ekki hefir haft misl- inga, kemur til sjúklings með misl- ingakvef (inni eða úti). Hvað stoða mislittgavarnir ? Samgöngur við önnur lönd eru orðnar svo tíðar og hraðar, að sí og æ má búast viö mislingum, og Jíkur til aö flestir sem komast á efri aldur, fái þá fyr eða síðar. — Þess vegna er von að menn spyrji, hvaða vit muni vera í því að reyna að verjast þessari farsótt. Eg hefi margsinnis áður gert al- þýðu manna greiii fyrir því: misl- ingar eru háskalegur sjúkdómur fyrir ungbörn, einkanlega börn á 1. ári. Víst er um þaö, að mislingarnir 1907—8 urðu miklu færri börnum 1 aö fjörtjóni en mislingarnir 1882. ' Stafar það af því, að fjöldamörg heimili vörðust mislingunum 1907, og hinu öðru, að allir heilbrigðis- hagir þjóðarinnar höföu stórbatnað á því skeiði, ekki sízt meðferð á ungbörnum; hafði því barnadauð- inn yfirleitt stórum minkað. Það er því augljós þjóðarhagn- aður, aö verja ungbörn mislingum. Hættan er margfalt minni fyrir stálpuð börn og unglinga og fólk á bezta rekl, sem hraust er, Misl- ingarnir eru hættnlegir fyrir brjóst- veikt fólk. í kauptúnum og sjávarþorpum er það auðvitað e r f i 11 fyrir hvert heimili að sporna við sóttinni, en uppi í sveitum er það hægara, og mundi Jíka margborga sig, bæði barnanna vegna og svo af þv, að nú fer sumarannríkið í hönd. Og þó það sé ekki gerlegt að halda áfram lagavörnum gegn sótt- j inni, þá munu allir héraðslæknar landsins boðnir og búnir til þess ; að leiðbeina hverri sveit og hverju heimili, sem hefir hug á þvi að verjast mislingunum í sumar. Meðferð á mislingasjúklingum. Það var gamli siöurinn að byrgja ; sjúklingana inni, loka hverri smugu og breiða fyrir hvern skjá. En hreint lofi er brýnasta lífsnauðsyn fyrir mislingasjúklinga, alveg eins og brjóstveikt fótk. Um að gera ef unt er, að hafa sjúklingana í rúmgóöum, sólbjörtum stofum og síopna glugga, varast alt ryk, þvo gólf, en sópa þau ekki þur; þó skal gæta þess, að ekki blási inn á sjúklinginn og birtan skíni ekki beint í augu honum meðan augun eru viökvæm ; má reisa skjól eða hengja tjald við rúmið þvf til varn- ar. — Rétt er að hver sjúklingur liggi frá því er kvefið byrjar og þangað til öllum sótthita er lokið, og fari mjög varlega með sig fyrst í stað á eftir. Ef sjúkling verður mjög þungt fyrir brjósti eða fær eyrna- bólgu, eða er mjög þungt haldinn af einhverjum öðrum ástæðum, þá er sjálfsagt að vitja læknis, Misl- ingasjúklingum er afarhætt við berklasmitun; skal varast að hafa þánálægt berklaveikum manneskjum. Mislingaár eru líka hættulegir fyrir berklaveikt fólk, iðulega að berkla- veikin versnar upp úr mislingum eða tekur sig upp, ef niðri hefir legið. Ef einhver veikindi eru á heimili, þá er ráðlegast að spyrja lækninn um mislingahættuna og nauðsynina að verjast þeim og ráðin til þess. Uppþdt í Winnipeg. Upphlaup allmikiö varð í \Vinni- peg þ. 1. apríl s. 1. Hófst það þannig, að hermaöur var ölvaður úti á götu og varð deila milli lög- regluliðsins og hervaldsins um það hverjir hefðu vald til að taka hann. Urðu af áílog og safnaðist svo í hópinn smátt og smátt að loksins skifti hundruðum eða jafnvel þús- undum, þar sem barist var á báðar hliðar. Meiðsli urðu mörg og al- varleg, og varð ekki orustan sefuö fyr en riddaralið reið á fylkingarnar. Á sunnudaginn var þessi slagur endurtekinn og meiddust þá enn margir, voru brotnir allir gluggar úr einni hlið lögreglustöövarinnar og fleiri skemdir og alvarleg meiðsli. Sannleikurinn er sá, að um upp- tökin er ekki hægt að segja ná kvæmlega, og því síður um slaginn sjálfan né það, hversu víðlæk meiðsli hafa orðið, því sína söguna segir hver, og er það glögg sönnun þess sem Lögberg hefir sagt áður, að erfitt er að fá sannar fréttir af or- ustum. Þegar sögurnar eru eins andstæðar hver annari og óábyggi- legar og þapr voru hér í bænum af þessum slag í bænum sjálfum, þá má nærri geta hversu áreiðanlegar eru fréttirnar austan frá Evrópu. Lb. Mlatv latvd\. . S í m f r é 11. Akureyri i gær. Tíð er nú með besta móti, snjó tekui upp og hagar komnir hér og hvar. — Mislingarnir eru komnir um alla Þingeyjarsýslu. Fyrirspurn. Tveir menn veðjuðu um þyngd á ákveðnum hlut sem var 15 kilo er hann var viktaður. — Annar þeirra segir: »Stykkið er 10 kilo« en hinn segir: »Það er ekki 10 kilo«, vitandi að það var meira. Hvor hefir vinning? SVAR: Hvorugur. T l’LgM I N N I S: Baflhúsið opifl v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifat. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8’/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjóm til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, siöd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. J kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. ki. 2-3. Landsféhirðir|kl. 10—2 og 5—6. Ribot og vörnin við Verdun. Ribot er fjármálaráðh. Frakka, er hann maður mikilhæfur og forvitri kallaður. — Þ. 18. mars síðastliðinn lýsti hann í ræðu fjár- hag Frakklands og komst að lok- um svo að orði: --------Vér erum á atburða- ríkum tímamótum. AUur heim- urinn hlustar til þess, sem nú er að gerast hjá Verdun. Þar sýnir hamagangur áhlaupanna, með hversu mikilli óþreyju féndur vor- ir bíða eftir sigri — stundarsigri, En þessa vörn mun Saga dæma hið ágætasta verk, er unnið hefir verið til sæmdar landi voru. Það er víst engin goðgá, þó að menn leyfi sér að þykjast sjá fyrir endann á þessum hryllilega ófriði1). Það þarf hvorki að vera skrum, tálvonir né ofmikið bjart- sýni. En það verðum vér að var- ast, að gera nokkurn þann hlut, er rýrt gæti traust vorra ágætu liðsmanna á herforingjum þeim, er verðskulda að leiða þá til sig- urs, og því um síst að veikja traustið á landinu. Reynum að vera rólegir og sýna jafnmikla stillingu og landið sjálft. Vér gerum það vegna sigurs- ins og og vér gerum það vegna þingræðisins. ‘) A þessum orðum byggist víst símfréttin um það, að Ribot teldi ófrið* inn brátt á enda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.