Vísir - 21.05.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 21.05.1916, Blaðsíða 4
Kaþólski prestuiinn og jafnrétiið. Mig langar til, þó seint sé, að svara með örfáum orðum mis- skilningi þeim, sem Servaes prest- ur skrifaði í vetur út af grein minni: „Páfavaldið á íslandi". það var síður en svo, að mér þœtti greinin frá prestinum svara verð. Eg hef ekki heldur flýtt mér neitt að því, að svara henni, en ætla aðeins að gera litla at- hugasemd við einstök atriði í kenningu prestsins. Presturinn mintist þess með kátlegum orðum, að eg hefði sagt, að eg hefði ekki heyrt það fyr, sem hann kveðst hafa skrifað í blöð hér í bænum árið 1906 út af samskonar tilefni. í tilefni af því, vil eg geta þess, að það ár dvaldi eg í Danmörku og sá sjaldan blöð frá Reykjavík. Og þegar eg kom upp til íslands aftur, þá kom eg ekki til Reykja- víkur, heldur til norðurlands. Svo eg fór þessvegna alveg á mis við að sjá og heyra hina nýju „lög- gjöf“, sem kaþólski presturinn gaf út og gaf íslendingum árið 1906, svo eg verð að biðja prestinn af- sökunar á því, að eg get ekki breytt eftir henni, eins og hann hefir víst ætlast til að allir ís- lendingar gerðu. En vér vonum að bráðlega lega komist það í framkvæmd, að sjúkrahús verði bygt hérálands- ins kostnað, svo vér þurfum þá ekki lengur að vera háðir nein- um kaþólskum kreddum eða siða- reglum. Presturinn sagði að sjúkrahús- iö á Landakoti væri „velgerða- stofnun", en eg hugsa að það sé bara trúboðsstofnun, en ekki vel- gerðastofnun. Væri það velgerða- stofnun, þá finst mér miður vel við eigandi að amast við því, ef einhvern langar til að veita sjúk- lingunum huggun í guðsorði, og setja þau lög að enginn megi halda „guðsþjónustu* í sjúkra- * herbergjunum í sjúkrahúsinu. En ! þegar vér hugleiðum það, að alt líf kristins manns á að vera sí- feld guðsþjónusta, þá sjáum vér hversu heilbrigð þessi kenning prestins er, frá kristilegu sjónar- miði skoðað, þar sem þó er leyfi- legt að heimsækja sjúklingana og tala við þá um alt, annað en guð. Presturinn færir tvær ástæður fyrir því, að enginn megi halda guðsþjónustur með sjúklingunum. Hin fyrri ástæðan er sú, að margir þeirra hafi kært við „syst- urnar“ yfir þeim herrum og beð- VfSlR , ■!—■l|glM„ ið þær að vísa þeim burt. En sú ástæða getur ekki komið til greina, þegar um þá er að ræða, sem eru velkomnir gestir hjá sjúklingunum, hvað þá snertir (sjúklingana), þó að þeir megi ekki fyrir hinu kaþólska valdi tala við sjúklingana um guð eða son hans Jesúm Krist, og ekki lesa vers í sálmabók hjá þeim, þó þá langi til að hlýða á það. Presturinn gat þess þó, að þjóð- kirkju- og fríkirkjuprestarnir hefðu ætíð leyfí til að finna og. hug- hreysta sjúklingana. En eftir því sem hann sagði ofar í grein sinni, að enginn mætti halda guðsþjón- ustu með sjúklingunum, þá mega prestarnir þó víst hvorki tala við þá um kristileg málefni né biðja fyrir þeim eða með þeim. það 1 mun vís‘t engum trúuðum lútersk- ; um presti koma til hugar, að . neita því, að fyrirbænir séu guðs- þjónusta, hvað sem kaþólski prest- urinn'á Landakoti segir um það. En mér finst þó næstum óhugs- andi, að presturinn sé svo heimsk- ur, að hann viti ekki hvað guðs- þjónusta er, sem er þó ákveðið æfistarf hans, að kenna öðrum að þjóna guði. Önnur ástæðan sem prestur- inn færði fyrir sínu máli var sú, að það væri gagnstætt allri reglu og stjórn, að leyfa öllum, jafnvel skóurum og sóturum að halda fyrirlestra eða guðsþjónustur þai inni. En eg vil geta þess, að það er annað mál, þó það sé bannað að halda fyrirlestra yfir sjúklingunum, sem þeim kann að geðjast mis- jafnlega að, einsog gengur, en am- ast við því, ef einhvern langar til að lesa hjá þeim stuttan kafla úr guðsorði, þeim til huggunar og gleði. Að leyfa öllum það, jafnvel skóurum og sóturum, það fanst prestinum hin mesta óhæfa. Og orsökin til þess að eg fékk ekki að vera þar inni í það skifti, heflr að líkindum verið sú að eg kynni ef til vill að vera skóari eða sót- ari eða einhver þeirra jafningi, því eftir þessari kenningu prests- ins eru þessir menn í augum hans þeir verstu menn, sem til eru, og ekki þess verðir (stöðu sinnar vegna) að heyra guðsorð eða lesa það, hvorki fyrir sjálfa sig né aðra. Frh. Svelta herfangar Þjóðverja? í danska blaðinu Nationaltid- ende birtist nýlega þetta sím- skeyti frá Stockhóimi: »Feiknin öll af pökkum eru send frá Rússlandi um Svíþjóð til rússneskra fanga í Pýskalandi og eru það nær eingöngu mat- væli. Rússar eru sannfærðir um að herfangarnir í Þýskalandi svelti og hafa því snúið sér til Svía með beiðni um að þeir sendi 20 járnbrautarvagna á dag, eftir mat vælum, sem komast eiga um Sv- þjóð til Þýskalands handa föng- unum. Blomstur- pottar, mikið úrval nýkomið til Jóns Hjartars. rCo. Brúkaðar sögu- og fræðibækur fást með miklum afslætti í Bókabúð- iuni á Laugavegi 4' [296 Chaiselong til sölu, ódýr. Berg- staðastræti 17 (uppi). [337 Hús óskast til kaups. Tilboð ásamtnægilegum upplýsingum merkt «100« leggist á afgreiðsluna í lok- uðu umslagi fyrir 27. þ. m. [339 Sígin grásleppa fæst á Skólavörðu- stíg 16 a. [339 Vaskur óskast til kaups. Afgr. v. á. 341 6—10 hesta mótorvél, ný eða brúkuð óskast til kaups. Uppl. hjá Stefáni Jónassyni, m/k Báran. [342 Píanó í góöu standi er til sölu með tækifærisverði A. v. á. [346 Kommóða óskat keypt. Uppl. í prentsm. [358 Ný koffort, lítið baöker, og kven- regnkápa til sölu á Laugav. 50 B. [359 Eineykis skemtivagn nýr, mjög vandaður með skrautlegum, vönd- uðum aktýgjum, til sölu á Grettis- götu 38. [360 45-51 — 52—53- 54—55—56 —58—59—60 árgangar af »t>jóð- ólfi til sölu á afgr. Vísis fyrir afar- lágt verö. [361 Borð er til sölu með tækifæris- verði. A. v. á. [362 Til sölu stofuborð á Bergstaða- 9træti 41. [363 Mjólk fæst allan daginn á Lauga- vegi 74. [354 Fæði fæst í Ingólfsstræti 4. [33 Morgunkjólar frá Doktorshúsinu eru fluttir í Lækjargötu 12 a. [314 Morgunkjólar frá Vesturgötu 38 eru fluttir að Nýlendugötu 12, (stein- húsið), [246 Unglingsstúlka óskast nú þegar til bjálpar á litlu heimili. Inga Hansen Laugaveg 44. [329 Vorstúlka óskast strax; einnig kaupakona til Norðurlandsins. Hátt kaup. Uppt. á Laugaveg 70. [332 Telpa 11—13áraóskast 1. júní. Sigríður Siggeirsdóttir, Laugavegi 13. [334 Stúlka vel að sér í reikningi og skrift óskar eítir búðar eða bakarí- sstörfum. A. v. á. [336 Stúlku vaníar til Vesímannaeyja mánaðartíma til að annast um veika konu. Gott kaup í boði. Uppl. Mjóstræfi 2 upp. [3-18 Telpa óskast til Vestmannaeyja. Uppl. gefur Kristín Brynjólfsdóttir, Bergstaðastræti 11 A uppi. [349 Telpa 13—14 ára óskast til snún- inga. A. v. á. [350 Stálpaða telpu vantar mig nú þegar. Margrét Sveinsdóttii, Berg- staðastræti 9. [351 Barniaus hjón óska eftir húsnæði á góöum stað í bænum, frá 1. okt. Tilboði merkt «Húsnæði« veitirafgr. móttöku. [266 Sólrík stofa með sérinngangi til leigu fyrir einhleypa. [352 Eitt herbergi, með hús- gögnum og helzt fæði í sama stað óskast. Menn snúi sér til Nathan & Olsen. [353 I Tapast hefir látúnshúnn af barna- ! vagni. Finnandi skili í Þingholts- stræti 18 niöri gegn fundarlaunum. » [335 Peningabudda með 30 kr. í tapáðist í austurbænum i gær. Skilist i prentsm. [354 Klemmur fundnar á Vesturgötu. Vitjist á afgr. [355 í gær týndist brjóstnál á Ieið milli baðhússins og Grundarstígs. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila henni í verzl. »Verðandi« í Hafnarstræti 18, gegn fundarlaunum [356 Kvennhattnr lundinn á Klappar- stíg. Uppl. á Grettisgötn 38. [357

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.